Kæru félagar,

Hér neðangreint eru fyrirhuguð námskeið á vegum FVB 2016-2017:

18. nóvember - nóvemberráðstefna
19. janúar - skattalagabreytingar
16. febrúar - outlook tímastjórnun o.fl.
9. maí Exel fyrri hluti
11. maí Exel seinni hluti
 
Athugið að dagskráin er sett upp með fyrirvara um hugsanlegar breytingar, en námskeiðin verða auglýst jafnóðum og með ágætum fyrirvara.
September námskeið 2016 hjá fræðslunefnd FVB

Starfsmenn DK kynna eftirfarandi: 

DK kynningar
 
ATH. Námskeiðið verður sent út á netinu fyrir þá sem búa útá landi. Okkar markmið er að landsbyggðarfólk geti verið með á námskeiðum heima fyrir og mun þetta fyrirkomulag lækka kostnað námskeiðana í heild sinni.
 
Námskeiðið verður haldið á Grand hótel
salur Hvammur
 miðvikudaginn 14.september  2016 frá kl. 16.00 -18.00

.Sjá nánar undir viðburðirKæru félagsmenn,

 

Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarfrí og verður hún áfram opin á

mánudögum og miðvikudögum

á milli kl. 13:00-1700.

 

Bestu kveðjur,

Inga Bjarnadóttir

umsjón skrifstofu FVB

Kæru félagsmenn,
 
Lokað verður á skrifstofu FVB frá 18.júlí - 14.ágúst
v/sumarleyfa starfsmanns.
 
Gleðilegt sumar :)

 

Kynning á náminu "Viðurkenndir bókarar" verður haldin 25.maí kl: 11:15 í húsakynnum Opna háskólans í HR.

Þeir sem hafa áhuga endilega skráið þátttöku á meðfylgjandi

þátttökuform: https://myschool.ru.is/myschool2/public/App.asp?ProgID=29683

 

Námskeiðið "Tekjuskattsskuldbinding, sjóðsstreymi og skattar" verður haldið í Opna háskólanum HR dagana 24 og 25 maí kl. 13-17. Leiðbeinandi Lúðvík Þráinsson löggildur endurskoðandi hjá Deloitte. Verðið er kr. 45.000,- og fá félagsmenn FVB 10% afslátt og geta sótt um 15 endurmenntunareiningar hjá FVB.

Kynningarfundur 18. maí v/náms í viðurkenndum bókara

Sjá hér:

Hér má finna gögn tengd aðalfundi sem haldinn var 18. mars 2016. 
Nýr aðalfundur verður haldinn skv. ákvörðun þess sama aðalfundar, sem var slitið. 
Þessi gögn því ekki lengur gild sem aðalfundargögn fyrir þann sem haldinn verður í maí. 

Kæri félagi í fvb


Eins og fram kom í fundarboði þá eru innsend framboð og innsendar lagabreytingartillögur kynntar hér. Þetta var kynnt svo með aðalfundarboði til þess að gefa ykkur kost á að senda inn slík gögn fyrir fundinn og auka möguleika ykkar á virkri þáttöku. 
Þær lagabreytingartillögur sem bárust eru birtar hér og verða teknar fyrir á aðalfundinum í samræmi við 23. gr. laga félagsins. 

Vek jafnframt athygli á því að hægt er að bjóða sig fram til stjórnar eða nefndarstarfa á sjálfum aðalfundinum. 

Loks liggur fyrir að stjórn fvb mun undir liðnum ,,önnur mál"  kynna álit nefndar um starfsheiti og nám til viðurkenningar bókara. 

Álitið er að finna hér

Eftirfarandi lagabreytingatillögur bárust: 

Frá stjórn fvb

Frá laga-samskipta og aganefnd

Frá fjórum félögum í fvb

Þessar lagabreytingatillögur liggja fyrir við aðalfund og bið ég þig að kynna þér þær. Vinsamlega athugaðu að ef þú vilt geta lesið þær sjálf/sjálfur á aðalfundinum þá verður þú að prenta þær út eða koma með tölvu með þér. 

Eftirfarandi framboð liggja fyrir: 

Stjórn fvb (5 félagar): Starfandi stjórnarmenn sem gefa kost á sér áfram:
Hallgerður Hauksdóttir, sem meðstjórnandi til tveggja ára
Valgerður Gísladóttir, sem meðstjórnandi til eins árs

Framboð sem bárust:
Eva María Guðmundsdóttir, sem meðstjórnandi til eins árs

Það liggur fyrir að ekki hafa borist framboð til formanns né varaformanns.

