Með því að vera í Félagi viðurkenndra bókara og uppfylla þær kröfur um endurmenntun sem félagið gerir höfum við sem viðurkenndir bókarar ákveðna sérstöðu á markaðnum. Þeir sem ráða okkur til starfa geta verið öruggir um að þeir eru að fá hæfasta fólkið. Því fleiri sem við erum, því öflugri er félagið og samstaðan sterkari.
Markmiðið er að hámarka árangur og skilvirkni, tryggja velferð og viðhalda þekkingunni ásamt því að skapa varanlegt samkeppnisforskot. Forskotið er sérþekkingin sem við höfum og þurfum að viðhalda, óáþreifanleg eign sem er dýrmætasta auðlindin okkar.
 
Ávinningurinn af félagsaðild er margskonar:
 
 •  Fjöldi námskeiða á lágu verði sem eykur faglega þekkingu
 •  Félagsmenn verða verðmætari og eftirsóttari starfskraftar
 •  Vinnubrögð verða vandaðri og betri, ábyrgð eykst, laun hækka
 •  Bætt þjónusta við viðskiptavini og opinbera aðila
 •  Boð í fyrirtæki og kynningar
 •  Hin árlega febrúarráðstefna, heill dagur af skemmtun og fróðleik
 •  Tengslanetið eflist í skemmtilegum félagsskap
 •  Árleg launakönnun FVB 
 •  Aðgangur að innri heimasíðu félagsins, RSK fréttir, tilkynningar ofl.
 •  Póstlisti FVB – námskeið og aðrir viðburðir á vegum FVB og annarra
 •  Möguleiki á að sinna stjórnar- og nefndarstörfum til að auka enn á þekkingu og hæfni