Reglugerð um eftirlit með útborgun á séreignasparnaði.

Sjá reglugerð.

Lög um breyting á tollalögum,lögum um vörugjald, og lögum um virðisaukaskatt. ------ Greiðslufrestur. Tímaviðmiðun innskatts.

Meðfylgjandi eru lög um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, lögum nr. 97/1987,um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Lagasetningin varðar greiðslufresti gjalda á árinu 2009.


 Einnig er tekið fram að þrátt fyrir ákvæði vsk.laga sé  á gjalddaga virðisaukaskatts vegna reglubundinna uppgjörstímabila á árinu 2009,  heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað.

Lögin voru samþykkt í dag en eru enn án númers og óbirt í Stjórnartíðindum.

 Þau tóku gildi 15.mars sl.

Sjá lög.

Meðfylgjandi eru lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Lögin varða 100% endurgreiðsla á VSK vegna bygginga ofl skv. nýsamþykktum lögum.  
Þau lög sem hér fylgja varða samræmingu ákvæða

Sjá lög.

Meðfylgjandi eru lög um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald,með síðari breytingum.
Þau fela í sér breytingar á ÍSAT númerum vegna álagningar nú í ár á starfsemi ársins 2008. Um er að ræða vörpun ÍSAT95 skv. eldri lögum yfir í ÍSAT2008.  
Lögin voru samþykkt í gær en eru enn án númers og óbirt í Stjórnartíðindum. 

Sjá lög.

Breytingartillögur og nefndarálit vegna frumvarps til laga um breyting á tollalögum, vörugjaldslögum og VSKlögum. Greiðslufrestur og innskattsréttur. Afturvirkni.Gildistaka 15.03.09.

Sjá nefndarálit.

Sjá breytingartillögu.

 

REGLUR um breytingá reglum um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2009. Frádráttur á móti dagpeningum erlendis í SDR. Gildistaka var 01. 03. sl.---- LÆKKUN FRÁDRÁTTAR

Sjá reglu.

Hér fylgja með breytingartillögur ásamt áliti allsherjarnefndar um frv. til laga un breytingu á gjaldþrotalögum. 
Með frumvarpinu er lagt til að í lög um gjaldþrotaskipti verði bætt nýju úrræði sem ber heitið greiðsluaðlögun.
Nefndin gerir óverulegar breytingar frá upphaflegu frumvarpi.
Lagatilvísunum er breytt og lagt til að umsjón með nauðasamningi um greiðsluaðlögun er á hendi sýslumanns eins eða fleiri eða annars opinbers aðila, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra.
Í nefndarálitinu er einnig gerð grein fyrir því kerfi sem hér er lagt til að verði tekið upp. 

Sjá nefndarálit

Norðurlöndin og Cayman-eyjar gera samning um baráttu gegn skattaflótta 

12.3.2009

Fréttatilkynning nr. 15/2009

Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu var í síðustu viku gengið frá samkomulagi milli aðildarríkja Norrænu ráðherranefndarinnar og Cayman-eyja um undirritun upplýsingaskiptasamnings. Samningurinn er liður í sameiginlegri viðleitni samningsaðilanna til að stöðva skattaflótta.

 

Meðfylgjandi reglugerð sem birt var í dag og dagsett er 26.02.sl með gildistöku nú þegar,  varðar  breytingu á reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta, með síðari breytingum. Hún fjallar um  útvíkkun á vaxtabótarétti í þeim tilfellum að  maður eigi fleiri en eina íbúð.
Getur nú  réttur til vaxtabóta haldist vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum ef sala íbúðar reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði.
Réttur til vaxtabóta af þessum sökum helst allt að þremur árum.
Við þessar aðstæður er útleiga íbúðarhúsnæðis heimil án þess að réttur til vaxtabóta skerðist.

Sjá reglugerð.

Meðfylgjandi frumvarp til laga um Bjargráðasjóð varðar skattalög m.a. á þann hátt að starfsemi hans tengist álagningu búnaðargjalds.
Bjargráðasjóður hefur verið við lýði í tæpa öld. Er gerð grein fyrir starfsemi hans í frumvarpinu.
Hlutverk  sjóðsins er skv. frv. að veita einstaklingum og félögum styrki til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara:og  meiri háttar tjón vegna sjúkdóma og óvenjulegs veðurfars.
Sjóðurinn verður  í sameign ríkis og Bændasamtaka Íslands. Umsýsla hans færist frá samgönguráðuneytinu yfir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Bjargráðasjóður fær meðal annars tekjur af búnaðargjaldi skv. 6. gr. laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum, og viðauka með þeim lögum.
Forsenda styrkveitinga úr sjóðnum er að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997.

Frv gerir ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. júní 2009

Sjá frumvarp