um breytingu á lágmarksupphæð stofnfjár sjóðs eða stofnunar sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Samkvæmt 2. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988 skal stofnfé sjóðs eða stofnunar árið 2018 vera kr. 1.160.000 hið minnsta.

Auglýsing þessi tekur þegar gildi.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 12. janúar 2018,Björn Ingi Óskarsson.