REGLUR um breytingá reglum nr. 7/2009, um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2009.Dagpeningar innanlands pr 01.06.09 ff.

Sjá reglur

Úrskurður yfirskattanefndar,. Söluréttarsamningur vegna hlutabréfa. Hækkun við innlausn talin launagreiðslur.

Meðfylgjandi er reifun á nýlegum yfirskattanefndarúrskurði sem varðar starfskjör . Málið er nr 117 frá 27.05. sl. 

Fréttatilkynning nr. 32/2009

Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er 5. júní 2009 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins mars og apríl 2009 og 5. ágúst gjalddagi vegna uppgjörstímabilsins maí og júní 2009.

Í 1. mgr. 27. gr. laganna kemur fram að sé virðisaukaskattur ekki greiddur á tilskildum tíma skuli aðili sæta álagi til viðbótar skatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu eða til viðbótar þeim skatti sem honum bar að standa skil á, sbr. 19. gr. laganna. Sama gildir ef virðisaukaskattsskýrslu hefur ekki verið skilað eða verið ábótavant og virðisaukaskattur því áætlaður eða endurgreiðsla skv. 25. gr. hefur verið of há. Þá skal aðili sæta álagi ef endurgreiðsla skv. 3. og 4. mgr. 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. hefur verið of há. Í 6. mgr. 27. gr. laganna kemur fram að fella megi niður álag ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og geti skattyfirvöld metið það í hverju tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.

Á síðustu mánuðum hefur ráðuneytið í þrígang talið að vegna erfiðleika í atvinnulífinu væru gildar ástæður til að beita heimild 6. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988, til tímabundinnar niðurfellingar álags, að hluta til, vegna skila á virðisaukaskatti.

Að mati ráðuneytisins eru enn gildar ástæður til að beita heimild 6. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988, til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjörstímabilið mars og apríl 2009 sem og fyrir uppgjörstímabilið maí og júní 2009.

Hefur ráðuneytið í dag beint þeim tilmælum til skattstjóra að fellt verði tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem á gjalddaga er 5. júní 2009 og gildi sú niðurfelling í fimm daga eða til og með 10. júní 2009. Í sömu tilmælum kemur fram að fellt verði tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem á gjalddaga er 5. ágúst 2009 og gildi sú niðurfelling í tvo daga eða til og með 7. ágúst 2009.

Sem áður segir hefur ráðuneytið að undanförnu í þrígang beint samskonar tilmælum til skattstjóra vegna síðustu uppgjörstímabila virðisaukaskatts. Jafnframt voru á Alþingi í vor samþykkt lög sem kveða á um ákveðinn greiðslufrest á aðflutningsgjöldum (þ.m.t. virðisaukaskatts) vegna uppgjörstímabila á árinu 2009. Með tilmælum þeim sem beint var til skattstjóra í dag er horft til næstu tveggja gjalddaga virðisaukaskatts, 5. júní og 5. ágúst, en frá og með 5. október verður álagsbeiting vegna síðbúinna skila á virðisaukaskatti með hefðbundnum hætti.

Fjármálaráðuneytinu, 4. júní 2009

Tillaga ríkisstjórnarinnar  til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Sjá tillögu

Meðfylgjandi eru tveir dómar er varða skattvik. Um er að ræða iðnfyrirtæki og  mann sem stundar málningarstörf. Voru brotin framin í reksrti þeirra.


Sjá dóm Þórsafl

Sjá dóm Þór Karlsson

Í meðfylgjandi dómsmáli var deilt um viðhorf tvisköttunarsamninga til skattlagningar hér á landi. 

Gjaldandi krafðist þess að álagning opinberra gjalda skattstjórans í Reykjavík á hann  gjaldárin 1999 til og með 2008  yrði ómerkt. Hann hafði  verið heimilisfastur hér á landi frá árinu 1995, en aflað tekna bæði hérlendis og erlendis, í Svíþjóð og í Færeyjum. Varðaði málið túlkun ákvæða tvísköttunarsamnings milli Norðurlandanna og hvort skattaleg meðferð tekna stefnanda frá Svíþjóð og Færeyjum hafi verið í fullu samræmi við íslenska löggjöf og ákvæði fyrrnefnds tvísköttunarsamnings. 