Fræðslunefnd (5 félagar): Það liggur fyrir að einn úr fræðslunefnd er á fyrsta ári og starfar því áfram, Sonja Kjartansdóttir. Harpa Þráinsdóttir sem kom inn sem varamaður á síðasta aðalfundi gefur kost á sér og einnig Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir sem kom inn sem varamaður á starfsárinu. 
Að auki gefa kost á sér inn í fræðslunefnd þær Hanna Guðmundsdóttir og Klara Sigurbjörnsdóttir, sem nýjir nefndarmenn.

Laga-samskipta og aganefnd (3 félagar): 
Tvær í laga-samskipta og aganefnd ganga út eftir tveggja ár þjónustu og ein hefur beðist lausnar. 

Skemmtinefnd (3 félagar): Kosið er til eins árs og óvíst hvort þeir sem þar starfa ætla að gefa kost á sér áfram. 

Hér má finna ársreikning félagsins. Ath hann kemur inn á fimmtudagsmorgun, eftir yfirferð skoðunarmanna.
(ATH: hlekkur á ársreikning var tekinn út þar eð skekkja var í reikningnum. Var hann því ekki lagður fram til samþykktar á aðalfundinum. Réttur reikningur verður lagður fram á nýjum aðalfundi. Ekki er rétt að hafa rangan ársreikning í dreifingu á heimasíðu félagsins). 

Hér má finna aðalfundarboð sem sent var með tölvupósti 4.mars sl.

Athugið, ef þið viljið hafa þau skjöl sem hér er að finna á fundinum, að þið þurfið að prenta þau út eða taka með ykkur tölvu. 

Virðingafyllst,

Stjórn fvb. 

Ráðstefna Félags bókhaldsstofa 8. febrúar 2016

á Grand hótel í Reykjavík

09:00-10:00 Lúðvík Þráinsson endurskoðandi hjá Deloitte


Lagabreytingar og fleira

10:00-10:15 Morgunkaffi

10:15-11:00 Haraldur Hansson frá RSKFarið yfir breytingar á framtali einstaklinga og lögaðila

11:10-12:00 Kári HaraldssonFarið yfir vsk í ferðaþjónustu og ágreining um framsetningu á ýmsum atriðum

12:00-13:00 MaturHlaðborð að hætti hússins

13:00-14:00 Kári HaraldssonHaldið áfram með vsk, farið ítarlega í nýjustu dægurmálin og Kári mun fara yfir ýmislegt sem hann hefur í pokahorninu

14:00-15:00 Aðalfundur félags bókhaldsstofaDagskrá skv. samþykktum félagsins

15:00-15:15 Síðdegiskaffi

15:15-15:45 Haukur Friðriksson sérfræðingur hjá Skattur & bókhaldBlandaður vsk, RSK 10.27 og reikniskjal

15:45-16:45 Steinþór Haraldsson deildarstjóri á lögfræðisviði RSKNýlegir úrskurðir og dómar

Verðið er 14.000 að meðtöldum hádegisverði og kaffiveitingum


NÁMSKEIÐ FYRIR BÓKARA

   
 

UPPGJÖRSMAPPA BÓKARANS

Kennari: Ingibjörg Júlía Þorbergsdóttir M.Acc., hefur starfað við reikningsskil og endurskoðun undanfarin 13 ár. Hún starfar núna sem aðalbókari hjá Securitas
Haldið 4. feb. kl. 8:30 - 12:30

 

LESTUR ÁRSREIKNINGA

Kennari:Bjarni Frímann Karlsson, lektor í Viðskiptafræðideild HÍ
Snemmskráning til 29. jan.

Einnig á dagskrá í apríl, hér

 


 
 
 

EXCEL FYRIR BÓKARA

Kennari: Snorri Jónsson, er viðskiptafræðingur MBA og með mastersgráðu í reikningshaldi og endurskoðun.
Snemmskráning til 25. mars

 

EXCEL - FLÓKNARI AÐGERÐIR FYRIR LENGRA KOMNA

Kennari: Birgir Hrafn Hafsteinsson, tölvunarfræðingur og MBA
Snemmskráning til 28. mars

 

GREINING ÁRSREIKNINGA

Kennari:Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ
Snemmskráning til 24. apríl


 
HAFÐU SAMBAND

Netfang
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími
525 4444


 

SAMFÉLAGSMIÐLARVIÐ ERUM Á
FACEBOOK


 
 
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is