Til félagsmanna í FLE FBO og FVB.

Til upplýsinga:

Heildarskil lögaðilaframtala er mun betri í ár en undanfarin ár. Einkum hafa skil stórra lögaðila verið góð. 

Allt að einu er þó hópur fagaðila sem ekki virðir margítrekuð tilmæli um að skila skattframtölum með jöfnum hætti. Eru það yfirleitt sömu fagaðilar ár eftir ár sem skila seint. 

Til þeirra verður send meðfylgjandi áskorun. 

Tölvupóstur verður sendur á hvern fagaðila fyrir sig þar sem tilgreind verður það hlutfall framtala sem skilað hefur verið. Pósturinn verður sendur út í dag og á morgun.


Ágæti viðtakandi

Með bréfi dagsettu 1. febrúar um skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2017 kemur fram í III. kafla lið 2 að skilum stærri lögaðila skuli vera lokið fyrir 31. maí og með jafnri dreifingu. Jafnframt kemur fram í sama bréfi kafla III. lið 3. að skil á minni lögaðilum skuli vera jöfn á tímabilinu frá 1. mars til 20. september og að hámarki 20% í ágúst og 20% í september.

Heimild fagaðila til skila eftir 31. maí ár hvert eru byggð á skilalistum sem þeir senda inn þar sem áskilin er jöfn dreifing.

Samkvæmt skrám ríkisskattstjóra hafa þér staðið skil á  XX,XX% framtala sem þér hafið tilkynnt um að þér hyggist standa skil á. Þau skil eru í engu samræmi við áskilnað ríkisskattstjóra um jöfn skil framtala lögaðila.

Sérstök athygli yðar er vakin á eftirfarandi kafla úr bréfi ríkisskattstjóra dags. 1. febrúar, 3. mgr. V. kafla þess þar sem segir:

Ríkisskattstjóri ítrekar þann fyrirvara að komi í ljós að einstakir endurskoðendur eða bókarar fylgi ekki framangreindum skilmálum, m.a. um jöfn skil með viðunandi hætti, þá verði framvegis ekki unnt að veita viðkomandi fagaðila framlengdan skilafrest. Á þetta sérstaklega við, þegar skil eru óveruleg fyrir 1. ágúst eða fara framúr 40% eftir 1. ágúst 2017.

Samkvæmt framansögðu er skorað á yður að ljúka skilum á því sem upp á vantar til að um jöfn skil verði að ræða og það þegar í stað. 

Að lokum er vakin athygli yðar á því að í tilvitnuðu bréfi er tekið fram að ekki verði unnt að veita þeim fagaðilum fresti umfram 31. maí 2018 vegna framtalsársins 2018, sem ekki virða áðurgreind fyrirmæli.

Ríkisskattstjóri 
Úrskurður nr. 110/2017 
Aðflutningsgjöld
Endursending vöru til landsinsLög nr. 88/2005, 6. gr. 1. mgr. 6. tölul.   Reglugerð nr. 630/2008, 54. gr.   
Kærandi, sem var verktakafyrirtæki, sendi ýmsan búnað frá Íslandi til Færeyja árið 2012 vegna byggingarverkefnis systurfélags kæranda þar í landi. Að loknum framkvæmdum á árinu 2016 flutti kærandi búnaðinn aftur hingað til lands. Í úrskurði yfirskattanefndar var gerð grein fyrir forsögu tollfrelsisákvæðis vegna vöru sem endursend væri hingað til lands og m.a. bent á að skilyrði um tímafrest til endursendingar vöru án greiðslu aðflutningsgjalda ætti sér langa sögu í tollalöggjöf. Var talið að málefnaleg rök byggju að baki ákvæði í reglugerð um tímafrest fyrir tollfrelsi og að það hefði verið innan valdheimilda ráðherra að setja reglugerðarákvæðið. Þá væri enginn greinarmunur gerður í reglugerðinni á vörum eftir því hvort þær væru forgengilegar eða þeim ætlaður langur notkunartími. Var talið að ákvæði reglugerðarinnar um ársfrest til endursendingar vöru yrði allt að því marklaust ef því yrði beitt með þeim hætti sem kærandi hélt fram. Var kröfum kæranda hafnað. 
1110 pdf
Dómur Artic Adventure 
Nýr skattabæklingur 2017
Úrskurður nr. 107/2017Takmörkuð skattskylda

