Vegna mikillar ánægju með síðasta námskeið um virðisaukaskatt sem Soffía var með 7.janúar bjóðum við nú:

Virðisaukaskattur - FasteignirATH. Námskeiðið verður líka sent út með fjarfundarbúnaði á landsbyggðina ef næg þáttaka fæst á hverjum stað.Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 70

Þriðjudaginn 11.mars  2014 frá kl. 17.00 – 19.30.Fyrirlesari verður  Soffía Björgvinsdóttir frá KPMG

Efni námskeiðsins er :

Virðisaukaskattur – Fasteignir.Verð: kr. 3.000, - fyrir félagsmenn

Kr. 6.000,- fyrir utanfélagsmennInnifalið námskeið námsgögn og kaffi í kaffihlé.Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.Skráning er á vef FVB fyrir þriðjudaginn 4.mars  og athugið að fjöldi þátttakanda takmarkast af stærð salarins.Fræðslunefndin


Febrúarráðstefna Félags viðurkenndra bókara

föstudaginn 14.feb 2014

Ráðstefna

Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Salur: Þingsalur 2 & 3.

Verð kr 8.500,- fyrir félagsmenn og kr 16.000,- fyrir þátttakendur utan félags.

Innifalið er kaffi og meðlæti, hádegismatur og fyrirlestrar.

Námskeiðið gefur 15 einingar.

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Setning ráðstefnu

09:05 – 10:35  Gerð fjárhagsáætlana.  Páll Kr. Pálsson frá Skyggni ehf

10:35 – 10:50  Kaffihlé

10:50 – 11:10  Breytingar á reglum um starfsmenntastyrk VR.  Sólveig Snæbjörnsdóttir frá VR

11:10 – 12:10  Kulnun. Orsakir, einkenni og úrræði.

Björn Vernharðsson frá Hugfari sf

12:10 – 13:10  Hádegishlé

13:10 – 14:10  Mismunandi félagsform, hf-ehf-sf-slf-slhf

Friðgeir Sigurðsson frá PWC

14:10 – 15:10  Húmor og gleði á vinnustað - dauðans alvara.

Edda Björgvinsdóttir

15:10 – 15:25  Kaffihlé

15:25 – 16:30  Skattalagabreytingar.  Fulltrúi frá RSK

Hótel Reykjavík Natura getur boðið eftirfarandi verð í gistingu 14-15 febrúar:

Tveggja manna herbergi 15.210 kr m/afslætti
Einstaklings herbergi 13.410 kr m/afslætti

Skattadagur Deloitte

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB

Virðisaukaskattur

 „Hvað getur farið úrskeiðis“

ATH. Námskeiðið verður líka sent út með fjarfundarbúnaði á landsbyggðina ef næg þáttaka fæst á hverjum stað.

Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7

þriðjudaginn 7.janúar 2014 frá kl. 17.00 – 19.30.

Fyrirlesari er Soffía Björgvinsdóttir frá KPMG

Verð: kr. 3.000 - fyrir félagsmenn

Kr. 5.000 - fyrir utanfélagsmenn

Innifalið námskeið, námsgögn og kaffi í kaffihlé.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB fyrir fimmtudaginn 2.jan  og athugið að fjöldi þátttakanda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Ágætu félagsmenn

Á dagskrá síðasta aðalfundar félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn voru lagðar fram lagabreytingar ásamt öðrum venjulegum aðalfundarstörfum.  Því miður var auglýstur fundartími aðalfundar liðinn þegar kynningu lagabreytinga var lokið.  Kom þá fram sú tillaga að fresta umræðum og atkvæðagreiðslu um lagabreytingarnar og var sú tillaga samþykkt.  Því liggur fyrir að klára umfjöllun og atkvæðagreiðslu um lagabreytingar sem lagðar voru fram á aðalfundi.  

Stjórn félagsins hefur því ákveðið að framhalds aðalfundur verði haldinn 16. janúar 2014.  Þar verða lagabreytingar kynntar aftur ásamt umræðum og atkvæðagreiðslu.  Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér lagabreytingarnar fyrir fundinn og vera tilbúnir til málefnalegrar umræðu.  Þótt lagabreytingar hafi verið sendar út til félagsmanna  í lok október fyrir aðalfund munum þær verða sendar félagsmönnum aftur í lok desember til skoðunar.

Sem nýr formaður félagsins hvet ég félagsmenn eindregið til að mæta á fundinn 16. janúar og hafa áhrif á lög og starfssemi félagsins.

Með bestu kveðjum

Halldóra Björk

Góðan dag,
 
Í næstu viku verður haldið námskeið sem ber heitið IFRS breytingar. Samkvæmt dagskránni átti að halda námskeiðið 3. desember en viljum benda á að það er búið að færa það til fimmtudagsins 5. desember. Námskeiðið verður haldið í Turninum á 9 hæð frá kl.9:00-10:30.
 
Námskeiðið mun fjalla um helstu breytingar sem gerðar hafa verið á Alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hafa áhrif á reikningsskil félaga fyrir árið 2013 og síðar. Einnig verður farið yfir helstu verkefni sem unnið er að innan IASB og möguleg áhrif þeirra á reikningsskil félaga.
 
 
Að lokum viljum við benda á að námskeiðið Skattlagning og framtalsskil þrotabúa þann 6. desember hefur því miður verið frestað um ókominn tíma. Nánari upplýsingar verða sendar síðar ef námskeiðið verður haldið fljótlega á nýju ári.
 
Vinsamlegat tilkynntu skráningu á IFRS breytingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námskeið Rafrænir Reikningar

Námskeið hjá KPMG  
KPMG heldur á næstunni námskeið í reikningsskilum, endurskoðun, skattskilum og Excel. Námskeiðin eru opin öllum og henta mjög vel stjórnarmönnum, fjármálastjórum, starfsfólki í reikningshaldsdeildum, nefndarmönnum í endurskoðunarnefndum, sem og ytri og innri endurskoðendum.Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum endurmenntunareiningar í reikningsskilum, endurskoðun, skatta- og félagarétti og siðareglum hjá Félagi löggildra endurskoðenda (FLE).Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 4. nóvember 2013 til 10. janúar 2014 í húsakynnum KPMG, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, sem hér segir: Námskeið í reikningsskilum: 
Dags. Heiti Tími Verð
4. nóv. Framsetning reikningsskila samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) 9:00-11:00 10.900 kr.
5. nóv. Verðmat í tengslum við gerð reikningsskila 9:00-12:00 15.900 kr.
13. nóv. IFRS 101 - Grunnnámskeið um alþjóðlega reikningsskilastaðla 9:00-12:00 15.900 kr.
20. nóv. Nýir staðlar og breytingar á stöðlum (IFRS Reminder) 9:00-12:00 15.900 kr.
27. nóv. Lestur og túlkun ársreikninga 9:00-12:00 15.900 kr.
4. des. Ársreikningalög 9:00-12:00 15.900 kr.
11. des. Skil á bókhaldi til endurskoðanda 9:00-11:00 10.900 kr.
16. des.
og
17. des.
IFRS 102 - Ítarlegt námskeið um alþjóðlega reikningsskilastaðla - Dagur 1IFRS 102 - Ítarlegt námskeið um alþjóðlega reikningsskilastaðla - Dagur 2 9:00-12:009:00-12:00

29.900 kr.
10. jan. Bókhald og launavinnsla 9:00-12:00 4.900 kr.

Námskeið í endurskoðun: 
Dags. Heiti Tími Verð
3. des. Innra eftirlit og sviksemi 9:00-12:00 15.900 kr.
10. des. Endurskoðunarferillinn 8:30-12:30 20.900 kr.

Námskeið í skattskilum: 
Dags. Heiti Tími Verð
19. nóv. Virðisaukaskattur - Frjáls og sérstök skráning atvinnuhúsnæðis - utanumhald á leiðréttingarskyldu virðisaukaskatts 9:00-11:30 12.900 kr.
29. nóv. Tekjuskattsskuldbinding og samsköttun 9:00-12:00 15.900 kr.

Námskeið í Excel: 
Dags. Heiti Tími Verð
14. nóv. Excel I 9:00-12:00 15.900 kr.
15. nóv. Excel II 9:00-12:00 15.900 kr.

Kennarar: sérfræðingar KPMG á Íslandi.
Hámarksfjöldi: 29 þátttakendur á hvert námskeið.
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið (verði heildarfjöldi þátttakenda undir 10 áskilur KPMG sér rétt til að fella viðkomandi námskeið niður).
Námskeiðsgögn fylgja, en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku.
Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.

Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.Skráning fer fram á heimasíðu KPMG. Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangiThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Upp


Námskeiðslýsingar

Mánudagur 4. nóvember 2013Framsetning reikningsskila samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)
Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis atriði varðandi flokkun og framsetningu í rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu, efnahagsreikningi, eiginfjáryfirliti og skýringum samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 1 Framsetning reikningsskila. Námskeiðið gefur 2 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Þriðjudagur 5. nóvember 2013Verðmat í tengslum við gerð reikningsskila
Á námskeiðinu verður farið yfir þær kröfur sem reikningsskilareglur (íslenskar og alþjóðlegar) gera um framkvæmd verðmats þegar meta skal eign eða skuld til gangvirðis. Er þá helst horft til þeirra viðmiða sem sett eru fram í alþjóðlegum reikningsskilastaðli IFRS 13 um mat á gangvirði en einnig verður horft til annarra staðla þar sem unnið er eftir öðrum reglum eins og t.d. við framkvæmd virðisrýrnunarprófa. Þátttakendur fá innsýn í hvaða aðferðarfræði þykir henta við mat á mismunandi eignum og skuldum og verður farið yfir raunhæf dæmi um mat á gangvirði. Helstu atriði sem farið verður yfir eru gangvirðismat á fastafjármunum, eignarhlutum í félögum, helstu tegundum afleiða, fjárfestingareignum, skuldum og skuldbindingum, sem og virðisrýrnunarpróf.Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Miðvikudagur 13. nóvember 2013IFRS 101 - Grunnnámskeið í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
Á námskeiðinu verður farið með einföldum hætti yfir helstu reglur alþjóðlegra reikningsskilastaðla. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja kynna sér eða rifja upp helstu reglur alþjóðlegra reikningsskilastaðla á einfaldan og hnitmiðaðan hátt, svo sem stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og nefndarmenn í endurskoðunarnefndum.Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Fimmtudagur 14. nóvember 2013Excel I
Námskeiðið er fyrir þá sem notfæra sér Excel, en finnst þeim oft þurfa að fara langa leið að lausn vandamála og eyða miklum tíma í samantekt á gögnum. Miðað er við að fólk hafi grunnskilning á Excel og hafi notað forritið áður. Námskeiðið er einfaldara yfirferðar en Excel II námskeiðið. Farið er hægar yfir og meiri tíma eytt í útskýringar.Ásamt því að fara yfir fyrirspurnir frá nemendum verður farið yfir Excel vinnuumhverfið og hvernig hægt er að sérsníða það að nemendunum og þeirra vinnu. Farið verður yfir uppbyggingu formúla með föstum og afstæðum tilvísunum og ýtarlega yfir valdar formúlur t.d. if, sumif, left, right, index, match, vlookup ásamt fleiri formúlum með og án eftirfarandi skilyrða , &, * og ?.Að loknu námskeiði fá nemendur lausnarskjal þar sem hægt er að rifja upp allt sem fór fram í námskeiðinu ásamt fjölda annarra aðgerða sem ekki var farið yfir.Námskeiðið gefur ekki FLE einingar.

Upp


Föstudagur 15. nóvember 2013Excel II
Námskeiðið er fyrir þá sem vinna mikið með Excel og langar að geta nýtt sér möguleika þess enn betur. Á námskeiðinu verður farið yfir þær reikniaðgerðir og formúlur sem hvað mest eru notaðar í almennri Excel-vinnslu. Hver reikniaðgerð er útskýrð og farið yfir hvernig hægt er að hámarka notkunargildi hverrar formúlu. Námskeiðið jafngildir hraðari yfirferð yfir Excel I námskeiðið, auk þess sem farið er yfir viðbótaratriði sem snúa að aðgerðum í Excel, svo sem hvernig á að fjarlægja endurtekningar í reitum, hvernig á að verja skrár með lykilorðum, búa til valmyndir, farið yfir valkvæða útlitshönnun (e. conditional formatting) og pivot töflur ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum, flýtilyklum og formúlum sem sparað geta mikinn tíma.Að loknu námskeiði fá nemendur lausnarskjal þar sem hægt er að rifja upp allt sem fór fram í námskeiðinu ásamt fjölda annarra aðgerða sem ekki var farið yfir.Námskeiðið gefur ekki FLE einingar.

