Kvöldnámskeið – Excel 29. og 30. apríl.

ENN LAUS SÆTI BÆÐI Í KENNSLUSTOFU OG Á SKYPE.

EKKI MISSA AF ÞESSU FRÁBÆRA NÁMSKEIÐI

Vornámskeið hjá fræðslunefnd FVB 2019

Workshop Excel

Fyrir þá sem ekki komust á morgunnámskeiðið 15. og 16. apríl höfum við ákveðið að bjóða uppá kvöldnámskeið í Excel (vinnustofa)

ATH. námskeiðið verður sent út með Skype eins og áður fyrir landsbyggðina. Námsefni verður sent rafrænt til nemenda.Námskeiðið verður haldið í Promennt Skeifunni 11b í tölvuveri. (það þarf ekki að mæta með tölvur) Mánudaginn 29. apríl kl. 17.00-20.30 og þriðjudaginn 30. apríl kl. 17.00-20.30. Samtals 7 klst.

Kennari:

Sigurður Friðriksson fv. skólastjóri Promennt ehf. Hann hefur langa reynslu af kennslu á Excel. Mikil ánægja var með Sigurð eftir síðasta excel námskeið sem var haldið vorið 2017 svo við vildum endilega hafa hann aftur núna.
Verkefni og handout í stafrænu formi frá kennara

Námskeiðsefni fyrri dag námskeiðs.

Hagnýt atriði í notkun Excel. Greiningarföll, fjármálaföll, flýtiskipanir („Tips and tricks“) innflutningur gagna í Excel. Dagareikningar í uppgjörum í Excel. Samvinna og virkni Excel Online tekið fyrir og skoðað.

Námskeiðsefni seinni dag námskeiðs.

Pivot greiningar. Töflugerð og útlitsmótun taflna, vinna með stóra lista og gagnagrunna í Excel, röðun og síun gagna í töflu með filterum og framsetning gagna og fleira.

Athugið: Námskeiðið fer af stað ef lágmarksþátttaka næst.

Hvert námskeið kostar kr. 9.900- fyrir félagsmenn og kr. 15.900- fyrir aðra.  

Námskeiðið gefur 10,5 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB til og með 26 apríl Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð kennslustofu.   

Fræðslunefndin