Málinu var vísað frá dómi vegna vanreifunar 

Sjá dóm.

Í meðfylgjandi máli stefndi tryggingarfélag tjónþola vegna vangreiðslu. 

Tjón varð  á gólfi  með þeim hætti að parket varð fyrir skemmdum af völdum leka. Tryggingafélagið  bætti  allt tjónið, þ.m.t. virðisaukaskatt á íhluti og vinnu.  Þar sem að tjónþolinn er skráður aðili bar honum  að telja þennan skatt til innskatts hjá sér og endurgreiða hann tryggingafélaginu.. 

Byggt var af hálfu félagsins á  skjali sem tjáðist vera minnisatriði ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt og vátryggingar og hafði  verið lagt  fram á félagsfundi Sambands íslenskra tryggingafélaga 22. janúar 1990. 

Í minnisatriðunum segir svo:    „Láti tryggingarfélag gera við tjónamun greiðir það virðisaukaskatt af viðgerðinni og fær hann ekki frádreginn,  sbr. lið I.  Sé tryggingartaki (tjónþoli) skráður aðili getur hann hins vegar talið þennan skatt til innskatts hjá sér að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: - Vátryggingarfélagið afhendi tjónþola frumrit kvittaðs reiknings fyrir viðgerðinni. – Á reikningi viðgerðaraðila komi fram að viðgerðin sé vegna eignar tryggingartaka, þ.e. fram skal koma lýsing þeirrar eignar sem viðgerð varðar og hver sé eigandi.“ 

Í málinu taldist  ósannað að meginskilyrði téðra  minnisatriða ríkisskattstjóra hafi verið uppfyllt og einnig sýnt að tryggingarfélagið hefði  sýnt verulegt tómlæti við að gæta ætlaðs réttar síns . 

Tjónþolinn var sýknaður.

Sjá dóm.

Frumvarp til laga um breytinguá lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn). ENDURFLUTT

Sjá frumvarp.

Frumvarp til laga um breytinguá lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun reglna við samruna og skiptingu).

Sjá frumvarp.

"Norræn samvinna á sviði upplýsingaskipta við lágskattaríki heldur áfram 

19.5.2009

Fréttatilkynning nr. 29/2009

Á blaðamannafundi sem haldinn var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í gær var undirritaður samningur milli stjórnvalda á Íslandi og Bresku Jómfrúreyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð undirrituðu einnig samhljóða samning auk þess sem undirritaðir voru samningar sem taka til afmarkaðra tekna þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja. Af hálfu Íslands undirritaði Svavar Gestsson sendiherra samningana en fyrir hönd Bresku Jómfrúreyja Hon. Dancia Penn (Deputy Premier of the British Virgin Islands).

Upplýsingaskiptasamningurinn við Bresku Jómfrúreyjar er sá sjötti í röðinni sem Norðurlöndin undirrita en áður hafa verið gerðir samningar við Mön, Guernsey, Jersey, Cayman eyjar og Bermúda. Jafnframt er samningagerð á lokastigi við Arúba og Hollensku Antillaeyjar og er reiknað með að undirritun þeirra samninga fari fram síðar í sumar. Í undirbúningi er síðan gerð samninga við fleiri lágskattaríki en ákveðið hefur verið að starfshópur sá sem skipaður var af Norrænu ráðherranefndinni í júní 2006 starfi áfram næstu árin.

 Dancia Penn frá Bresku Jómfrúreyjum, Svavar Gestsson sendiherra og
Kristian Jensen danski skattamálaráðherrann. Ljósmyndari Mats Holmström
" 

 

Sjá samning.