Áskorun vegna skila ársreikninga18.9.2017

Lokafrestur til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár RSK rennur út 20. september 2017

Áskorun um skil á ársreikningum hefur nú verið birt á þjónustusíðu ( skattur.is ) þeirra félaga, sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi sínum til ársreikningaskrár. Forráðamenn viðkomandi félaga eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda ársreikning rafrænt, þannig að ekki þurfi að koma til sektarákvörðunar.

Unnt er að finna á rsk.is yfirlit yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi. Vakin er athygli á að örfélög sem hafa skilað skattframtali geta nýtt sér Hnappinn. Þá er farið inn á þjónustusíðu ríkisskattstjóra skattur.is og valið að láta ríkisskattstjóra útbúa ársreikning félagsins og skila til ársreikningaskrár 

(Af vef rsk)

Orðsending til félagsmanna FLE og FBO

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að vinnsla við skil og álagningu á vsk hefur verið breytt m.a. með aukinni tæknivinnslu. Tekist hefur að flýta vinnslunni, þannig að álagning og áætlanir VSK hafa færst framar í tíma.

Af þessu leiðir jafnframt að álagning sérstaks gjalds v/síðbúinna skila VSK fer fram fyrr en verið hefur. Áminning um skil verður send í tölvupósti til þeirra sem ekki hafa staðið skil á VSK á réttum tíma.

Tvísköttunarsamningur við Belgíu
Tvísköttunarsamningur við Austurríki
Frestur til að skila ársreikningi29.8.2017

Frestur til að skila ársreikningi til ársreikningaskrár vegna reikningsársins 2016 rennur út 31. ágúst næstkomandi. 

Öll skilaskyld félög, óháð því hvort þau teljast hafa verið í starfsemi eða ekki, munu verða sektuð um 600.000 kr.

 vegna vanskila á ársreikningi 2016 hafi ársreikningi ekki verið skilað til ársreikningaskrár þegar framlengdur framtalsfrestur rennur út þann 20. september 2017.

Dómur 1

Dómur 2

Skattbyrði aukist langmest hjá þeim tekjulægstu
Hnappurinn - rafræn skil á ársreikningi25.8.2017

Nú geta þau félög sem falla undir skilgreiningu á örfélagi útbúið ársreikning út frá innsendu skattframtali og sent til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra.

Ekki þarf aðkomu endurskoðanda eða skoðunarmanns við gerð slíks ársreiknings. Þegar búið er að skila skattframtali er farið í skil til ársreikningaskrár inni á www.skattur.is

Örfélag er félag sem við uppgjörsdag fer ekki fram út tveimur af þremur stærðarmörkum sem eru: 
1.        heildareignir: 20 millj. kr., 
2.        hrein velta: 40 millj. kr. og 
3.        meðalfjöldi ársverka á reikningsári: 3 starfsmenn.

Flokkun örfélags breytist ekki nema félag fari yfir viðmiðunarmörk viðkomandi árs og síðastliðins reikningsárs.