Search
Close this search box.

Útvarpsgjald lagt á einstaklinga. Brottfluttir og látnir á árinu. Bréf ríkisskattstjóra hér um.

Meðfylgjandi bréf ríkisskattstjóra varðar útvarpsgjald einstaklinga.
Í niðurlagi þess segir  að álagning útvarpsgjalds sé ekki afmörkuð við þá sem bera ótakmarkaða skattskyldu allt tekjuárið sem næst er á undan álagningarárinu.
 Það verði því að óbreyttu verða innheimt hjá þeim einstaklingum sem flytja úr landi eða til landsins á tekjuárinu að því gefnu að önnur skilyrði séu uppfyllt.
Sama eigi  við ef einstaklingur falli frá á því tekjuári sem næst er á undan álagningarári.
Tekið er dæmi : Ef einstaklingur féll frá á árinu 2009 var gjaldið lagt á við álagningu opinberra gjalda árið 2009, vegna tekjuársins 2008, og mun álagt árið 2010 vegna tekjuársins 2009 að öðrum skilyrðum uppfylltum. 

16.11.2009 11/09

Innheimta útvarpsgjalds

Vísað er til bréfs yðar, dags. 7. október 2009, þar sem óskað er svara við því hvernig innheimtu útvarpsgjalds fyrir árið 2009 sé háttað, annars vegar hjá einstaklingum sem flytja lögheimili sitt úr landi á árinu og hins vegar hjá einstaklingum sem falla frá á miðju ári. Óskað er svara við því hvort fullt gjald sé innheimt eða gjaldið hlutfallað.
 
Í tilefni af fyrirspurn yðar tekur ríkisskattstjóri eftirfarandi fram:
 
Með lögum nr. 6/2007, var Ríkisútvarpið gert að opinberu hlutafélagi. Lögin tóku gildi 3. febrúar 2007. Í 1. mgr. 11. gr. laganna er í þrem töluliðum fjallað um hvernig fjármagna skuli rekstur félagsins og fer um tekjur þess samkvæmt þeirri lagagrein frá og með 1. janúar 2009, en frá sama tíma féll niður innheimta afnotagjalds samkvæmt ákvæði til bráðabirgða V í lögunum.
 
Í 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 6/2007, kemur fram að við álagningu opinberra gjalda skuli leggja á einstaklinga og lögaðila sérstakt gjald, s.k. útvarpsgjald, og er í ákvæðinu rakið á hvaða aðila leggja ber þetta sérstaka gjald. Gjaldið er ekki tengt afnotum greiðenda á þeirri þjónustu sem Ríkisútvarpið ohf. hefur upp á að bjóða, líkt og áður var raunin varðandi afnotagjaldið.  Um sérstakt gjald er að ræða sem lagt er almennt á óháð tekjum eða eignum að því undanskildu að einstaklingar undir tilteknum tekjuviðmiðum eru undanþegnir, sbr. eftirfarandi umfjöllun. Gjaldskyldan hvílir á þeim einstaklingum sem bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi og þeim lögaðilum sem skattskyldir eru hér á landi og bera sjálfstæða skattaðild. Tilteknir lögaðilar eru undanþegnir álagningu útvarpsgjalds, sem og þeir einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það gjald fellt niður samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra. Er þannig við það miðað að þeir einstaklingar sem greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra skuli einnig greiða útvarspgjaldið og ber því að líta til síðastnefndra laga varðandi þau viðmið sem leggja ber til grundvallar ákvörðunar á því hvaða einstaklingar eru undanþegnir álagningu útvarpsgjaldsins hverju sinni.
 
Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 125/1999, eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs, undanþegnir gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra. Einnig eru þeir undanþegnir sem eru undir þeim tekjumörkum sem sett eru fram í ákvæðinu á því ári sem næst er á undan álagningarárinu. Tekið er fram að tekjuviðmiðun skuli breytast árlega í samræmi við breytingar sem verða á persónuafslætti og innheimtuhlutfalli viðkomandi staðgreiðsluárs. Ennfremur skal skattstjóri fella gjaldið niður af öldruðum og öryrkjum, undir 70 ára aldri, sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
 
Líkt og fram hefur komið er útvarpsgjaldið innheimt við álagningu opinberra gjalda og fellur þannig ekki að staðgreiðslukerfi skatta. Sami háttur er hafður á við innheimtu gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra. Viðmið þau sem liggja til grundvallar álagningu gjaldanna eru að finna á því tekjuári sem næst er á undan álagningarárinu. Í þessari tilhögun felst þannig eftiráinnheimta opinberra gjalda og er lagt á alla þá einstaklinga sem bera hér á landi ótakmarkaða skattskyldu nema þeir séu sérstaklega undanþegnir samkvæmt lögunum. Samkvæmt gildandi lögum er álagning útvarpsgjalds ekki afmörkuð við þá sem bera ótakmarkaða skattskyldu allt tekjuárið sem næst er á undan álagningarárinu og mun því að óbreyttu verða innheimt hjá þeim einstaklingum sem flytja úr landi eða til landsins á tekjuárinu að því gefnu að önnur skilyrði séu uppfyllt. Sama á við ef einstaklingur fellur frá á því tekjuári sem næst er á undan álagningarári. Í dæmaskyni má nefna að ef einstaklingur féll frá á árinu 2009 var gjaldið lagt á við álagningu opinberra gjalda árið 2009, vegna tekjuársins 2008, og mun álagt árið 2010 vegna tekjuársins 2009, sé viðkomandi ekki sérstaklega undanþeginn greiðslu samkvæmt framanrituðu. Engin heimild er að finna í lögunum til að hlutfalla gjaldið og er það því lagt á að fullu á þá aðila sem gjaldskyldir eru.
 
Rétt er að taka fram að vegna framangreindra gildistökuákvæða var við álagningu opinberra gjalda árið 2009 ekki lagt útvarpsgjald á þá menn sem fluttu brott frá landinu eða féllu frá árið 2008.

Ríkisskattstjóri

 

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur