https://yskn.is/urskurdir/#5905

Úrskurður nr. 19/2018 
Álag
ArðstekjurKröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vanframtalinnar arðgreiðslu frá X ehf. var hafnað.


Úrskurður nr. 20/2018 
Skattrannsókn 
Meðlag 
Málsmeðferð

Í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum kæranda vegna áranna 2013 og 2014, sem einkum laut að erlendum innborgunum á bankareikninga kæranda, færði ríkisskattstjóri kæranda til skattskyldra tekna greiðslur frá B, barnsföður kæranda, umrædd ár. Taldi ríkisskattstjóri að greiðslurnar væru skattskyldar að því leyti sem þær voru umfram fjárhæð tvöfalds barnalífeyris, sbr. 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var kærandi ekki talin hafa sýnt fram á að virða bæri greiðslur frá B að neinu leyti sem lán, en að öðru leyti þóttu skýringar hennar á eðli greiðslnanna frekast bera með sér að um væri að ræða barnsmeðlög eða framfærslulífeyri í skilningi 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Á hinn bóginn var ríkisskattstjóri talinn hafa ofákvarðað vantaldar tekjur kæranda miðað við þær fjárhæðir greiðslna frá B sem efnislega var byggt á í úrskurði ríkisskattstjóra. Var tekjuviðbót ríkisskattstjóra því lækkuð, en að öðru leyti var kröfum kæranda hafnað. 


Úrskurður nr. 21/2018 
Félagsslit
Arðstekjur
ÁlagMeð úrskurði yfirskattanefndar í máli þessu var staðfest sú ákvörðun ríkisskattstjóra að færa kæranda til skattskyldra arðstekna í skattframtali árið 2012 úthlutun fjármuna til kæranda við slit B Corp., félags í eigu kæranda sem skráð var í Panama, á árinu 2011. Fyrir lá að kærandi hafði tekið við umræddri greiðslu frá félaginu og var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á með gögnum að um væri að ræða endurgreiðslu á meintri skuld B Corp. við hann. Þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra, að færa kæranda til skattskyldra arðstekna meinta úthlutun vegna kröfu B Corp. á hendur Y ehf., einkahlutafélags í eigu kæranda, sem ríkisskattstjóri taldi að kærandi hefði eignast við slit B Corp., var á hinn bóginn hnekkt þar sem talið var að ríkisskattstjóri hefði ekki skotið nægjanlegum stoðum undir hana. Var m.a. bent á í því sambandi að gögn málsins bentu ekki til þess að fjármunir hefðu runnið frá B Corp. til Y ehf. eða frá Y ehf. til kæranda og að framlögð yfirlit yfir eignir B Corp. bæru ekki með sér að félagið hefði verið í stakk búið fjárhagslega til að veita slíkt lán. Kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vantalinna arðstekna var hafnað.


Úrskurður nr. 22/2018 
Rekstrartap, frádráttarbærni 
Tímamörk endurákvörðunar 
Málsmeðferð

Þeim breytingum ríkisskattstjóra á skattframtölum kæranda, sem var einkahlutafélag, árin 2014, 2015 og 2016, að fella niður ónotuð rekstrartöp vegna eldri ára, var hnekkt með úrskurði yfirskattanefndar. Var bent á að kærandi hefði gert grein fyrir rekstrartapinu og eftirstöðvum þess í skattskilum viðkomandi ára og væri þar um ákvarðaða stærð að ræða sem flyttist sjálfkrafa milli ára, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands frá 27. október 2016 í máli nr. 845/2015. Þar sem tapinu hefði ekki verið hnekkt af ríkisskattstjóra með endurákvörðun opinberra gjalda viðkomandi ára fengi ekki staðist að fella það niður í skattskilum kæranda vegna seinni ára.
Bréf v/skilalista 2018
Úrskurður nr. 15/2018 
Teknategund 
Húsaleigutekjur 
Álag 


