Ríkisskattstjóri vill vekja athygli á því að fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattsskýrslum frá og með 1. janúar 2019 mun verða frestað.
Fyrirhugað var að auka sundurliðun upplýsinga umtalsvert og hafði bæði endurskoðendum og bókurum verið sagt frá þessum fyrirætlunum. Af ýmsum orsökum frestast þessi áform þar til síðar.
Úrskurður nr. 152/2018 Aðflutningsgjöld Tollflokkun JurtaolíaDeild var um tollflokkun hörfræolíu. Með hliðsjón af framleiðsluaðferð olíunnar, sem unnin var úr fræjum plöntu án efnafræðilegrar umbreytingar, var fallist á með tollstjóra að olían félli undir tollskrárnúmer 1515.1100 í tollskrá sem línolía og þættir hennar.