Sælir félagar FVB

Okkur barst beiðni um að kynna ykkur námskeið á vegum Lexia, sjá nánar:

Sælir félagar í FVB

 

Okkur barst beiðni um að kynna neðangreint námskeið:

http://www.pwc.is/is/thjonusta/namskeid-i-tekjuskattsskuldbindingu.html

Heil og sæl öll sömul,

 

Minni á að síðasti dagur er í dag til að skrá sig í Vísindaferðina til Advania n.k. fimmtudag 15.okt

 

Bestu kveðjur,

f.h. FVB

Inga Bjarnadóttir

Ágætu viðtakendur,
Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli ykkar á svæði á vef ráðuneytisins um verkefni þess vegna baráttu gegn spillingu.  Þar er m.a. að finna upplýsingar um Starfshóp á vegum innanríkisráðherra um eftirfylgni vegna innleiðingar á alþjóðlegum samningum gegn spillingu og mútum auk umfjöllunar eða tilvísana til alþjóðlegra samninga á þessu sviði. Jafnframt er að finna á svæðinu tengla á vefsíður frjálsra félagasamtaka, siðareglur í íslenskri stjórnsýslu og fleira. Vefurinn er í stöðugri mótun og vakin verður athygli fleiri aðila á honum. Slóðin er þessi: http://www.innanrikisraduneyti.is/verkefni/malaflokkar/spilling-og-mutur
Bestu kveðjur,
Sveinn Helgason.


VSK námskeið

Þriðjudaginn 13. október 2015.

·         Leiðréttingarskylda innskatts vegna fasteigna (innskattskvöð).

·         Frjáls- og sérstök skráning í tengslum við kvöðina.

·         Væntanlegar breytingar á vsk vegna ferðageirans. Hafa spurningar vaknað?

·         Annað sem spurt verður um vegna VSK.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku sem fyrst í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lengd námskeiðs er um 2 tímar síðdegis. Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar. Verð kr. 5.000.

__________________________________________________________________________________VIÐURKENNDUR BÓKARI

- STAÐNÁM EÐA FJARNÁM

   
   
 
Endurmenntun HÍ býður nú í fjórða sinn nám til undirbúnings fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpurnarráðuneytisins skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald.

Námið er eitt misseri og byggir á prófefnislýsingu skv. 3. gr. reglugerðar nr. 535/2012 um próf til viðurkenningar bókara 3. útgáfa (júní 2014), sjá nánar á vef ráðuneytisins. Prófhlutar til viðurkenningar bókara eru: Reikningshald, skattskil og upplýsingatækni ásamt raunhæfu verkefni úr efnisþáttum I. og II. prófhluta.

Markmið: 
Auka fræðilega þekkingu próftaka og hæfni til að beita henni í starfi, í samræmi við prófefnislýsingu og skilgreind hæfniviðmið sem auglýst eru af prófnefnd á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kynna meginreglur og aðferðir reikningshalds, skattskila og upplýsingatækni í því lagaumhverfi sem það byggir á. Auka víðsýni og færni próftaka til að beita þekkingu sinni við lausn hagnýtra viðfangefna með aðstoð Excel töflureiknis.

Fyrir hverja:
Námið er einkum ætlað þeim sem starfa á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana.
Mælt er með því að umsækjendur hafi starfað við bókhald og hafi haldgóða þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum sem og Excel töflureikni.

Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður tvo daga í viku föstudaga og laugardaga.
Fyrirlestrar verða teknir upp og nemendum aðgengilegir á samskiptavef námsins. Upptökur eiga ekki við um verklega þætti námsins.


 


NÁNARI UPPLÝSINGAR OG KYNNINGARMYNDBAND

 
 
 
 
SÆKJA UM

 
 
 
  KYNNINGARFUNDUR
20. MAÍ KL. 17:00

UMSÓKNARFRESTUR
TIL 1. JÚNÍ


 
 
   
 

Kennsla/umsjón

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og aðjúnkt í skattarétti við viðskiptafræðideild HÍ.
Dr. Gunnar Óskarsson, aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ.
Snorri Jónsson, Master of Accounting and Auditing.


Hvenær

Kennt er í 10 lotum. Kennsla hefst 14. ágúst og lýkur 5. desember. Kennt er aðra hverja helgi Kennsla fer fram á fös. kl. 16:15 - 19:15 og lau. 8:30 - 12:00 og 12:30 - 16:00.
Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar.