Tvísköttunarsamningur

Málsmeðferð

Kærandi í máli þessu, sem var búsettur í Svíþjóð, starfaði fyrir íslenskt félag, G ehf., og innti störfin af hendi í Bandaríkjunum. Laut kæruefni málsins að ákvörðun ríkisskattstjóra að telja kæranda bera takmarkaða skattskyldu hér á landi vegna launatekna frá G ehf. vegna verkefna kæranda í Bandaríkjunum. Kærandi hélt því fram að slíkri skattskyldu væri ekki fyrir að fara þar sem hann væri ekki búsettur hérlendis og störf hans í Bandaríkjunum verið vegna starfsemi G ehf. þar í landi. Yfirskattanefnd taldi úrslitaatriði fyrir niðurstöðu málsins að tryggilega væri leitt í ljós hvort og þá að hvaða marki launagreiðandi kæranda, G ehf., hefði rekið starfsemi í Bandaríkjunum og þá hvaða verkefnum kærandi hefði gegnt í því sambandi. Var talið verulega skorta á að ríkisskattstjóri hefði séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst að þessu leyti áður en hann tók ákvörðun í því, m.a. þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvernig starfi kæranda í Bandaríkjunum hefði verið háttað og launagreiðslum hans vegna starfa þar. Þá þótti sú forsenda ríkisskattstjóra, að umræddar tekjur kæranda hefðu ekki sætt skattlagningu í Bandaríkjunum, ekki fá staðist auk þess sem rökstuðningur embættisins var að öðru leyti talinn ófullnægjandi. Vegna þessara annmarka á málsmeðferð ríkisskattstjóra var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir ríkisskattstjóra að taka málið til meðferðar og uppkvaðningar kæruúrskurðar að nýju. 
Reglurnar sem eru í ofangreindum kafla og varða heimagistinguna tóku gildi 1. janúar 2017. Gilda þær  um leigutekjur á þessu ári (álagning 2018).  


Þannig eru þeim gerð skil :"Heimagisting"

Ef útleiga manns á húsnæði fellur undir þær reglur sem gilda um heimagistingu samkvæmt lögum um

 veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og hún hefur verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer

telst vera um að ræða fjármagnstekjur sem skattlagðar eru sem slíkar, án nokkurs frádráttar. Skilyrði er m.a

að heildartekjur af útleigunni séu ekki umfram 2.000.000 kr. á tekjuárinu hvort sem leigð er út ein eða tvær fasteignir.

 Ef eignin/eignirnar er í eigu fleiri en eins manns þarf að taka tillit til heildartekna allra eigenda og fari þær samtals

 yfir 2.000.000 kr. á tekjuárinu skal fara með útleiguna eins og atvinnurekstrartekjur hjá þeim öllum.

Ef heildarleigutekjur af útleigu til ferðamanna fara yfir 2.000.000 kr. á tekjuárinu, eða sýslumaður fellir niður skráningu

viðkomandi eignar sem heimagistingar, þá teljast allar tekjur af útleigunni til atvinnurekstrartekna.  

Teljist útleiga manns á húsnæði til ferðamanna ekki til heimagistingar samkvæmt þeim reglum sem um hana gilda

 er um að ræða atvinnurekstrartekjur sem gera ber upp eftir því sem um slíkar tekjur gildir. " 
A_nr_64_2017
Breyting á lögum um skatta,tolla og gjöld
Stöðvum kennitöluflakk