Til að teljast viðurkenndur bókari þarf viðkomandi að hafa hlotið viðurkenningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu / Ministry of Industries and Innovation sem viðurkenndur bókari, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Í viðurkenningu ráðherra felst að viðkomandi aðili hafi stundað réttindanám og staðist próf í reikningshaldi, upplýsingamiðlun og lögum og reglugerðum um skattskil.