Dagsetning: 2019-03-22 

  Tími frá: 16:00   - 19:00

  Staðsetning: Grand Hotel Reykjavík - Gallerí, Sigtúni 38, 105 Reykjavík 

    

  Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins 

  Síðasti skráningardagur: 2019-03-21 

  Lýsing

  Aðalfundur Félags viðurkenndra bókara verður haldinn 22.mars 2019 kl. 16.00 á Grand Hótel - salur Gallerí og hefst með eftirfarandi námskeiði.

   Dagsetning: 2019-01-24 

   Tími frá: 08:30   - 10:30

   Staðsetning: Grand Hotel - Hvammur, Sigtúni 38, 105 Reykjavík 

     

   Verð: 2.800 

   Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins 

   Síðasti skráningardagur: 2019-01-23 

   Lýsing

   Janúar námskeið 2019 hjá fræslunefnd FVB   Skattalagabreytingar, peningaþvætti ofl. nýtt hjá Ríkisskattstjóra   ATH. námskeiðið verður sent út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina ef lágmars þátttaka næst.

   Námskeiði verður haldið á Grand Hótel – Hvammur

   Fimmtudaginn 24. janúar 2019 kl. 8.30-10.30

   Námskeiðsefni:   kl. 8.30 til 9.00 Glæsilegt morgunverðahlaðborð að hætti Grand hótels.

   Kl. 9.00-10.30 Starfsmenn frá Ríkisskattstjóra, Óskar Albertsson, Eiríkur Ragnarsson og Elín Anna Arthursdóttir kynna nýjustu skattalagabreytingarnar, kynning á nýju verkefni hjá RSK skráning og eftirlit í tengslum við peningaþvætti ásamt fleira nýju hjá RSK.   Verð fyrir félagsmenn er kr. 2.800.- aðrir greiða kr. 3.800.-  

   Námskeiðið gefur 2 endurmenntunarpunkta.

   Skráning er á vef FVB til og með 22. janúar. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.                                            

   Hlökkum til að sjá sem flesta

   Fræðslunefndin 

     

    Dagsetning: 23. og 24. október

    Tími: 8:30-12:30 (morgunnámskeið - 23/10), 17:00-21:00 (kvöldnámskeið - 24/10)

    Staðsetning: Promennt, Skeifan 11b 

      

    Verð: 7.500 fyrir félagsmenn, 9.500 aðrir

    Hámarksfjöldi: ræðst af stærð salarins 

    Síðasti skráningardagur: 21. október 

     

    Lýsing

    Viltu geta sett upp fjárhagsáætlun fyrir lítið og millistórt fyrirtæki?

    Vegna fjölda fyrirspurna ætlum við að bjóða uppá vinnustofu (Work shop) í áætlanagerð.

    ATH. námskeiðið verður sent út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina.

    Námskeiðin verða haldin í kennslustofu hjá Promennt, Skeifunni 11b

    Boðið verður uppá bæði morgun og kvöldnámskeið ef næg þátttaka fæst.

    Morgunnámskeið: Þriðjudaginn 23. október frá kl. 8.30-12.30

    Kvöldnámskeið: Miðvikudaginn 24. október frá kl. 17.00-21.00

    Leiðbeinandi: Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Jón er menntaður viðskiptafræðingur og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Auk starfa sinna sem fjármálastjóri hefur hann komið að uppbygginu og ráðgjöf fjölda frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Jón hefur einnig víðtæka reynslu af fjármögnun fyrirtækja og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og ráðum fyrirtækja og samtaka.

    Um námskeiðið: Drög að námskeiðslýsingu /vinnustofulýsing Megin uppistaða námskeiðsins / vinnustofunnar er að nemendur vinna fjárhagsáætlun frá grunni og fá aðstoð við lausn hennar. Meðal annars verður unnin næmigreining á fjárhagsáætluninni, helstu áhrifaþættir, veikleikar og lykilþættir árangurs verða greindir.

