Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar #5875

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 188/2017 
Lánveiting einkahlutafélags til tengds aðila
Duldar arðgreiðslur
MálsmeðferðRíkisskattstjóri færði kæranda til tekna sem gjafir meintar óheimilar lánveitingar frá X ehf. á árunum 2013 og 2014. Í úrskurði yfirskattanefndar var talið að niðurstaða ríkisskattstjóra um fjárhæð greiðslna X ehf. til kæranda umrædd ár hvíldi á harla ótraustum grundvelli, en fyrir lá að í því sambandi hafði ríkisskattstjóri eingöngu litið til framtalinna skulda kæranda við félagið í skattframtölum hans árin 2014 og 2015. Mótsagnir í skattframtölum kæranda og skattskilum X ehf. um skuldir kæranda við félagið hefðu gefið sérstakt tilefni til þess að ríkisskattstjóri aflaði frekari upplýsinga um skipti aðilanna en gert hefði verið, þar á meðal með því að leita eftir skýringum og gögnum frá X ehf. um skuld kæranda og hugsanlega annarra hluthafa við félagið. Þar sem ríkisskattstjóri var ekki talinn hafa séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en hann tók ákvörðun sína voru hinar kærðu tekjufærslur með öllu felldar úr gildi. 

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 192/2017 
Bindandi álit 
Teknategund 
Öflun eigin hluta 
Hlutafjárlækkun

Samlagshlutafélagið A, sem ekki var sjálfstæður skattaðili, var eigandi alls hlutafjár í D hf. A slhf. og D hf. ráðgerðu að gera með sér kaupsamning þar sem D hf. keypti af A slhf. allt hlutaféð að undanskildu lögbundnu lágmarkshlutafé. Var jafnframt gert ráð fyrir því að hin ráðgerðu kaup D hf. á eigin hlutum yrðu liður í eftirfarandi lækkun hlutafjár félagsins. Í máli þessu vegna bindandi álits ríkisskattstjóra komst embættið að þeirri niðurstöðu að virða bæri tekjur eigenda A slhf., þ.e. B hf. og C hf., vegna fyrirhugaðrar sölu A slhf. á hlutafénu í D hf. sem arð samkvæmt 4. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003, en kærendur töldu að líta bæri á tekjurnar sem söluhagnað hlutabréfa í skilningi 18. gr. sömu laga. Yfirskattanefnd taldi að þegar umræddar ráðstafanir væru virtar heildstætt í ljósi ákvæða hlutafélagalaga nr. 2/1995 varðandi öflun eigin hluta, þar á meðal að um væri að ræða kaup á megninu af hlutafé félags langt umfram það sem lög leyfðu og þegar í upphafi afráðið að láta bréfin ekki af hendi heldur „annullera“ þau með tilheyrandi lækkun hlutafjárins, yrði að taka undir þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að í raun væri á ferðinni lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Tekjur, sem mynduðust vegna kaupa D hf. á eigin hlutum, teldust því til arðs, sbr. 4. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003. Á hinn bóginn var fallist á með kærendum að B hf. og C hf. væri heimilt að draga arðsfjárhæð vegna lækkunar hlutafjár í D hf. frá tekjum á því ári sem greiðsla (úthlutun) ætti sér stað.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur