Frumvarp til laga
Frumvarp til laga

Af vef 
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=117


Málsefni : Hækkun á mótframlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og ríkissjóðs til lífeyrisjóða sem og á greiðslum Ábyrgðasjóðs launa til lífeyrissjóða.Með frumvarpsdrögum þessum er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, hvað varðar mótframlag Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og ríkissjóðs í lífeyrissjóði fyrir þá einstaklinga sem nýta rétt sinn til greiðslna á grundvelli framangreindra laga. Einnig eru lagðar til breytingar á lögum um Ábyrgðasjóð launa þannig að ábyrgð sjóðsins hækki vegna krafna lífeyrissjóða um lífeyrisiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á ábyrgðartímabili samkvæmt lögunum. 

Sjá nánar hér

Úrskurður nr. 113/2018 

DánarbæturKærandi, sem fékk greiddar bætur á grundvelli 6. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 vegna andláts maka á árinu 2014, hélt því fram að um greiðslu skattfrjálsra dánarbóta væri að ræða, sbr. 2. tölul. 28. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var rakið að bætur samkvæmt 6. gr. laga nr. 99/2007 ættu rót sína að rekja til svonefndra ekkjubóta sem teknar voru upp á árinu 1946. Var gerð grein fyrir forsögu slíkra bóta og bent á að í löggjöf á sviði almannatrygginga hefði ávallt verið gerður greinarmunur á annars vegar dánarbótum vegna slysa og hins vegar hinni sérstöku tegund bóta vegna andláts maka sem upphaflega nefndist ekkjubætur. Í skattframkvæmd hefði óslitið og um langan aldur verið byggt á því að ekkju- og ekklabætur væru skattskyldar og féllu ekki undir undanþáguákvæði skattalaga vegna greiðslu dánarbóta. Var kröfum kæranda hafnað.

Meginbreytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu eru breyting á 7. og 109. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Þar er opnað fyrir þann möguleika að öll félög sem mikilsverða hagsmuni hafi að gæta vegna erlendrar fjármögnunar eða viðskiptasambanda geti samið ársreikning á ensku en þá skuli ársreikningurinn þýddur á íslensku og hann vera birtur hjá ársreikningaskrá bæði ensku og íslensku. Mikilvægt er að ársreikningar séu birtir hjá ársreikningaskrá þannig að viðskiptalífið og þeir sem reiða sig á fjárhagsupplýsingar félaga hafi greiðan aðgang að þeim upplýsingum og að upplýsingarnar séu á tungumáli sem meginþorri þjóðarinnar skilur. Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi og komi til framkvæmda fyrir reikningsár sem hefst 1. janúar 2017 eða síðar

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=116

Sjá ársreikningadrög

Dómur Landsréttar
Úrskurður Landsréttar
Kærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 31. ágúst23.8.2018

Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2018, vegna tekjuársins 2017, lýkur þann 31. ágúst 2018.

Álagning einstaklinga fór fram 31. maí sl.  Var niðurstaða álagningar birt á þjónustuvef RSK og er kærufrestur, eins og fyrr segir, til 31. ágúst 2018.

Tekið er á móti kærum með rafrænum hætti á þjónustuvef RSK. Eftir innskráningu með veflykli eða rafrænum skilríkjum skal velja „senda leiðréttingu“. Fylla þarf út formið þar sem gefið er upp framtalsár og tilefni leiðréttingar. Leiðréttingarbeiðni þarf að vera rökstudd og glöggt fram sett. Gögn, leiðréttingarbeiðni til stuðnings, má einnig senda í gegnum þjónustuvef með því að velja „viðbótargögn“.

Allar frekari upplýsingar veitir þjónustuver ríkisskattstjóra í síma 442 1000 eða netspjalli.
Minnt er á að lokafrestur til að skila skattframtölum lögaðila sem og ársreikningum til ársreikningaskrár RSK,

vegna rekstrarársins 2017, rennur út þann 5. september nk.