Úrskurður nr. 133/2018·        Fjársýsluskattur Álag vegna staðgreiðsluskila.  


Ríkisskattstjóri ákvarðaði kæranda álag (dráttarvexti) vegna síðbúinna skila á fjársýsluskatti árin 2015 og 2016. Vegna þeirrar viðbáru kæranda, að félaginu hefði ekki verið kunnugt um breytingar á skattskyldusviði fjársýsluskatts sem gerðar voru með lögum á árinu 2015, kom fram í úrskurði yfirskattanefndar að vanþekking á réttarreglum gæti almennt ekki talist gild ástæða til niðurfellingar álags. Fundið var að því í úrskurðinum að ríkisskattstjóri hefði vanrækt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda. Ekki var þó fallist á með kæranda að vegna skorts á leiðbeiningum ríkisskattstjóra hefði skattskilum kæranda verið tálmað með þeim hætti að gildar ástæður væru til niðurfellingar álags vegna tiltekinna greiðslutímabila árin 2015 og 2016. Var kröfum kæranda hafnað. 

Þann 1. október 2018 fóru fram í Reykjavík skipti á fullgildingarskjölum vegna nýs tvísköttunarsamnings við Japan sem undirritaður var þann 15. janúar 2018.Samkvæmt ákvæðum samningsins tekur hann gildi þann 31. október 2018

Dómur Hærd. Ölgerðin
VSK - mannréttindasáttmáli
Frumvarp til laga v/almannatrygginga
Frumvarp til laga v/VSK
HLEKKUR Á MÁLIN SJÁLF:
https://yskn.is/
Úrskurður nr. 117/2018

Frádráttur kostnaðar við nýsköpunarverkefni 
Áætlun skattstofnaDeilt var um frádrátt útlagðs kostnaðar við rannsóknar- eða þróunarverkefni í skattskilum einkahlutafélags, sbr. lög nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Fyrir lá að félagið hafði ekki haldið kostnaði vegna verkefnisins aðgreindum frá öðrum útgjöldum sínum, svo sem áskilið var í greindum lögum. Var áætlun ríkisskattstjóra á frádráttarbærum hluta þróunarkostnaðar látin standa óhögguð, enda þótti kærandi ekki hafa sýnt fram á frádráttarbærni alls slíks kostnaðar sem félagið hafði tilfært í skattskilum sínum.


Úrskurður nr. 119/2018 

Virðisaukaskattur við innflutning 
Silfurmynt 
Skattskyldusvið

Kærendur mótmæltu því að þeim bæri að greiða virðisaukaskatt af innflutningi á silfurmynt til landsins þar sem myntin félli utan vöruhugtaks virðisaukaskattslaga. Fram kom í úrskurði yfirskattanefndar að mynt félli utan vöruhugtaks laganna þegar myntin væri látin í té sem greiðslumiðill, en ekki þegar hún væri seld sem söfnunargripur. Ekki gæti ráðið úrslitum í því sambandi hvort um væri að ræða gjaldgenga mynt hverju sinni eða ekki, enda kæmi enginn áskilnaður af þeim toga fram í lögunum og gjaldgeng mynt væri í ýmsum tilvikum seld sem söfnunargripur. Þá tækju undanþáguákvæði 6. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga einvörðungu til tilefnismyntar sem útgefin væri af Seðlabanka Íslands. Var kröfum kærenda hafnað.
Hérd. Skattalagabrot
Dómur - EHF selt