Dómur Bygging
Skattskyld gjöf verðmat
"Rafræn fyrirtækjaskrá RSK14.11.2017

Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að gerð rafrænnar fyrirtækjaskrár fyrir nýskráningu félaga og breytingar á skráningu þeirra. 

Mun þessi rafræna skráning fara fram á þjónustuvef ríkisskattstjóra, www.skattur.is. Búið er að opna fyrsta áfanga rafrænnar fyrirtækjaskrár, þ.e. að stofna og gera breytingar á skráningu einkahlutafélaga, en endanleg útgáfa skránnar er enn í vinnslu.

Með rafrænni fyrirtækjaskrá er öll skráning upplýsinga við stofnun einkahlutafélags rafræn og fer undirritun gagna eingöngu fram með rafrænum skilríkjum. Þegar búið er að skrá inn þær upplýsingar sem krafist er við stofnun félags verða stofnskjölin sjálfkrafa til í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Ekki er því lengur nauðsynlegt fyrir viðskiptavini RSK að útbúa stofngögnin sjálfir, en hægt er að hlaða upp eigin gerð stofnskjala ef ástæða er til. Þegar stofnskjölin hafa verið samþykkt er sendur tölvupóstur til allra þeirra sem þurfa að undirrita skjölin rafrænt. Samhliða er stofnuð krafa fyrir skráningargjaldinu í heimabanka skráningaraðila. Þegar allir hlutaðeigandi hafa rafrænt undirritað nauðsynleg gögn og skráningargjaldið hefur verið greitt tekur ríkisskattstjóri við skráningu félagsins og afgreiðir hana. Mun þetta fyrirkomulag stytta afgreiðslutíma nýskráninga verulega en áætlað er að skráning einkahlutafélaga muni taka tvo virka daga í stað tíu áður.

Til að skrá einkahlutafélag rafrænt, og gera breytingar á skráningu, þarf að fara inn á þjónustusíðuna www.skattur.is undir: 
Almennt
 > Fyrirtækjaskrá > Nýskráning"Á vef rsk.is má sjá stutt kynningarmyndband um rafræna fyrirtækjaskrá 

Allar nánari upplýsingar um rafræna fyrirtækjaskrá veitir Ástríður Þórey Jónsdóttir í síma 442 1000

Dómur Hæ Yskn vs. sakamál
Úrskurður nr. 138/2017 
Bifreiðagjald
ÚrvinnslugjaldKröfum kæranda um niðurfellingu eða lækkun bifreiðagjalds og úrvinnslugjalds vegna bifreiðar hennar, sem byggðust m.a. á því að enginn koltvísýringur hefði mælst frá bifreiðinni, var hafnað. Taldi yfirskattanefnd að þar sem ekkert væri skráð í ökutækjaskrá um losun koltvísýrings bifreiðarinnar færi um ákvörðun bifreiðagjalds eftir fyrirmælum 3. mgr. 2. gr. laga nr. 39/1988, hvað sem liði mælingum skoðunarstofu um CO-innihald í útblæstri bifreiðarinnar. 

Áskorun vegna skila ársreikninga18.9.2017

Lokafrestur til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár RSK rennur út 20. september 2017

Áskorun um skil á ársreikningum hefur nú verið birt á þjónustusíðu ( skattur.is ) þeirra félaga, sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi sínum til ársreikningaskrár. Forráðamenn viðkomandi félaga eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda ársreikning rafrænt, þannig að ekki þurfi að koma til sektarákvörðunar.

Unnt er að finna á rsk.is yfirlit yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi. Vakin er athygli á að örfélög sem hafa skilað skattframtali geta nýtt sér Hnappinn. Þá er farið inn á þjónustusíðu ríkisskattstjóra skattur.is og valið að láta ríkisskattstjóra útbúa ársreikning félagsins og skila til ársreikningaskrár 

(Af vef rsk)

Orðsending til félagsmanna FLE og FBO

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að vinnsla við skil og álagningu á vsk hefur verið breytt m.a. með aukinni tæknivinnslu. Tekist hefur að flýta vinnslunni, þannig að álagning og áætlanir VSK hafa færst framar í tíma.

Af þessu leiðir jafnframt að álagning sérstaks gjalds v/síðbúinna skila VSK fer fram fyrr en verið hefur. Áminning um skil verður send í tölvupósti til þeirra sem ekki hafa staðið skil á VSK á réttum tíma.

Tvísköttunarsamningur við Belgíu