Meððfylgjandi er  frumvarp þar sem lagt er til  hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggjenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu manna á byggingarstað og vegna vinnu við endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis verði hækkað úr 60% í 100%.
Þessu er ætlað að gilda  tímabundið  1. mars 2009 til 1. júlí 2010.

Einnig er  lagt til að heimilt verði að endurgreiða ákveðið hlutfall virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddum húseiningum. Hlutfallið yrði ákveðið  í reglugerð .

Sjá frumvarp.

Meðfylgjandi stjórnarfrumvarpi er ætlað að breyta gjaldþrotalögunum á þann hátt að innleiða nýmæli varðandi úrræði við greiðsluþrot einstaklinga.
Við lögin á að bætast  bætist nýr kafli: Greiðsluaðlögun, með níu nýjum greinum. Geymir hann ný úrræði skuldara til handa.

Sjá stjórnarfrumvarp

Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Magnússonar um opinber gjöld, banka, stöðugildi og launagreiðslur.

Sjá Svar.

Meðfylgjandi auglýsing frá ríkisskattstjóra um bústofn til eignar, í skattframtali 2009 er dagsett þann 31.des 2008 og fær tölusetningu miðaða við það --- en birtist í B - deild Stjórnartíðinda á mánudaginn var, þann 26.janúar 2009.
Fjárhæðir hækka lítillega milli ára ---- t.d. kýr úr 95 þkr í 99 þkr  --- en athygli er á því vakin að nú liggur fyrir í fyrsta sinn skattmat á geitum (kr. 3.400 ). 

Sjá auglýsingu.

Meðfylgjandi auglýsing frá ríkisskattstjóra um bústofn til eignar, í skattframtali 2009 er dagsett þann 31.des 2008 og fær tölusetningu miðaða við það --- en birtist í B- deild Stjórnartíðinda á mánudaginn var, þann 26.janúar 2009.
Fjárhæðir hækka lítillega milli ára ---- t.d. kýr úr 95 þkr í 99 þkr  --- en athygli er á því vakin að nú liggur fyrir í fyrsta sinn skattmat á geitum (kr 3400 ). 

Sjá auglýsingu.


Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti 

29.1.2009

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 5/2009

Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er 5. febrúar 2009 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember 2008.