Search
Close this search box.

Úrskurðir yskn #5905

http://yskn.is/urskurdir/#5905

Úrskurður nr. 19/2018 
Álag
ArðstekjurKröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vanframtalinnar arðgreiðslu frá X ehf. var hafnað.

Úrskurður nr. 20/2018 
Skattrannsókn 
Meðlag 
Málsmeðferð

Í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum kæranda vegna áranna 2013 og 2014, sem einkum laut að erlendum innborgunum á bankareikninga kæranda, færði ríkisskattstjóri kæranda til skattskyldra tekna greiðslur frá B, barnsföður kæranda, umrædd ár. Taldi ríkisskattstjóri að greiðslurnar væru skattskyldar að því leyti sem þær voru umfram fjárhæð tvöfalds barnalífeyris, sbr. 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var kærandi ekki talin hafa sýnt fram á að virða bæri greiðslur frá B að neinu leyti sem lán, en að öðru leyti þóttu skýringar hennar á eðli greiðslnanna frekast bera með sér að um væri að ræða barnsmeðlög eða framfærslulífeyri í skilningi 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Á hinn bóginn var ríkisskattstjóri talinn hafa ofákvarðað vantaldar tekjur kæranda miðað við þær fjárhæðir greiðslna frá B sem efnislega var byggt á í úrskurði ríkisskattstjóra. Var tekjuviðbót ríkisskattstjóra því lækkuð, en að öðru leyti var kröfum kæranda hafnað. 

Úrskurður nr. 21/2018 
Félagsslit
Arðstekjur
ÁlagMeð úrskurði yfirskattanefndar í máli þessu var staðfest sú ákvörðun ríkisskattstjóra að færa kæranda til skattskyldra arðstekna í skattframtali árið 2012 úthlutun fjármuna til kæranda við slit B Corp., félags í eigu kæranda sem skráð var í Panama, á árinu 2011. Fyrir lá að kærandi hafði tekið við umræddri greiðslu frá félaginu og var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á með gögnum að um væri að ræða endurgreiðslu á meintri skuld B Corp. við hann. Þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra, að færa kæranda til skattskyldra arðstekna meinta úthlutun vegna kröfu B Corp. á hendur Y ehf., einkahlutafélags í eigu kæranda, sem ríkisskattstjóri taldi að kærandi hefði eignast við slit B Corp., var á hinn bóginn hnekkt þar sem talið var að ríkisskattstjóri hefði ekki skotið nægjanlegum stoðum undir hana. Var m.a. bent á í því sambandi að gögn málsins bentu ekki til þess að fjármunir hefðu runnið frá B Corp. til Y ehf. eða frá Y ehf. til kæranda og að framlögð yfirlit yfir eignir B Corp. bæru ekki með sér að félagið hefði verið í stakk búið fjárhagslega til að veita slíkt lán. Kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vantalinna arðstekna var hafnað.

Úrskurður nr. 22/2018 
Rekstrartap, frádráttarbærni 
Tímamörk endurákvörðunar 
Málsmeðferð

Þeim breytingum ríkisskattstjóra á skattframtölum kæranda, sem var einkahlutafélag, árin 2014, 2015 og 2016, að fella niður ónotuð rekstrartöp vegna eldri ára, var hnekkt með úrskurði yfirskattanefndar. Var bent á að kærandi hefði gert grein fyrir rekstrartapinu og eftirstöðvum þess í skattskilum viðkomandi ára og væri þar um ákvarðaða stærð að ræða sem flyttist sjálfkrafa milli ára, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands frá 27. október 2016 í máli nr. 845/2015. Þar sem tapinu hefði ekki verið hnekkt af ríkisskattstjóra með endurákvörðun opinberra gjalda viðkomandi ára fengi ekki staðist að fella það niður í skattskilum kæranda vegna seinni ára.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur