Ráðinn hefur verið til starfa fyrir félagið, Margrét V. Friðþjófsdóttir og mun hún gegna starfi skrifstofustjóra.

Margrét útskrifaðist sem viðurkenndur  bókari árið 2008 og hefur starfað með fræðslunefnd félagsins og situr jafnframt í stjórn. Einnig hefur hún víðtæka reynslu af bókhaldsstörfum og ýmsum félagsstörfum.  Með því að þiggja starfið hjá okkur hefur hún sagt sig úr stjórn félagsins og mun varamaður  stjórnar Jóhann Jóhannsson sinna hennar starfi fram að næsta aðalfundi í nóvember.

Margrét mun hefja störf hjá okkur í ágúst að sumarfríum loknum.

Við bjóðum Margréti velkomna til starfa.

Fyrir hönd stjórnar

Júlía Sigurbergsdóttir, formaður

Kæru félagsmenn

Við biðjum hér með þá félagsmenn sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin vegna 2012 að ganga frá þeim fyrir 15. júní n.k. Nú fer senn að líða að því að félagsspjöldin verða send út fyrir næsta ár og verður tekið mið af þeim sem hafa greitt félagsgjöldin á þeim tíma.

Kveðja

fyrir hönd stjórnar

Júlia Sigurbergsdóttir

Ágæti félagsmaður

Hefur þú áhuga á að sækja námskeið um  þjónustustjórnun sem áætlað er að halda 8. maí ?

Þar sem fáir hafa enn ákveðið að mæta getur verið að við þurfum að fella námskeiðið niður.

Ákvörðun þar að lútandi verðum við að taka ekki seinna en kl. 14.00  föstudaginn 4. maí

Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði viljum við biðja þig að skrá þig sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki mikilvæg atriði í þjónustu og samskiptum við óánægða viðskiptavini. Þarft námskeið fyrir okkur bókara sem oftar en ekki erum í þjónustuhlutverki  hvort sem er beint við viðskiptavini okkar, aðrar deildir innan fyrirtækisins, eigendur eða yfirmenn.

Staður og stund

Þriðjudaginn 8. maí 2012 frá kl. 17.00 – 19.30

Reykjavík – Framvegis, Skeifunni 11b, 3 hæð.

Akureyri – Símey,   Þórstíg 4, í fjarkennslu

Verð kr. 3.000,- innifalið námskeið og veitingar

Gefur 3 endurmenntunareiningar

Námskeið

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB verður

þriðjudaginn 8. maí 2012 frá kl. 17.00 – 19.30

Reykjavík – Framvegis, Skeifunni 11b, 3 hæð.

Akureyri – Símey,   Þórstíg 4, í fjarkennslu

Margrét Reynisdóttir, M.sc. í stjórnun og stefnumótun

 verður fyrirlesarinn að þessu sinni.

Efni námskeiðsins er: Þjónustustjórnun

Megináhersla er lögð á hvernig góð þjónusta byggir á sjálfstrausti og góðum samskiptum.  Greint frá mikilvægum atriðum í þjónustu. Hvernig á að taka á “erfiðum” viðskiptavinum og hvernig hægt er að snúa kvörtunum upp í tækifæri til jákvæðra úrbóta

Námskeið

þriðjudaginn 8. maí 2012 frá kl. 17.00 – 19.30

Reykjavík – Framvegis, Skeifunni 11b, 3 hæð.

Akureyri – Símey,   Þórstíg 4, í fjarkennslu

Fyrirlesari :Margrét Reynisdóttir, M.sc. í stjórnun og stefnumótun

Efni námskeiðsins er: Þjónustustjórnun

Megináhersla er lögð á hvernig góð þjónusta byggir á sjálfstrausti og góðum samskiptum.  Greint frá mikilvægum atriðum í þjónustu. Hvernig á að taka á “erfiðum” viðskiptavinum og hvernig hægt er að snúa kvörtunum upp í tækifæri til jákvæðra úrbóta

Verð kr. 3.000,- fyrir félagsmenn og kr. 5.000,- fyrir utanfélagsmenn. 

Innifalið námskeið og veitingar í kaffihléi.

Námskeiðið gefur þrjá endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB fyrir 6. maí  og athugið að fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð kennslustofanna.

Fræðslunefndin

 Námskeið

Næsta námskeið fræðslunefndar FVB verður í VR salnum, þriðjudaginn 17. apríl 2012 frá kl. 17.00 – 19.30

Sigurður Jónsson hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni

 verður fyrirlesarinn að þessu sinni.

Efnið námskeiðsins er:

Office pakkinn - farið yfir nýja ásýnd 2010.

Kynning á helstu breytingum sem urðu frá 2003/2007.

Nú eru flipar með hnöppum þar sem áður voru valmyndir

Gott að vera með tölvu meðferðis en ekki nauðsynlegt.

                Verð:    kr. 2.500,- fyrir félagsmenn.

kr. 5.000,- fyrir utanfélagsmenn. 

Innifalið námskeið og veitingar í kaffihléi.

Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.

VR salurinn - fyrstu hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Skráning er á vef FVB fyrir 13. apríl og athugið að fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Ráðstefna félags bókhaldsstofa verður haldin á Grand hótel þann 2 og 3 mars 2012

Sjá dagskrá .hér og skráningu hér.

Viðurkenndir bókarar í FVB geta nú fengið frían aðgang að Netbókhald.is fyrir sig og 25% afslátt fyrir viðskiptavini sína (sjá tilboð fyrir neðan).

Fyrsta námskeið ársins  - Námskeiðið er fullbókað

Fyrsta námskeið FVB árið 2012 verður í VR salnum, þriðjudaginn 17. jan. 2012 frá kl. 17.00 – 19.30

Lestur og greining ársreikninga

Margret G. Flóvenz, endurskoðandi KPMG

Ábyrgð stjórnarmanna

Ása Kristín Óskarsdóttir, lögfræðingur KPMG

Verð er kr. 3000,- fyrir félagsmenn og kr. 4.500,- fyrir utanfélagsmenn.  Innifalið námskeið og veitingar í kaffihléi.

Skráning er á vef FVB og síðasti skráningardagur er 15. jan Athugið að fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

VR salurinn – 1 hæð Húsi verslunarinnar

Fræðslunefndin

jolakvedja08_2_