Search
Close this search box.

Undirritun tvísköttunarsamnings við Japan

16. janúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Undirritun tvísköttunarsamnings við Japan


Guðlaugur Þór Þórðarson og Yasuhiko Kitagawa eftir undirritun samningsins.Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Japan var undirritaður í Reykjavík þann 15. janúar 2018. Samningurinn, sem nær til tekjuskatta, var undirritaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra fyrir hönd Íslands og Yasuhiko Kitagawa sendiherra Japans á Íslandi fyrir hönd Japans.Helstu efnisatriði samningsins eru þau að enginn afdráttarskattur er af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 25% eignarhlutdeild í félaginu sem greiðir arðinn, að móttakandi arðsins sé raunverulegur eigandi og að hann hafi átt hlutabréf í félaginu í a.m.k. sex mánuði áður en arður er greiddur út eða sé í eigu lífeyrissjóða að nánar tilgreindum skilyrðum. Samið var um 5% afdráttarskatt af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 10% í félaginu sem greiðir arðinn, að móttakandi arðsins sé raunverulegur eigandi og hafi átt hlutabréf í félaginu í a.m.k. sex mánuði áður en arður er greiddur út. Að öðrum kosti er afdráttarskattur af arði 15%.

Enginn afdráttarskattur er af vöxtum eða þóknunum. Samkvæmt samningnum er frádráttaraðferð beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun og jafnframt er að finna ákvæði um aðstoð við innheimtu skatta. Í samningnum er að finna sérstakt ákvæði sem á að koma í veg fyrir misneytingu ívilnana sem samningurinn veitir.

Á næstu mánuðum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins. Vonast er til að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2019.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur