Kæru félagsmenn,
launakönnun FVB 2014 stendur nú yfir. Allir félagsmenn hafa fengið sendan tölvupóst með slóð á könnunina og er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt.
Ef þið hafið ekki fengið tölvupóstinn þá gæti verið ráð að kíkja í ruslpóstsíuna og athuga hvort pósturinn hafi lent þar. Ef þið notið Gmail, þá getur verið sniðugt að kíkja í Updates-flipann.
Eins getur verið að netfangið sé rangt skráð í félagaskránni og eru allir félagsmenn hvattir til að ganga úr skugga um það.
Netfang sendanda birtist sem "This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. via surveymonkey.com" svo hægt er að leita eftir því.
Ef þið hafið einhverjar spurningar um könnunina eða finnið ekki tölvupóstinn, sendið þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
með kveðju,
Vefstjóri FVB
Febrúarráðstefna Félags viðurkenndra bókara
föstudaginn 14.feb 2014
Ráðstefna
Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Salur: Þingsalur 2 & 3.
Verð kr 8.500,- fyrir félagsmenn og kr 16.000,- fyrir þátttakendur utan félags.
Innifalið er kaffi og meðlæti, hádegismatur og fyrirlestrar.
Námskeiðið gefur 15 einingar.
Dagskrá:
09:00 – 09:05 Setning ráðstefnu
09:05 – 10:35 Gerð fjárhagsáætlana. Páll Kr. Pálsson frá Skyggni ehf
10:35 – 10:50 Kaffihlé
10:50 – 11:10 Breytingar á reglum um starfsmenntastyrk VR. Sólveig Snæbjörnsdóttir frá VR
11:10 – 12:10 Kulnun. Orsakir, einkenni og úrræði.
Björn Vernharðsson frá Hugfari sf
12:10 – 13:10 Hádegishlé
13:10 – 14:10 Mismunandi félagsform, hf-ehf-sf-slf-slhf
Friðgeir Sigurðsson frá PWC
14:10 – 15:10 Húmor og gleði á vinnustað - dauðans alvara.
Edda Björgvinsdóttir
15:10 – 15:25 Kaffihlé
15:25 – 16:30 Skattalagabreytingar. Fulltrúi frá RSK
Hótel Reykjavík Natura getur boðið eftirfarandi verð í gistingu 14-15 febrúar:
Tveggja manna herbergi 15.210 kr m/afslætti
Einstaklings herbergi 13.410 kr m/afslætti
Félag viðurkenndra bókara | Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími: 691 9515 | Opnunartími skrifstofu | fvb@fvb.is | Vefstjóri: vefstjori@fvb.is