Meðfylgjandi eru nýsamþykkt en enn óbirt og ónúmeruð lög.

 Með þessari lagasetningu  eru gerðar  breytingar á þrennum lögum sem ætlað er að bæta stöðu skuldara við gjaldþrotaskipti og frestun á nauðungarsölu svo skuldari fái tækifæri til að endurskipuleggja fjármál sín.
Ákvæði laganna geta varðað innheimtu  opinberra gjalda.

Sjá lög.

 Af fréttavef Norrænu ráðherranefndarinnar í 25.03.09:


"25-03-2009

Norðurlöndin og Bresku Jómfrúareyjarnar samþykkja að undirrita samninga um upplýsingaskipti

 

Nefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l.um tekjuskatt. Hækkun vaxtabóta . Hámarksbætur hækki um 5%. Viðmiðunarhlutfall vaxtagjalda til skerðingar verði 7,5% í stað 6%.

Samkvæmt meðfylgjndi þingskjali leggur efnahags-og skattanefnd til að upphaflegu frumvarpi til lagabreytingar um hækkun vaxtabóta verði breytt.
Um er að ræða ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna og eigna á árinu 2008.
    

   Nefndin leggur eftirfarandi til:

1.  Að viðmiðunarhlutfall þeirrar fjárhæðar sem draga skal frá vaxtagjöldum af samanlögðum tekjuskattsstofni hækki úr 6% í 7,5%.
2.  Að hámarksbætur hækki um 55% í stað 25% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.

 Hámarksupphæð greiddra vaxta helst óbreytt í lögum um tekjuskatt

Sjá nefndarálit.

Af vef fjmrn. 24.03.2009

Nú þegar hafa verið greiddar barnabætur fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins, en sú greiðsla fór fram 1. febrúar sl. Að óbreyttu ætti næsta greiðsla barnabóta að berast hinn 1. maí nk., eða annar fjórðungur þeirra barnabóta sem viðkomandi barnafjölskyldu eru ákvarðaðar á árinu 2009. Fyrir tekjulág hjón með eitt barn undir 7 ára aldri nemur ársfjórðungsgreiðsla rúmlega 53 þúsund krónum, en 114 þúsund krónum séu börnin tvö, bæði yngri en 7 ára. Hjá einstæðu foreldri eru samsvarandi greiðslur barnabóta 79 þúsund krónur með einu barni yngra 7 ára, en 159 þús. séu börnin tvö.

Stefnt hafði verið að því að hefja greiðslu mánaðarlegra barnabóta frá og með 1. apríl nk. þannig að þeirri ársfjórðungsgreiðslu, sem að óbreyttu yrði greidd 1. maí yrði dreift á mánuðina apríl, maí, júní og júlí. Það þýðir að barnabæturnar myndu skila sér jafnar til fjölskyldna sem þeirra njóta á næstu fjórum mánuðum, en samanlagðar ráðstöfunartekjur þeirra í apríl og maí yrðu hins vegar nokkru minni en að óbreyttu kerfi. Tekjulágar barnafjölskyldur myndu þannig einungis fá helming þeirra barnabóta sem þau ella hefðu fengið til og með 1. maí, eða 57 þús. kr. í stað 114 þús. kr. Í ljósi þess hversu brýnt er að barnabæturnar skili sér sem allra fyrst til rétthafa vegna þeirra greiðsluerfiðleika sem mörg íslensk heimili glíma við hefur fjármálaráðherra í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að viðhalda óbreyttu kerfi við greiðslu barnabóta."

 

Reglugerð um eftirlit með útborgun á séreignasparnaði.

Sjá reglugerð.

Lög um breyting á tollalögum,lögum um vörugjald, og lögum um virðisaukaskatt. ------ Greiðslufrestur. Tímaviðmiðun innskatts.

Meðfylgjandi eru lög um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, lögum nr. 97/1987,um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Lagasetningin varðar greiðslufresti gjalda á árinu 2009.


 Einnig er tekið fram að þrátt fyrir ákvæði vsk.laga sé  á gjalddaga virðisaukaskatts vegna reglubundinna uppgjörstímabila á árinu 2009,  heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað.

Lögin voru samþykkt í dag en eru enn án númers og óbirt í Stjórnartíðindum.

 Þau tóku gildi 15.mars sl.

Sjá lög.

Meðfylgjandi eru lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Lögin varða 100% endurgreiðsla á VSK vegna bygginga ofl skv. nýsamþykktum lögum.  
Þau lög sem hér fylgja varða samræmingu ákvæða

Sjá lög.

Meðfylgjandi eru lög um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald,með síðari breytingum.
Þau fela í sér breytingar á ÍSAT númerum vegna álagningar nú í ár á starfsemi ársins 2008. Um er að ræða vörpun ÍSAT95 skv. eldri lögum yfir í ÍSAT2008.  
Lögin voru samþykkt í gær en eru enn án númers og óbirt í Stjórnartíðindum. 

Sjá lög.

Breytingartillögur og nefndarálit vegna frumvarps til laga um breyting á tollalögum, vörugjaldslögum og VSKlögum. Greiðslufrestur og innskattsréttur. Afturvirkni.Gildistaka 15.03.09.

Sjá nefndarálit.

Sjá breytingartillögu.