Í máli þessu var deilt um það hvort telja bæri tekjur kæranda af útleigu hluta íbúðarhúsnæðis síns til ferðamanna árin 2014 og 2015 til tekna af atvinnurekstri, svo sem ríkisskattstjóri taldi, eða til fjármagnstekna (eignatekna) utan rekstrar, eins og kærandi hélt fram. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að þágildandi ákvæði 3. málsl. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 væri fortakslaust um það að útleiga manns á íbúðarhúsnæði teldist ekki atvinnurekstur nema heildarfyrningargrunnur húsnæðisins næði þargreindum mörkum. Með vísan til þess og þar sem leggja yrði til grundvallar úrlausn málsins að heildarfyrningargrunnur íbúðarhúsnæðis í eigu kæranda væri undir fjárhæðarmörkum ákvæðisins var fallist á kröfu kæranda um að tekjurnar yrðu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Var m.a. tekið fram, vegna sjónarmiða í úrskurði ríkisskattstjóra, að athugasemdir um skattalega meðferð leigutekna í frumvarpi til laga nr. 125/2015, en þau lög öðluðust gildi eftir að atvik málsins áttu sér stað, hefðu ekki þýðingu í ljósi afdráttarlauss orðalags 3. málsl. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003. Voru hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra felldar úr gildi, þar með talið ákvarðanir hans er lutu að reiknuðu endurgjaldi, virðisaukaskatti og gistináttaskatti. Á hinn bóginn var kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vantalinna leigutekna hafnað. 

https://yskn.is/urskurdir/#5901Álagning opinberra gjalda v/2018
Úrskurður nr. 8/2018

Bifreiðagjald

Undanþága frá gjaldskyldu

Talið var að ekki væri nægilegt að gengið hefði úrskurður Tryggingastofnunar ríkisins um örorku manns til að komið gæti til niðurfellingar bifreiðagjalds samkvæmt lögum um það gjald, heldur væri áskilnaður um greiðslu örorkustyrks eða örorkulífeyris eða annarra tilgreindra greiðslna frá stofnuninni. Með því að ekki var um slíkt að ræða í tilviki kæranda var kröfum hans um niðurfellingu bifreiðagjalds hafnað.


Úrskurður nr. 9/2018 

Húsaleigutekjur 
Álag 

Kærandi í máli þessu var ekki talin hafa sýnt fram á að leigutekjur vegna sölu á gistingu til ferðamanna á árinu 2013 tilheyrðu X ehf. en ekki henni sjálfri, en um var að ræða greiðslur frá airbnb.com vegna útleigu tveggja íbúða kæranda sem lagðar höfðu verið inn á paypal reikning hennar. Var m.a. bent á í úrskurði yfirskattanefndar að ekki hefði verið farið með greiðslurnar sem tekjur í skattskilum og ársreikningi X ehf. Þá þóttu skýringar kæranda á fyrirkomulagi starfseminnar og aðkomu X ehf. að henni með nokkrum ólíkindum, svo sem nánar var rökstutt. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu hennar um niðurfellingu 25% álags.

Úrskurður nr. 10/2018 

Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána
SambýlisfólkFram kom í úrskurði yfirskattanefndar í máli þessu að hámark skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar til greiðslu inn á höfuðstól húsnæðislána á tekjuári tæki mið af hjúskaparstöðu skattaðila í lok viðkomandi árs. Skýra yrði reglur til samræmis þannig að hámark skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar í tilviki einstaklinga, sem uppfylltu skilyrði til samsköttunar í lok tekjuárs, væri hið sama og í tilviki hjóna, án tillits til þess hvort viðkomandi aðilar hefðu óskað eftir samsköttun. Var ríkisskattstjóri talinn hafa réttilega miðað hámarksfjárhæð skattfrjálsrar ráðstöfunar kæranda, sem uppfyllti skilyrði fyrir samsköttun í árslok 2016, við 375.000 kr. vegna þess tekjuárs.


Úrskurður nr. 11/2018 

Endurupptaka máls 
Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar 
Framleiðslukostnaður

Kærandi óskaði eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar nr. 154/2017 í máli er laut að endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Var beiðnin byggð á því að láðst hefði að taka tillit til lánssamnings milli X ehf. og Y ehf. við úrlausn þess, hvort vaxtagjöld af umræddu láni gætu talist til framleiðslukostnaðar sjónvarpsþáttaraðar í skilningi laga nr. 43/1999 sem myndaði stofn til endurgreiðslu samkvæmt lögunum. Yfirskattanefnd taldi eftir sem áður að líta yrði á hið umdeilda rekstrarlán innan félagasamstæðu kæranda, X ehf. og Y ehf. sem fjárframlag X ehf. til framleiðslu sjónarvarpsþáttaraðarinnar eða sem stofnfé til Y ehf. Var kröfum kæranda hafnað. 
Skil á skattframtölum v/2017
Úrskurður nr. 7/2018 
Aðflutningsgjöld
Tollflokkun
Sendibifreið

um breytingu á lágmarksupphæð stofnfjár sjóðs eða stofnunar sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Samkvæmt 2. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988 skal stofnfé sjóðs eða stofnunar árið 2018 vera kr. 1.160.000 hið minnsta.

Auglýsing þessi tekur þegar gildi.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 12. janúar 2018,Björn Ingi Óskarsson.