Úrskurðir yfirskattanefndar
A_nr_38_2017
Dómur Hærd. Brotaafl vs. Tollstjóri
Tíund júní 2017
Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, tolla og gjöld fjalla m.a. um  leigutekjur.
Þau voru samþykkt á Alþingi 1. júní 2017 (enn óbirt).

4. gr. laganna sem bætir nýrri grein við tskl. er á þessa leið:    "Á eftir 58. gr. laganna kemur ný grein, 58. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Útleiga manna á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og öðru húsnæði.

    Tekjur manna af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis eða annars húsnæðis, m.a. þar sem gisting er boðin gegn endurgjaldi, skulu teljast stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi nema: 
     a.      Tekjurnar stafi af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög, enda séu hinar útleigðu sérgreindu fasteignir ekki fleiri en tvær. Frá tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir húsaleigulög, er heimilt að draga leigugjald sem hann greiðir af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Frádráttur þessi leyfist eingöngu á móti leigutekjum af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er í útleigu. 
     b.      Útleigan teljist heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, hún hafi verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer. Þá skal heildarfjárhæð leigutekna viðkomandi af heimagistingu á tekjuárinu aldrei nema hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. Sé húsnæðið í útleigu tveggja eða fleiri manna skal við afmörkun heildarfjárhæðarinnar telja tekjur þeirra allra hjá hverjum og einum. 
    Tekjur af starfsemi sem fellur undir b-lið 1. mgr. skulu skattlagðar samkvæmt ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. án frádráttar. Nemi heildarfjárhæð leigutekna skv. b-lið 1. mgr. hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. eða ef sýslumaður fellir niður skráningu heimagistingar falla allar leigutekjurnar á tekjuárinu undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. "


Um gildistöku þessa ákvæða er fjallað í 26.grein laganna þannig: 4.      "Ákvæði 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2018 nema a-liður 1. mgr. greinarinnar sem öðlast gildi 1. janúar 2018 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2019. " 


Húsaleigulög eru hér: 

http://www.althingi.is/lagas/146a/1994036.html 


Umrædd 3.mgr ásamt 4.mgr 66.gr tskl  með síðari breytingum eru þannig með fyrirsögnum: 
: 
Tekjuskattsútreikningur, afslættir og barnabætur. 
Skattstigi manna. 

[Tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar skal vera [20%] 7) af þeim tekjum. Til fjármagnstekna teljast í þessu sambandi tekjur skv. 1.–8. tölul. C-liðar 7. gr., þ.e. vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur. [Þó skal ekki reikna tekjuskatt skv. 1. málsl. af heildarvaxtatekjum að fjárhæð [125.000 kr.] 6) á ári hjá manni og [50%] 1) af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis [til búsetu leigjanda]. 1)4)8) 
Sú fjárhæð, sem reiknast skv. 3. mgr., skal vera endanleg álagning á fjármagnstekjur. Skulu engin önnur opinber gjöld, sem reiknuð eru á tekjuskattsstofn, leggjast á þessar tekjur. Sömuleiðis skulu tekjurnar ekki taldar til tekjuskattsstofns til viðmiðunar við útreikning bóta eða annarra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar, lögum um [húsnæðisbætur] 9) eða öðrum lögum nema sérstaklega sé kveðið á um það í þeim lögum. Um afdrátt skatts af vaxtatekjum og arði samkvæmt þessari málsgrein skulu á tekjuárinu gilda lög um staðgreiðslu skatts af slíkum tekjum samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í þeim lögum. 
Reifun:

Úrskurður nr. 92/2017 
Skattrannsókn
Skipting hlutafélaga
Óvenjuleg skipti í fjármálum
Tímamörk endurákvörðunar
Álag Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf á árinu 2011 rannsókn á skattskilum A hf. er beindist einkum að tengslum A hf. við erlend félög og hvort hluthafar A hf. hefðu notið afraksturs af rekstri félaganna og borið ábyrgð á skattskilum þeirra hér á landi. Áður en rannsókninni lauk eða á árinu 2013 framsendi ríkisskattstjóri skattrannsóknarstjóra ríkisins mál A hf. er beindist að skiptingu A hf. á árinu 2007 og ríkisskattstjóri hafði haft til athugunar. Með kæru til yfirskattanefndar krafðist A hf. ógildingar á endurákvörðun ríkisskattstjóra, sem fram fór í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra og laut að skiptingu A hf., á þeim grundvelli að sérregla í 3. mgr. 97. gr. laga nr. 90/2003 um tímafrest til endurákvörðunar gæti ekki átt við í tilviki A hf. þar sem álitaefni varðandi skiptingu félagsins hefðu ekki gefið neitt tilefni til skattrannsóknar, enda hefði niðurstaða skattrannsóknarstjóra í því sambandi verið sú sama og ríkisskattstjóri hefði lagt upp með við framsendingu málsins. Yfirskattanefnd taldi vera til styrktar bæði ákvörðun ríkisskattstjóra um framsendingu málsins og ákvörðun skattrannsóknarstjóra um að taka þennan þátt skattskila A hf. til rannsóknar að fjárhagslegir hagsmunir af niðurstöðu málsins hefðu verið óvenjulega miklir. Þá hefði framsending málsins verið til þess fallin að málið hlyti ítarlegri umfjöllun og meðferð en ella og þannig lagður traustari grundvöllur að hugsanlegri endurákvörðun. Þá þóttu ekki efni til að ætla að sú staðreynd, að tímafrestur ríkisskattstjóra til endurákvörðunar vegna málsins rann út í árslok 2013, hefði átt þátt í ákvörðun ríkisskattstjóra um framsendingu málsins. Var því talið að skattrannsóknin hefði verið innan valdheimilda skattrannsóknarstjóra ríkisins. Var kröfum A hf. hafnað að öðru leyti en því að 25% álag var fellt niður m.a. með vísan til skattframkvæmdar í hliðstæðum málum hvað álagsbeitingu varðaði 

http://www.yskn.is/urskurdir/#5761
1050.pdf
Hærd.7Miles.pdf
1062.pdf

0989.pdf

0428.pdf