Verð

165.000 kr

 
     
 
     
Hafðu samband

Netfang
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími
525 4444


 

SamfélagsmiðlarVIÐ ERUM Á
FACEBOOK


 
 
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.isStjórn FVB hefur ákveðið að vinna að frekari verndun starfsheitis þeirra bókara sem standast próf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis samkvæmt regulgerð nr. 535/2012. Vinna þarf að löggildingu starfsheitis og jafnframt huga að menntunarumhverfi og menntunarkröfum starfsstéttarinnar. Til þess að vinna að stefnumótun við þetta mál verður stofnuð nefnd er afli upplýsinga og skili áliti fyrir 1. nóvember 2015. Greitt verður fyrir fundarsetu samkvæmt ákvörðun stjórnar. Allir gildir félagar í FVB geta gefið kost á sér til starfa og opið er fyrir umsóknir til 20. apríl næstkomandi. Við hvetjum sem flesta til að sækja um. Vinsamlega sendið umsókn með ykkar hugmynd um næstu skref, í póstfang okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn FVB hefur að ósk Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis tilnefnt fulltrúa félagsins í þriggja manna prófanefnd bókara næstu fjögur ár sbr. 4. mgr. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald og 1. gr. reglugerðar nr. 535/2012 um próf til viðurkenningar bókara.

Fulltrúi félagsins er Inga Jóna Óskarsdóttir

Varamaður er Magdalega Lára Gestsdóttir

Óskum við þeim velfarnaðar í störfum sínum.

Stjórn FVB

Ágætu félagsmenn

Á aðalfundi FVB í nóvember 2014 voru samþykktar þessar lagabreytingar:

  • 19. gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
  • 15. gr. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert

Stjórn fvb boðar því til aðalfundar FVB 26. mars 2015 kl. 16.30

Ársreikningar félagsins verða þó aðeins síðustu þrír mánuðir ársins 2014 og einnig verður skýrsla formanns og stjórnar mjög stutt í þetta skipti.

Vonumst til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta á fundinn.

Stjórn FVB

Góðan daginn !

Kynningarmyndband The 4 Disciplines of Execution

Kynningarmyndband The 4 Disciplines of Execution

Kynntu þér áhrifaríka og margreynda aðferð við farsæla framkvæmd stefnu og fylgstu með forstjóra Ölgerðarinnar og forstjóra Vodafone lýsa því hvernig stjórnendateymi þeirra hafa nýtt sér 4Dx aðferðafræðina til að bæta árangur.

FranklinCovey hefur á undaförnum áratug þróað skilvirka nálgun til innleiðingar á stefnumótandi breytingum - The 4 Disciplines of Execution.  Expectus og FranklinCovey á Íslandi hafa síðastliðin þrjú ár unnið með íslenskum fyrirtækjum að þjálfun stjórnenda og innleiðingu á aðferðafræðinni.

Við bjóðum stjórnendum og þeim sem bera ábyrgð á árangri fyrirtækja og stofnana að sækja morgunstund til að kynnast þessari áhrifamiklu aðferð við að snúa orðum í athafnir og ná framúrskarandi árangri í rekstri.  Skráning hér!


Andri Þór Guðmundsson, 


forstjóri Ölgerðarinnar
Stefán Sigurðsson,


forstjóri Vodafone


Vertu með okkur 6. mars 2015


4DX bookStund:                Föstudaginn 6. mars 9:00 til 12:00

Staður:               Nordica Hótel, Salur H 

Ráðgjafi:            Kristinn T. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Expectus 

Þátttakendur:     Stjórnendur íslenskra vinnustaða

Verð:                  IKR 19.900

Innifalið:            Metsölubókin The 4 Disciplines of Execution, þriggja tíma 
                          örkynning á aðferðafræði FranklinCovey um 
                          innleiðingu stefnu, tveggja tíma einkafundur með 
                          ráðgjafa í kjölfar námskeiðsins auk aðgangs að ítarefni á
                          sérstakri vefsíðu og morgunverður í upphafi dags.

Skráning:         Nánari upplýsingar og skráning hér.  


Ráðgjafar Expectus hafa unnið með aðferðafræði FranklinCovey við innleiðingu stefnu sl. þrjú ár með athyglisverðum árangri.  Á örnámskeiðinu 6. mars nk. mun Kristinn T. Gunnarsson lýsa þessari áhrifamiklu nálgun með hagnýtum hætti.  

Kristinn, ráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá Expectus, er einn reynslumesti stefnumótunarráðgjafi landsins. Hann hefur leitt á fjórða tug stefnumótunarverkefna og starfað með fjölmörgum af 300 stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, markaðs- og þjónustumála sl. ár auk kennslu við HR. Kristinn er með vottun í 4DX aðferðafræðinni og starfar með teymi FranklinCovey á Norðurlöndunum.   Nánar um Kristinn Tryggva hér. 

Jafnframt munu þeir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone deila reynslusögum af innleiðingu 4Dx í fyrirtækjum sínum og sitja fyrir svörum í lokin.
 


FranklinCovey á Íslandi
Sif 775 7077| This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.| www.franklincovey.is
Áframsenda skeyti