Frumvarp til laga v/almannatrygginga
Frumvarp til laga v/VSK
HLEKKUR Á MÁLIN SJÁLF:
https://yskn.is/
Úrskurður nr. 117/2018

Frádráttur kostnaðar við nýsköpunarverkefni 
Áætlun skattstofnaDeilt var um frádrátt útlagðs kostnaðar við rannsóknar- eða þróunarverkefni í skattskilum einkahlutafélags, sbr. lög nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Fyrir lá að félagið hafði ekki haldið kostnaði vegna verkefnisins aðgreindum frá öðrum útgjöldum sínum, svo sem áskilið var í greindum lögum. Var áætlun ríkisskattstjóra á frádráttarbærum hluta þróunarkostnaðar látin standa óhögguð, enda þótti kærandi ekki hafa sýnt fram á frádráttarbærni alls slíks kostnaðar sem félagið hafði tilfært í skattskilum sínum.


Úrskurður nr. 119/2018 

Virðisaukaskattur við innflutning 
Silfurmynt 
Skattskyldusvið

Kærendur mótmæltu því að þeim bæri að greiða virðisaukaskatt af innflutningi á silfurmynt til landsins þar sem myntin félli utan vöruhugtaks virðisaukaskattslaga. Fram kom í úrskurði yfirskattanefndar að mynt félli utan vöruhugtaks laganna þegar myntin væri látin í té sem greiðslumiðill, en ekki þegar hún væri seld sem söfnunargripur. Ekki gæti ráðið úrslitum í því sambandi hvort um væri að ræða gjaldgenga mynt hverju sinni eða ekki, enda kæmi enginn áskilnaður af þeim toga fram í lögunum og gjaldgeng mynt væri í ýmsum tilvikum seld sem söfnunargripur. Þá tækju undanþáguákvæði 6. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga einvörðungu til tilefnismyntar sem útgefin væri af Seðlabanka Íslands. Var kröfum kærenda hafnað.
Hérd. Skattalagabrot
Dómur - EHF selt
Frumvarp til laga
Frumvarp til laga

Af vef 
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=117


Málsefni : Hækkun á mótframlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og ríkissjóðs til lífeyrisjóða sem og á greiðslum Ábyrgðasjóðs launa til lífeyrissjóða.Með frumvarpsdrögum þessum er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, hvað varðar mótframlag Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og ríkissjóðs í lífeyrissjóði fyrir þá einstaklinga sem nýta rétt sinn til greiðslna á grundvelli framangreindra laga. Einnig eru lagðar til breytingar á lögum um Ábyrgðasjóð launa þannig að ábyrgð sjóðsins hækki vegna krafna lífeyrissjóða um lífeyrisiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á ábyrgðartímabili samkvæmt lögunum. 

Sjá nánar hér

Úrskurður nr. 113/2018 

DánarbæturKærandi, sem fékk greiddar bætur á grundvelli 6. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 vegna andláts maka á árinu 2014, hélt því fram að um greiðslu skattfrjálsra dánarbóta væri að ræða, sbr. 2. tölul. 28. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var rakið að bætur samkvæmt 6. gr. laga nr. 99/2007 ættu rót sína að rekja til svonefndra ekkjubóta sem teknar voru upp á árinu 1946. Var gerð grein fyrir forsögu slíkra bóta og bent á að í löggjöf á sviði almannatrygginga hefði ávallt verið gerður greinarmunur á annars vegar dánarbótum vegna slysa og hins vegar hinni sérstöku tegund bóta vegna andláts maka sem upphaflega nefndist ekkjubætur. Í skattframkvæmd hefði óslitið og um langan aldur verið byggt á því að ekkju- og ekklabætur væru skattskyldar og féllu ekki undir undanþáguákvæði skattalaga vegna greiðslu dánarbóta. Var kröfum kæranda hafnað.

Meginbreytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu eru breyting á 7. og 109. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Þar er opnað fyrir þann möguleika að öll félög sem mikilsverða hagsmuni hafi að gæta vegna erlendrar fjármögnunar eða viðskiptasambanda geti samið ársreikning á ensku en þá skuli ársreikningurinn þýddur á íslensku og hann vera birtur hjá ársreikningaskrá bæði ensku og íslensku. Mikilvægt er að ársreikningar séu birtir hjá ársreikningaskrá þannig að viðskiptalífið og þeir sem reiða sig á fjárhagsupplýsingar félaga hafi greiðan aðgang að þeim upplýsingum og að upplýsingarnar séu á tungumáli sem meginþorri þjóðarinnar skilur. Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi og komi til framkvæmda fyrir reikningsár sem hefst 1. janúar 2017 eða síðar

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=116

Sjá ársreikningadrög