Úrskurður nr. 7/2018 
Aðflutningsgjöld
Tollflokkun
Sendibifreið

um breytingu á lágmarksupphæð stofnfjár sjóðs eða stofnunar sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Samkvæmt 2. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988 skal stofnfé sjóðs eða stofnunar árið 2018 vera kr. 1.160.000 hið minnsta.

Auglýsing þessi tekur þegar gildi.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 12. janúar 2018,Björn Ingi Óskarsson.Frumvarp til laga um skattleysi uppbóta á lífeyri
16. janúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Undirritun tvísköttunarsamnings við Japan


Guðlaugur Þór Þórðarson og Yasuhiko Kitagawa eftir undirritun samningsins.Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Japan var undirritaður í Reykjavík þann 15. janúar 2018. Samningurinn, sem nær til tekjuskatta, var undirritaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra fyrir hönd Íslands og Yasuhiko Kitagawa sendiherra Japans á Íslandi fyrir hönd Japans.Helstu efnisatriði samningsins eru þau að enginn afdráttarskattur er af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 25% eignarhlutdeild í félaginu sem greiðir arðinn, að móttakandi arðsins sé raunverulegur eigandi og að hann hafi átt hlutabréf í félaginu í a.m.k. sex mánuði áður en arður er greiddur út eða sé í eigu lífeyrissjóða að nánar tilgreindum skilyrðum. Samið var um 5% afdráttarskatt af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 10% í félaginu sem greiðir arðinn, að móttakandi arðsins sé raunverulegur eigandi og hafi átt hlutabréf í félaginu í a.m.k. sex mánuði áður en arður er greiddur út. Að öðrum kosti er afdráttarskattur af arði 15%.

Enginn afdráttarskattur er af vöxtum eða þóknunum. Samkvæmt samningnum er frádráttaraðferð beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun og jafnframt er að finna ákvæði um aðstoð við innheimtu skatta. Í samningnum er að finna sérstakt ákvæði sem á að koma í veg fyrir misneytingu ívilnana sem samningurinn veitir.

Á næstu mánuðum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins. Vonast er til að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2019.

Orðsending nr. 1 2018 RSK 0601
Tilkynning