Staðgreiðsla 2010:

Skatthlutfall:
               
Af stofni frá 0-200.000 kr. - 37,22% (tsk. 24,1% + útsv. 13,12%).
                        Af stofni frá 200.001-650.000 kr. - 40,12% (tsk. 27% + útsv. 13,12%).

                                    Af stofni yfir 650.000 kr. - 46,12% (tsk. 33% + útsv. 13,12%).

Börn                           fædd 1995 og síðar: 6% ef yfir kr. 100.745 


Persónuafsláttur:                Kr. 44.205 á mánuði, 100% millifæranlegt hjá samsköttuðum. (530.466 kr. á ári).
Skattleysismörk:                Kr 118.768 kr. á mánuði, 1.425.218 kr. á ári (staðgr.skyld laun eftir lífeyrissjóðsfrádrátt).

Sjómannaafsláttur:        kr. 987 á dag.


Tryggingagjald                8,65%, sjómenn 9,30%.
NB! Við álagn. 2011:  Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 7.800.000 kr.

 skal það sem umfram er skattlagt með 27% skatthlutfalli, allt að helmingi þeirrar fjárhæðar

 sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 7.800.000 kr. 

 

Meðfylgjandi eru lögin um breytingu skattumdæma sem gildi tekur þann 1.jan nk eins og Alþingi gekk frá þeim þann 18.des. sl. Enn á eftir að birta þá í Stjórnartíðimdum

Þær breytingar urðu á frá upphaflegu frumvarpi að ákvæði um að úrskurður ríkisskattstjóra skuli  vera endanleg úrlausn mála á stjórnsýslustigi voru felld út og þess í stað er heimilt að kæra slíkar ákvarðanir til yfirskattanefndarinnar eftir almennum reglum þar um. Þetta á við um ákvörðun reikningsárs í rekstri en einkum er þetta breyting á meðferð ívilnunar- og lækkunarerinda skattþegna vegna veikinda, slysa, mannsláts, framfærslubyrðar, eignatjóns og þess háttar atvika.

Samkvæmt því sem upplýst hefur verið  af fjármálaráðuneyti þá verður útsvarshlutfall í staðgreiðslu 2010  - 13,12%. Fréttatilkynning mun koma úr ráðuneytinu.

Af þessu leiðir að staðgreiðsluhlutfall verður eftirfarandi árið 2010:

Af stofni frá 0-200.000 kr.                         37,22%
Af stofni frá 200.001-650.000 kr.                 40,12%
Af stofni yfir 650.000 kr.                         46,12% 

Lög um ráðstafanir í skattamálum (virðisaukaskattur o.fl.).

 

 


 Lækkun jöfnunargjaldsprósentu
2010 er fram sett í meðfylgjandi lögum sem samþykkt voru 19.des sl. Sjá 2.grein og ákvæði til bráðabirgða. 

Lög um breytingu á lögum um Ábyrgðasjóð launa ,lögum um málefni aldraðra  ofl. GIFA 2010 - Ábsjgjald (Trygggj) 2010.

Samkvæmt meðfylgjandi lögum sem samþykkt voru á Alþingi 18.12 sl verður gjald í framkvæmdarsjóð aldraðara við álagningu í sumar kr 8 400 (var 7 534) og
tekjuviðmiðun  kr 1 361 468  (LÆKKUN : Var 1 143 362 ) . Aldursmörk verða eins og lög standa til , þau sem fædd eru 1940 og síðar.


Samkvæmt lögunum hækkar ábyrðarsjóðsgjald launa í 0,25% (var 0,20%) og tryggingagjald á laun greidd 2010 samsvarandi.


Í lögunum eru einnig ótal ákvæði um hinar ýmsu tekjutengingar og viðmiðanir almmannatryggingakerfis, fæðingarorlofs ofl ofl.


Lögin hafa enn ekki verið birt.

 

 

Nefndarálit og breytingartillaga (65.gr) um frv. til l. um breyt. á l. um tekjuskatt, og fleiri lögum. Landið eitt skattumdæmi.Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.

 

Ríkisskattsjóri hefur birt skattstiga sem gilt gætu vegna skila á staðgreiðslu 2010. Fylgja þeir hér með.

Skattstigar þessir miðast við 13,10% útsvar og fyrirliggjandi stjórnarfrumvarp á þskj. 292, 256. mál yfirstandandi þings.  

Útreikningarnir eru birtir  með svofelldum fyrirvara :

"Athugið að útreikingarnir byggjast á frumvarpi til laga sem gæti tekið breytingum í þinglegri meðferð. "

 
Forsendur tekjuskatts og útsvars
Þrep  Tekjuskattur  Útsvar  Tekjumörk  Persónuafsláttur  Lífeyrisiðgjald
1  24.10%  13,10%  0  44.205  4%
2  27.00%  13,10%  200.000   
3  33.00%  13,10%  650.000

Nefndarálit  og breytingartillögur við frv. til l. um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.

Meðfylgjandi er nefndarálit  og breytingartillögur frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.við frv. til l. um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
Breytingartillögurnar varða bæði málin.