Frétt fjmrn: Gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar 2009. Frestur til 14.apríl.

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti 

6.4.2009

Fréttatilkynning nr. 23/2009

Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er 6. apríl 2009 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar 2009.

 

Frumvarp til lagafrá efnahags- og skattanefnd.um breytingu á lögum  um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.---Ákvæði um hönnuði og eftirlitsaðila í nýjum lögum færð til fyrra horfs.

Þingnefnd sá ástæðu til að hverfa í einu atriði frá þeirri skipan sem nýlega samþykkt  lög um setningu bráðabirgðaákvæða við lög um virðisaukaskatt höfðu á um endurgreiðslur til húsbyggjenda, sveitarfélaga oþh.
Í meðfylgjandi frumvarpi eru felld brott ákvæði um endurgreiðsluhæfi vegna reikninga „hönnuða og eftirlitsaðila sem löggildingu hafa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum“. forsendan er sú að innan nefndarinnar hafa komið fram þau sjónarmið að umrætt skilyrði sé ekki í samræmi við þann raunveruleika sem starfsstéttir sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum búa við. Það sé og  til þess fallið að raska samkeppni þeirra á milli.

Nefndin leggur því til að orðalagið falli brott  og að gildistaka brottfellingar verði 1. mars 2009 eins og í hinum nýlega samþykktu lögum  nr. 10/2009.

Sjá frumvarp.

Meðfylgjandi dómur varðar meint mannréttindabrot skattyfirvalda í sambandi við framlagningu álagningarskrár. 

 Gjaldandi r stefndi er skattstjóranum í Reykjavík og  krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að skattstjóranum væri óheimilt, þrátt fyrir ákvæði  laga  um tekjuskatt, að leggja fram til sýnis álagningarskrá þar sem tilgreindir eru þeir skattar sem lagðir hafa verið á gjaldendur.   

 

Lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar. Tekjutenging. Skuldajöfnun ofgreiddra fjármuna.

Meðfylgjandi lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar voru samþykkt á Alþingi í gær en hafa enn ekki verið birt eða fengið laganúmer.

Lögin kveða á um að  líffæragjafar sem eru launamenn eða sjálfstætt starfandi  á innlendum vinnumarkaði og verða óvinnufærir vegna líffæragjafar til líffæraþega geti átt rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði með vissum skilyrðum.


Ýmis skilyrðanna varða skattstofna og skattalega stöðu viðkomandi.

Í lögunum er meðal annars ákvæði um að ef  líffæragjafi hafi fengið hærri greiðslur en honum bar , sé heimilt að skuldajafna ofgreiddum greiðslum á móti inneign líffæragjafans vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta og skuli fjármálaráðherra skal setja í reglugerð nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð og fari að öðru leyti um innheimtu slíks fjár eftir lögum um tekjuskatt. (Félags- og tryggingamálaráðherra getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu ).
Lögin öðlast gildi 1. janúar 2010 og eiga  við um líffæragjafa sem verða óvinnufærir vegna líffæragjafar eftir gildistöku laganna.
 

Sjá lög

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 2. apríl 2009

Upplýsingaskiptasamningur við Cayman-eyjar 

2.4.2009

Í gær var undirritaður í Stokkhólmi samningur milli Íslands og Cayman- eyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Á sama tíma undirrituðu hin Norðurlöndin samhljóða samning við Cayman-eyjar. Af hálfu Íslands undirritaði Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra samninginn en fyrir hönd Cayman-eyja Alden McLaughlin, ráðherra alþjóðlegra fjármálaviðskipta.

Jafnframt hefur verið unnið að gerð þriggja samninga er varða skattlagningu tekna á afmörkuðum sviðum, þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja.

Þessir þrír samningar verða undirritaðir í París í sumar. Stefnt er að fullgildingu allra samninganna á þessu ári og munu þeir koma til framkvæmda um næstu áramót.

Sjá samning

REGLUGERÐ um aðstoð við gerð beiðni um heimild til að leita greiðsluaðlögunar.(Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna )

Sjá reglugerð

Nefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun reglna við samruna og skiptingu). Aðgengi skattyfirvalda að samrunaskýrslu.

Í meðfylgjandi  tillögum  við frumvarp til laga um breytingu á lögum  um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög  sem varðar EES reglur um einföldun reglna við samruna og skiptingu félaga , eru lagðar til breytingar frá upphaflegri gerð þess.
Nefndinni var bent á að ef  upphaflega  frumvarpið yrði óbreytt að lögum myndi það valda því að skattyfirvöldum yrði gert erfiðara fyrir en ella við skatteftirlit. Einnig komu  fram atriði sem varða  öryggi lánardrottna félaganna

Leggur því efnahags - og viðskiptanefndin nú til  að gerð verði sú breyting á frumvarpinu að þrátt fyrir samþykki allra hluthafa um að falla frá gerð samrunaskýrslu skuli engu að síður lögð fram yfirlýsing frá endurskoðanda um að hve miklu leyti samruninn kunni að rýra möguleika lánardrottna á fullnustu í einstökum félögum.

Sjá nefndarálit

Sjá breytingartillögur

LÖG nr 21,23.mars 2009 um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum . (ÍSAT 2008 gildi við ákvörðun á gjaldskyldu.)

Sjá lög

 

Lögum breytingu á lögum  um málefni aldraðra. Hækkun gjalds í framkvæmdarsjóð við álagningu 2009.

Sjá lög

Meðfylgjandi er frumvarp til laga um nýja ríkisstofnun, Íslandsstofu.
 Markmið frumvarpsins er að setja í lög ákvæði sem ætlað er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum, og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

Sjá frumvarp