Upp


Þriðjudagur 19. nóvember 2013Virðisaukaskattur - Frjáls og sérstök skráning atvinnuhúsnæðis - utanumhald á leiðréttingarskyldu virðisaukaskatts
Á námskeiðinu verður farið yfir valkvæðu skráningarnar sem gilda um byggingu (sérstök skráning) og útleigu (frjáls skráning) atvinnuhúsnæðis í samræmi við reglugerð nr. 577/1989. Farið verður yfir helstu reglur sem gilda um skráningarnar, hvað fer oft úrskeiðis og hvernig á að leysa málin þegar þau eru komin í hnút. Jafnframt verður farið yfir utanumhald leiðréttingarskyldunnar sem myndast hjá aðilum sem byggja, endurbæta eða viðhalda atvinnuhúsnæði og nýta innskatt vegna þessa hvort sem það er í sérstakri skráningu, frjálsri skráningu eða í eigin virðisaukaskattsskyldri starfssemi. Sýnt verður líkan sem var sérstaklega hannað til að halda utanum stöðu leiðréttingarskyldunnar á einfaldan og þægilegan hátt. Námskeiðið gefur 2,5 FLE einingar í flokknum skatta- og félagaréttur.

Upp


Miðvikudagur 20. nóvember 2013Nýir staðlar og breytingar á stöðlum (IFRS Reminder)
Á námskeiðinu verður farið í stuttu máli yfir nýja reikningsskilastaðla, breytingar á stöðlum, drög að nýjum stöðlum og fyrirhugaðar breytingar á stöðlum. Farið verður yfir eftirfarandi:

 • Nýja staðla og breytingar á stöðlum sem tóku gildi innan Evrópusambandsins frá og með reikningsárinu 2013: IFRS 13Mat á gangvirði, IAS 1 - Framsetning liða í annarri heildarafkomu, IFRS 7 - Jöfnun fjáreigna og fjárskulda;
 • Nýja staðla og breytingar á stöðlum sem munu taka gildi innan Evrópusambandsins frá og með reikningsárinu 2014: IFRS 10Samstæðureikningar, IFRS 11 Fyrirkomulag um samrekstur, IFRS 12 Upplýsingagjöf um hagsmuni í öðrum félögum, IAS 27Aðgreindir reikningar, IAS 28 Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og samrekstrarfélögum, IAS 32 Jöfnun fjáreigna og fjárskuldaog IFRIC 21 Álögur;
 • Nýja staðla og breytingar á stöðlum sem munu taka gildi eftir reikningsárið 2014: IFRS 9 Fjármálagerningar;
 • Drög að nýjum stöðlum/reglum um virðisrýrnun fjáreigna, áhættuvarnarreikningskil og leigusamninga;
 • Stöðu annarra opinna verkefna hjá IASB og IFRS Interpretations Committee.
Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Upp


Miðvikudagur 27. nóvember 2013Lestur og túlkun ársreikninga
Grunnnámskeið þar sem farið verður yfir grunnhugtök í reikningshaldi, uppbyggingu ársreikninga og samhengi fjárhagsyfirlita, sjóðstreymi og skýringar, auk þess sem fjallað verður um kennitölur.Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Föstudagur 29. nóvember 2013Tekjuskattsskuldbinding og samsköttun
Á námskeiðinu verður farið yfir útreikning á tekjuskattsskuldbindingu (-eign) og færslu tekjuskatts í ársreikning. Einnig verður farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við útreikning á tekjuskatti og við mat á eignfærslu skatteignar. Kynntar verða reglur um samsköttun ásamt útreikningum á áhrifum samsköttunar og færslur vegna þessa í bókhald. Einnig verður farið yfir gerð skattframtals m.t.t. útreikninga á sköttum og samsköttunar.Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum skatta- og félagaréttur.

Upp


Þriðjudagur 3. desember 2013Innra eftirlit og sviksemi
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áherslur við uppbyggingu innra eftirlits í viðskiptaferlum og tengdum viðskiptakerfum. Hverjar eru áhætturnar og hvaða atriði þarf að hafa í huga við skipulagningu og uppbyggingu á virku innra eftirliti. Rætt verður um sviksemisáhættu bæði er varðar sviksemi í reikningsskilum og misnotkun eigna og hvernig hægt er að sporna við. Námskeiðið hentar vel fyrir fjármálastjóra, stjórnendur og aðra sem koma að uppbyggingu á innra eftirliti.Námskeiðið gefur 2 FLE einingar í flokknum endurskoðun og 1 FLE einingu í siðareglum og faglegum gildum.

