Aðalfundur Fvb verður haldinn 10. nóvember n.k. (sjá viðhengi). Það er mikilvægt að mæta á aðalfund og því væntum við þess að sem flestir láti sjá sig.
Hafa 3 stjórnarmeðlimir ákveðið að láta af störfum. Rannveig Lena, Þórdís og Gyða hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram, eins er þegar ljóst að breytingar verða í endurmenntunarnefndinni. Það er því kjörið tækifæri núna fyrir félagsmenn til að bjóða sig fram í stjórn félagsins eða nefndir og um leið að hafa meiri áhrif á framtíð félagsins en almennur félagsmaður getur gert.
Endilega sendið staðfestingu um mætingu á aðalfundinn sem fyrst á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Sjá viðhengi

Ágætu félagsmenn
Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá stjórn félagsins verður aðalfundur Félags viðurkenndra bókara haldinn þann 10.nóvember n.k.
Sama dag heldur endurmenntunarnefndin námskeið, sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi.Vinsamlega tilkynnið þátttöku ykkar fyrir 6.nóvember á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Ef annar greiðandi er að námskeiðsgjaldi en þátttakandi, eða breyting hefur orðið á heimilisfangi eða öðru hjá félagsmönnum, verður hægt að skrá það á þar til gert eyðublað á námskeiðinu.
Endurmenntunarnefnd

Sjá tilkynningu

Ath. eftir aðalfund eru í boði léttar veitingar og "kántrídanskennsla" í boði skemmtinefndar - grípið því dansskóna með!
Stjórnin
Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara verður haldinn 10. nóvember 2006.
Nánari dagskrá frá endurmenntunarnefnd og stjórn auglýst síðar!
Stjórnin
RSK - Fréttir af tvísköttunarmálum sept 2006. Rúmenia, Kýpur,Grikkland, Austurríki, Króatía, Mexíkó, Suður-Kórea og Úkraína, Slóvenía, Búlgaría, Þýskaland, USA ,Indland. Á ýmsum stigum.
RSK
Sjá frétt

Útbúin hafa verið ný eyðublöð vegna umsókna um vottorð. Þau eru á íslensku og ensku og númer þeirra er rsk. 14.10 (íslenska) og 14.11 (enska). Hægt er að finna þau á rsk.is annars vegar undir "Eyðublöð" og hins vegar "International" Þá eru þau á pappír í afgreiðslunni.
 

Sjá neðar - auglýsingu!
 

 

Reikningsskiladagur FLE (Félag löggiltra endurskoðenda) verður haldinn föstudaginn 22. september nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Ráðstefnan er "opin" þeim sem áhuga hafa á að sækja hana.
Skráning er hafin hér á skrifstofu FLE tölvupóstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 568 8118 eða fax 568 8139
Tilkynna þarf: Nafn þátttakanda, síma, starfsstofu, heimilisfang og kennitölu greiðanda.
Dagskrá
 

Föstudaginn 15. september nk. kl.17:30 -19:30 munum við hittast og skemmta okkur saman,  minnug þess skv. 4 lið um tilgang félagsins “að vera vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna”.
Fyrirtækið Maritech mun bjóða upp á léttar veitingar (áfengar og óáfengar) og puttamat, en ennfremur munu þeir verða með fyrirtækjakynningu. Einnig mun Helga Jónsdóttir hjá IMG/Capacent koma og ræða stöðu bókarans á markaðnum – framboð og eftirspurn. Rúsínan í pylsuendanum verður svo heimsókn Helgu Braga – en sú skemmtilega kona mun fara yfir hvernig við getum átt góð samskipti við hvort annað, viðskiptavini okkar og samstarfsmenn.
Sjáumst hress
Stjórn FVB
sjá auglýsingu

RU-Símennt - 72 nýnemar að hefja réttindanámið í dag, og óskum við þeim góðs gengis á næstu vikum og mánuðum, en munu þeir þá væntalega fylla hóp okkar viðurkenndra bókara við útskrift í janúarmánuði 2007.