Search
Close this search box.

Úrskurðir v/rekstrarkostnaðar 2

Úrskurður nr. 74/2017
Rekstrarkostnaður
Fyrnanleg eign
Málamyndagerningur
Duldar arðgreiðslur
Málsmeðferð Kærandi, sem var einkahlutafélag um eignarhald hlutafjár og fasteigna, keypti húseign á árinu 2010. Ágreiningsefni málsins laut að þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra að fella eignina úr skattskilum kæranda jafnframt því að fella niður gjaldfærðan kostnað vegna hennar, þ.m.t. almenna fyrningu. Byggði ríkisskattstjóri á því að S, fyrirsvarsmaður og eigandi kæranda, hefði í raun verið kaupandi fasteignarinnar og að tilgreining félagsins sem kaupanda hefði aðeins verið til málamynda. Taldi ríkisskattstjóri að telja bæri S til tekna óheimila úthlutun af fjármunum kæranda og tók í því sambandi mið af greiðslum kæranda vegna kaupa og endurbóta á umræddri fasteign. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að ríkisskattstjóri hefði ekki fært neitt fram í sambandi við meðferð eignarinnar í skattskilum kæranda eða S eða atvik í tengslum við gerð kaupsamnings um eignina og efndir hans því til stuðnings að fasteigninni hafi í skiptum kæranda og S verið ætlað að vera í eigu S. Var hnekkt breytingum ríkisskattstjóra um að fella fasteignina úr skattskilum kæranda sem og breytingum hans er leiddu af tekjufærslu kaupverðs og annars stofnkostnaðar eignarinnar í skattframtölum S undir merkjum dulins arðs. Breytingar ríkisskattstjóra á gjaldfærðum kostnaði vegna fasteignarinnar í skattskilum kæranda voru á hinn bóginn látnar standa óhaggaðar þar sem ekki var talið að húsnæðið gæti talist fyrnanleg eign og kostnaður við rekstur þess frádráttarbær sem rekstrarkostnaður, en fyrir lá að fasteignin hafði eingöngu verið notuð til íbúðar fyrir S og fjölskyldu hans.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur