Úrskurður Landsréttar
Kærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 31. ágúst23.8.2018

Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2018, vegna tekjuársins 2017, lýkur þann 31. ágúst 2018.

Álagning einstaklinga fór fram 31. maí sl.  Var niðurstaða álagningar birt á þjónustuvef RSK og er kærufrestur, eins og fyrr segir, til 31. ágúst 2018.

Tekið er á móti kærum með rafrænum hætti á þjónustuvef RSK. Eftir innskráningu með veflykli eða rafrænum skilríkjum skal velja „senda leiðréttingu“. Fylla þarf út formið þar sem gefið er upp framtalsár og tilefni leiðréttingar. Leiðréttingarbeiðni þarf að vera rökstudd og glöggt fram sett. Gögn, leiðréttingarbeiðni til stuðnings, má einnig senda í gegnum þjónustuvef með því að velja „viðbótargögn“.

Allar frekari upplýsingar veitir þjónustuver ríkisskattstjóra í síma 442 1000 eða netspjalli.
Minnt er á að lokafrestur til að skila skattframtölum lögaðila sem og ársreikningum til ársreikningaskrár RSK,

vegna rekstrarársins 2017, rennur út þann 5. september nk.
Kyrrsetning eigna vegna rannsóknar á skattskilum
Skjal 735
Úrskurður nr. 106/2018 
Bifreiðagjald
Undanþága frá gjaldskylduBifreiðin L var af árgerð 1994 samkvæmt ökutækjaskrá Samgöngustofu, en fyrsta skráning var þó tilgreind 1. janúar 1993. Eins og reglum um bifreiðagjald var háttað var talið að byggja yrði á skráðum upplýsingum Samgöngustofu um árgerð bifreiðarinnar við álagningu bifreiðagjalds. Var kröfu kæranda um niðurfellingu bifreiðagjalds, sem byggði á því að bifreiðin væri eldri en 25 ára, því hafnað. 


Úrskurður nr. 108/2018
Tvísköttunarsamningur
FrádráttaraðferðKærandi, sem bar ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, hafði launatekjur frá Danmörku vegna starfa um borð í flutningaskipi sem skráð var þar í landi. Yfirskattanefnd taldi að beita bæri frádráttaraðferð samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Norðurlandanna til að komast hjá tvísköttun vegna umræddra tekna kæranda frá Danmörku. Þar sem ekki var um að ræða neinar skattgreiðslur af tekjunum í Danmörku kom ekki til frádráttar frá íslenskum skatti af þeim. Var kröfum kæranda hafnað.
Skýrsla

B_nr. 649

B_nr.1277

Dómur hærd. v/hlutafélög (mat eigna)