    Á námskeiðinu /vinnustofunni verður fjallað almennt um áætlanagerð með það að markmiði að auka færni og skilning þátttakenda við áætlanagerð. Horft verður á ferli fjárhagsáætlunar í heild frá tekjum og gjöldum til frávikagreininga og eftirfylgni. Farið verður yfir helstu verkefnin og algengustu villur/vandamál rædd. Gerð verður næmnigreining þar sem þátttakendum er kennt að draga fram þá þætti sem hafa mest áhrif á velgengni og rætt er um hvernig hægt er að hafa stjórn á þessum þáttum.

    Megin þættir: 

    • Undirbúningur og gagnaöflun fyrir áætlun
    • Gerð áætlana
    • Hvernig hrindum við áætlunum í framkvæmd
    • Næmnigreining
    • Eftirfylgni og frávikagreining

    Ávinningur að námskeiði loknu: Í lok námskeiðs hafa þátttakendur gert fjárhagsáætlun og fengið betri innsýn í áætlanagerð og verklag við þá vinnu. Að nemendur geri sér grein fyrir hvernig áætlanir er uppbyggðar og hvernig eftirfylgni og frávikagreiningu er hagað. Lögð verður áhersla á að þátttakendur geti notað áætlanagerð sem stjórntæki.

    Afskráning þarf að berast í síðasta lagi 2 dögum fyrir námskeið.

    Verð fyrir félagsmenn er kr. 7.500 aðrir greiða kr. 9.500

    Námskeiðið gefur 6 endurmenntunarpunkta.

    Skráning er á vef FVB til og með 21. október.

    Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

    Fræðslunefndin

     

     Dagsetning: 2018-11-16 

     Tími frá: 09:00   - 16:30

     Staðsetning: Grand Hótel - Gullteigi, Sigtúni 38 

       

     Verð: 12.200 

     Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins 

     Síðasti skráningardagur: 2018-11-12 

     Lýsing

     Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 16. nóvember 2018 á Grand Hótel – Gullteigi kl. 9:00 – 16:30

     DAGSKRÁ

     Kl. 9:00 – 9:30 Léttur morgunverður

     Kl. 9:30             Margrét Friðþjófsdóttir formaður FVB setur ráðstefnuna

     kl. 9:40 – 10:40 Persónuverndarlögin

     Frá FACTO ehf. koma þeir Páll Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson og verða með kynningu um áorðnar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni.

      Dagsetning: 2018-10-11 

      Tími frá: 16:00  

      Staðsetning: 3ja hæð, Skipholti 50D 

        

      Verð: 4500 

      Hámarksfjöldi: 50 

      Síðasti skráningardagur: 2018-10-10 

      Lýsing

      Félag viðurkenndra bokara hefur í samstarfi við FACTO ehf, ákveðið að halda kynningu fyrir félagsmenn og/eða starfsmenn þeirra um áorðnar breytingar á Persónaverndarlöggjöfinni.

      Kynningarfundur verður 11.október n.k. kl 16:00 í Skipholti 50D, 3ju hæð.

      Verð er kr. 4.500, hámarksfjöldi er 50 manns, fyrstur kemur fyrstur fær, þ.e. skráning og greiðsla.

      Mögulegt er að halda aðra kynningu ef að þátttakan verður meiri.

      Frá Facto koma þeir Páll Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson.

      Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf sem tók gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu. Reglugerðin gengur undir nafninu GDPR (The General Data Protection Regulation).  Reglugerðin var lögfest hér á landi á síðasta þingi og tóku nýju lögin gildi þann 1. júlí sl.

      Það er því ljóst að fyrirtæki og félög sem vinna með persónugreinanlegar upplýsingar þurfa að hefja innleiðingu á þessum nýju reglum strax. Það er ekki eftir neinu að bíða.

      Þau atriði sem mestu máli skipta til þess að byrja með eru:

      1. Hugtökin ábyrgðaraðili og vinnsluaðili.

      2. Vinnsluskrá.

      3. Persónuverndarstefna.

      4. Vinnslusamningar

      5. Persónuverndarfulltrúi

      6. Öryggisbrot.


      FACTO ehf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík, býður upp á alhliða viðskipta -og lögfræðiráðgjöf og hefur m.a. aðstoðað fyrirtæki og félög við innleiðingu GDPR.       

       Hverjir eru skráðir?

       Þú þarft að vera innskráð/ur til að geta skoðað þetta