Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 17. nóvember 2017 á Grand Hótel – Gullteigi kl. 9:00 – 16:30

SKRÁNING ER HAFIN

DAGSKRÁ

kl. 08:30-09:00 Léttur morgunverður

Kl. 9:00  Margrét Friðþjófsdóttir formaður FVB setur ráðstefnuna

kl. 9:05 – 10:05  Jón Ingi Ingibergsson lögfræðingur hjá PWC  fjallar um virðisaukaskatt í tengslum við byggingu og útleigu á atvinnuhúsnæði og um virðisaukaskatt í ferðaþjónustu. Einnig fjallar hann um virðisaukaskatt af rafrænt afhentri þjónustu.kl. 10:05 – 10:20 Kaffihlé

kl. 10:20 – 11.00 Jón Ingi heldur áfram að fræða okkur um virðisaukaskatt.

kl. 11:00 – 12:00  Eyþór frá Þekkingarmiðlun – „Við deyjum öll úr stressi.“

kl. 12:00 – 13:00 Hádegisverður

kl. 13:00 – 14:00 Valgerðu Sigurðardóttir og Rúna Lísa Bjarnadóttir frá Tollstjóra – að lesa úr yfirlitum frá tollstjóra.

kl. 14:00 – 15:00  Páll Jóhannesson er starfandi lögmaður með sérhæfingu í skattarétti og hefur auk þess umsjón með kennslu í skattarétti í Háskólanum í Reykjavík. Páll mun taka fyrir nokkur vel valin atriði sem reynt hefur á í heimi skattamála síðast liðna mánuði.

kl. 15:00 – 15:20  Kaffihlé

kl. 15:20 – 16:30  Páll heldur áfram.

kl. 16:30 Ráðstefnu slitið.

Verð fyrir félagsmenn er kr. 11.900.- aðrir greiða kr. 17.900.-    Innifalið hádegismatur og kaffi.

Ráðstefnan gefur 15 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB til og með 13. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.                                               

Fræðslunefndinð