Upp


Miðvikudagur 4. desember 2013Ársreikningalög 
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja rifja upp helstu reglur ársreikningalaga á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Þriðjudagur 10. desember 2013 Endurskoðunarferillinn 
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði alþjóðlegra endurskoðunarstaðla (ISA) og þau tengd við feril endurskoðunar. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja kynna sér og/eða rifja upp meginatriði alþjóðlegu endurskoðunarstaðlanna á einfaldan og hnitmiðaðan hátt, svo sem fjármálastjóra, stjórnarmenn og nefndarmenn í endurskoðunarnefndum.Námskeiðið gefur 4 FLE einingar í flokknum endurskoðun. 

Upp


Miðvikudagur 11. desember 2013Skil á bókhaldi til endurskoðanda
Á námskeiðinu er fjallað um hvernig best er að skila bókhaldi til endurskoðanda. Hentar helst þeim sem eru með óendurskoðaða ársreikninga en einnig þeim sem fá endurskoðunaráritun. Farið verður yfir hvaða gögnum þarf að skila til endurskoðandans, hvaða liðir ættu að vera afstemmdir og hvernig er hægt að lágmarka kostnað við gerð ársreiknings og skattframtals.Námskeiðið gefur 2 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Mánudagur 16. desember og þriðjudagur 17. desember 2013IFRS 102 - Ítarlegt námskeið um alþjóðlega reikningsskilastaðla
(6 klst. námskeið sem kennt er í tveimur hlutum)
Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir reglur um mat og færslu birgða, rekstrarfjármuna, leigusamninga og fjármálagerninga, svo sem hlutabréfa og skuldabréfa o.fl., með áherslu á sýnidæmi og útreikninga. Umfjöllun um viðfangsefnin sem tekin verða fyrir á þessu námskeiði verður ítarlegri en á námskeiðinu IFRS 101 - Grunnnámskeið í alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.Námskeiðið gefur 6 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál. 

Upp


Föstudagur 10. janúar 2014Bókhald og launavinnsla
Á námskeiðinu verður farið yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar byrjað er í rekstri:

 • Skráning á virðisaukaskattsskrá og meðferð og skil á virðisaukaskatti.
 • Hvað er VSK-skylt og hvað má innskatta í rekstri.
 • Hvað eru bókhaldsgögn og hvernig haldið er utan um gögnin.
 • Val á bókhaldskerfi og hvað þarf að hafa í huga.
 • Fjallað verður um skyldur launagreiðenda og hvernig við reiknum út laun.
 • Útskýrður munurinn á reiknuðu endurgjaldi og launum.

Hentar þeim sem eru að byrja með rekstur.Námskeiðið gefur 3 FLE einingar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Upp


Kæru félagsmenn

Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara verður haldinn 15. nóvember 2013 á

Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Víkingasalir kl. 16:15

Sjá nánari auglýsingu á heimasíðu félagsins www.fvb.is

Meðfylgjandi eru tillögur að lagabreytingum fyrir fvb og einnig fyrir laga-, samskipta- og aganefnd sem verða lagðar fyrir á aðalfundinum 15. nóvember n.k.

Vinsamlega farið vel yfir þær svo greiðlega gangi að greiða atkvæði á aðalfundi. Ef um breytingartillögur er að ræða þurfa þær að berast skriflega til fundarstjóra á fundinum

áður en fundurinn hefst.

Á aðalfundinum undir önnur mál verða lagðar fyrir 3 tillögur um starfsheiti viðurkenndra bókara á ensku og mun meirihluti atkvæða ráða úrslitum.

 • Certified Book-keeper
 • Certified accountant
 • Accredited book-keeper

Með bestu kveðju

Fyrir hönd stjórnar, laga-, samskipta- og aganefndar

Júlía Björg Sigurbergsdóttir

Halldóra Björk Jónsdóttir

Magdalena Lára Gestsdóttir

Nanna G. Waage Marínósdóttir

Dagmar Elín Sigurðardóttir

Lög og reglur lokabreytingar

Lög og reglur samskipta og agareglur breytingar