Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum, og ýmsum öðrum lögum varðandi endurskoðendur og skoðunarmenn.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem leiðir af lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur. Samkvæmt þeim lögum geta ekki aðrir en þeir sem fá löggildingu ráðherra endurskoðað reikningsskil og áritað þau í samræmi við endurskoðunina.   Er lögð til breyting á  núverandi lögum þannig að leggja störf endurskoðenda og skoðunarmanna að jöfnu.  Einnig verður að fylgja þeirri breytingu eftir með breytingum á l lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og fleiri lögum, sem gera kröfu um kosningu endurskoðenda eða skoðunarmanna og framlagningu endurskoðaðra ársreikninga. Einnig eru lögð  til  ákvæði til skýringar á starfrækslugjaldmiðli og lagt er til að komi til framkvæmda hér á landi  þættir tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins
 Frumvarp þetta var lagt fram áður á þingi en var ekki afgreitt úr nefnd fyrir þinglok. Frumvarpið er því  nú lagt fram að nýju lítillega breytt með hliðsjón af athugasemdum  frá hagsmunaaðilum. 

Sjá frumvarp

Góðan dag.
Ég vil vekja athygli ykkar á því að á vefsíðunni www.nordisketax.net er að finna orðalista yfir algeng skattaorð, en hér er um að ræða lista með um 150 orðum.
Í gær var listinn uppfærður en jafnframt var ensku bætt við.

Orðalistinn er því á dönsku, íslensku, norsku, finnsku, sænsku og ensku

Tengill beint á orðalistann:
http://www.nordisketax.net/main.asp?url=/dictionary.asp&c=isl&l=isl&m=&d1=isl&d2=dan 

 

Kveðja,
Jóhannes Jónsson

Einnig er hægt að nálgast þessa slóð inn á Tenglar - Skattyfirvöld.

Meðfylgjandi dómur dagsettur í dag varðar ágreining rekstraraðila og bókara hans um greiðslur fyrir unnið verk.
Niðurstaðan var sú að greiða skyldi fyrir verkið samkvæmt reikningi þeim er til innheimtu var.

Sjá dóm

Meðfylgjandi er upplýsingabæklingur rsk um forsendur og framkvæmd álagningar  á lögaðila 2009 vegna rekstrar og starfsemi á árinu 2008.

Álagningarskrá var fram lögð í öllum skattumdæmum í dag. Hún verður til sýnis í hverju sveitarfélagi og á skattstofum til og með 13.nóvember nk.
Kærufrestur rennur út þann 30.nóvember nk.

 

Álagningar- og innheimtuseðill lögaðila 2009  aðgengilegur á þjónustusíðu á skattur.is.

Sjá bækling

Meðfylgjandi er endanlegur  texti laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. :eins og hann var samþykktur  á Alþingi þann 23.okt.sl.
 Lögin hafa enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum.


 Við 2.umræðu málsins var áformuð breyting á skattalögum sem sett hafði verið fram af þingnefnd kölluð aftur og kom hún því ekki til atkvæða  og fór ekki inn í lögin.
 Um var að ræða  breytingartillögu nr 7 á þingskjali 103 (brtt. 103,7 :.Á eftir 8. gr. komi nýr kafli, V. kafli, Breytingar á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með einni nýrri grein, 10. gr., svohljóðandi: ....)     Hún var semsagt kölluð afturkölluð.

Sjá Lög

Meðfylgjandi er breytingarreglugerð er varðar 2.tölul. 2.málsgr. í innskattsreglugerðinni: +


Upphaflegi textinn í reglugerð nr 192/1993 er þessi:

"13. gr.

það telst breyting á forsendum fyrir frádrætti á innskatti þegar skattaðili naut fulls frádráttarréttar eða frádráttar að hluta þegar eign var keypt eða þegar verk var unnið, en eignin er síðar seld, leigð eða tekin til annarrar notkunar þar sem skattaðila ber enginn frádráttarréttur eða minni frádráttarréttur. Það telst einnig breyting á forsendum fyrir frádrætti á innskatti þegar ökutæki skv. 1. tölul. 1. mgr. 9. gr. er breytt þannig að ökutækið uppfylli ekki skilyrði þau sem tilgreind eru skv. 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé um breytta notkun ökutækis að ræða. Jafnframt skal leiðrétta innskatt vegna öflunar eigna, sem falla undir 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. og notaðar eru við blandaða starfsemi, ef hlutfallstala skv. 5. gr. lækkar um 10 prósentur eða meira frá því ári þegar eignar var aflað.

Leiðréttingarskylda fellur niður í eftirfarandi tilvikum:

1. Þegar sala eða afhending rekstrarfjármuna telst til skattskyldrar veltu skattaðila, sbr. 3. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1988 og 11. gr. reglugerðar þessarar.

2. Þegar eign er seld nauðungarsölu.

3. Þegar fasteign er leigð út og leigusali er skráður frjálsri skráningu, sbr. reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign.

Heimilt er skattaðila að leiðrétta til hækkunar innskatt vegna öflunar eigna skv. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr., sem notaðar eru við blandaða starfsemi, ef hlutfallstala skv. 5. gr. hækkar um 10 prósentur eða meira frá því ári þegar eignar var aflað. "

Sjá reglugerð 

 

 

Meðfylgjandi er dómur héraðsdóms Reykjavíkur í dag í máli forráðamanns einkahlutafélagsins Eignasölunnar  Stuðlabergs.  Um var að ræða vanskil á virðisaukaskatti,  vöntun á skattframtölum, vanrækslu bókhalds og óheimil lán frá félaginu til forráðamannsins og óframtöldum tekjum af þeim sökum.

Niðurstaða dómarans var sú að telja brot forráðamannsins  gegn lögum um virðisaukaskatt, gegn lögum um bókhald og lögum tekjuskatt í heild  stórfelld og leiða til refsiþyngingar samkvæmt hegningarlögum. Taldi dómarinn brot þessi  sýna ófyrirleitinn brotahug og það væri einnig til þess að þyngja refsingu forráðamannsins  að hann var löggiltur fasteignasali þegar hann framdi þau. 

Refsing forráðamannsins þótti  vera hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði.   En þar sem langt væri  liðið frá því að hann framdi brot sín þætti  mega ákveða að refsing þessi félli niður að liðnum 2 árum frá dómsuppsögu að telja, héldi hann  almennt skilorð hegningarlaga. Var hann einnig dæmdur  til þess að greiða fésekt.  Með vísan til málavaxta taldi dómarinn rétt að miða við þrefaldan þann virðisaukaskatt sem vangoldinn var og dæma forráðamanninn til þess að greiða 9.600.000 krónur í sekt og ákveða jafnframt að 75 daga fangelsi kæmi í stað sektarinnar, greiddist hún ekki innan 4 vikna frá dómsbirtingu. 

Sjá dóm

Meðfylgjandi bréf ríkisskattstjóra  frá 08.10.09 varðar meðferð á hagnaði sem myndast í tengslum við sölu greiðslumarks mjólkur.
Álitaefninu um hvort viðbygging við hús sem þegar var nýtt af gjaldanda eða bygging  bílskúrs við það hús
fullnægði skilyrðum til að lækka mætti stofnverð með yfirfærslu hagnaðarins til lækkunar stofnverðs var svarað neitandi. 

Sjá bréf

Fyrirspurn til fjármálaráðherra um aðsetur embættis ríkisskattstjóra.

 

Sjá fyrirspurn

Meðfylgjandi bréf ríkisskattstjóra varðar ákvæði skattalaga um frestun  og frádrátt  tekjufærðs söluhagnaðar af hlutabréfum. 

Sjá bréf