Næsta námskeið fræðslunefndar FVB

Outlook tímastjórnun.

 

Námskeiðið verður sent út á Akureyri

Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 ( Salur : Elja )

Þriðjudaginn 3. Sept. 2013 frá kl. 17.00 – 19.30.

 

Fyrirlesari verður  Sigurður Jónsson  frá Tölvu og verkfræðiþjónustunni

Efni námskeiðsins er :

Outlook tímastjórnun

Verð: kr. 3500, - fyrir félagsmenn

Kr. 5500,- fyrir utanfélagsmenn

Innifalið námskeið námsgögn og kaffi í kaffihlé.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB fyrir þriðjudaginn 27.ágúst  og athugið að fjöldi þáttakanda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Námskeið

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB verður í VR salnum mánudaginn

6. maí 2013 frá kl. 17.00 – 20.00.

Lúðvík Þráinsson  endurskoðandi frá Deloitte  verður fyrirlesari að þessu sinni.

Efni námskeiðsins er :

Skattskil rekstraraðila RSK 1.04

Verð: kr. 3500, - fyrir félagsmenn

Kr. 5500,- fyrir utanfélagsmenn

Innifalið námskeið og veitingar í kaffihlé.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

VR salurinn – jarðhæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7

Skráning er á vef FVB fyrir fimmtudaginn 2.maí  og athugið að fjöldi þáttakanda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Vegna mikilla anna vantar okkur hjá Promennt kennara til kennslu í bókhaldi. Smelltu hér til að skoða auglýsinguna

Fyrsta námskeið FVB á nýju ári 

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB verður í VR salnum fimmtudaginn

17. janúar 2013 frá kl. 17.00 – 19.30.

Lúðvík Þráinsson  endurskoðandi frá Deloitte  verður fyrirlesari að þessu sinni.

Efni námskeiðsins er :

Sjóðstreymi

Síðan verður eitthvað farið í tekjuskattsskuldbindinguna.

Gott er að hafa tölvu meðferðis en ekki nauðsynlegt.

Verð: kr. 3000, - fyrir félagsmenn

Kr. 5000,- fyrir utanfélagsmenn

Innifalið námskeið og veitingar í kaffihlé.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

VR salurinn – jarðhæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7

Skráning er á vef FVB fyrir 14.janúar  og athugið að fjöldi þáttakanda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Ráðstefna félags bókhaldsstofa verður haldin í Kríunesi 9.-10. nóvember 2012

Dagskrá

Pöntunarblað

Námskeið

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB verður í VR salnum, þriðjudaginn 16. október 2012 frá kl. 17.00 – 19.30

Fyrirlesari verður Guðrún Björg Bragadóttir,

sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG

Efni námskeiðsins er:

Skattskylda manna heima og að heiman.

Skattlagning launa erlendra manna vegna vinnu á Íslandi og skattlagning erlendra launa Íslendinga.

Farið verður inná hvenær erlendum mönnum ber skylda til að greiða tekjuskatt á Íslandi. Skoðaðir verða tvísköttunarsamningar í því samhengi. Erlendir verktakar á Íslandi og útibú erlendra félaga á Íslandi og hvenær þeim ber skylda til að skrá sig á virðisaukaskattsskrá.  

Einnig fjallað um skattlagningu erlendra launa aðila sem eru með lögheimili á Íslandi.  M.a. fjallað um möguleika Íslendinga að halda sér inni í íslenska almannatryggingarkerfinu þrátt fyrir atvinnu erlendis.

                Verð:    kr. 3000,- fyrir félagsmenn.

kr. 5.000,- fyrir utanfélagsmenn. 

Innifalið námskeið og veitingar í kaffihléi.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

VR salurinn - fyrstu hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Skráning er á vef FVB fyrir 14. október og athugið að fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Til endurskoðenda, bókhaldsstofa og viðurkenndra bókara.


Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja síðasta skilafrest á lögaðilaframtölum framtalsársins 2012, vegna rekstrar á árinu 2011 til og með miðvikudagsins 20. september 2012.

Frestur þessi er einvörðungu fyrir þá sem atvinnu hafa af framtalsgerð.

Þótt formlegum fresti ljúki 20. september 2012 verður leitast við að taka við innsendum framtölum eftir þann tíma, eins og tök verða á, enda standist þau skoðun.

Ríkisskattstjóri fer eindregið fram á að framtölum sé skilað jafnóðum og lokið sé við gerð þeirra. Óskað er eftir endurskoðendur og bókarar sýni nauðsyn þessari skilning og sendi framtöl inn svo fljótt sem unnt er.

Daganna 21. og 22. september 2012 mun ríkisskattstjóra birta auglýsingu um að allir frestir til að skila framtölum séu liðnir.Kveðja / Regards
Skúli Eggert Þórðarson

Ráðinn hefur verið til starfa fyrir félagið, Margrét V. Friðþjófsdóttir og mun hún gegna starfi skrifstofustjóra.

Margrét útskrifaðist sem viðurkenndur  bókari árið 2008 og hefur starfað með fræðslunefnd félagsins og situr jafnframt í stjórn. Einnig hefur hún víðtæka reynslu af bókhaldsstörfum og ýmsum félagsstörfum.  Með því að þiggja starfið hjá okkur hefur hún sagt sig úr stjórn félagsins og mun varamaður  stjórnar Jóhann Jóhannsson sinna hennar starfi fram að næsta aðalfundi í nóvember.

Margrét mun hefja störf hjá okkur í ágúst að sumarfríum loknum.

Við bjóðum Margréti velkomna til starfa.

Fyrir hönd stjórnar

Júlía Sigurbergsdóttir, formaður

Kæru félagsmenn

Við biðjum hér með þá félagsmenn sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin vegna 2012 að ganga frá þeim fyrir 15. júní n.k. Nú fer senn að líða að því að félagsspjöldin verða send út fyrir næsta ár og verður tekið mið af þeim sem hafa greitt félagsgjöldin á þeim tíma.

Kveðja

fyrir hönd stjórnar

Júlia Sigurbergsdóttir