Þingmál:  Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn  um hækkun á eigin fé fjármálafyrirtækja sem felldu niður tekjuskattsskuldbindingu vegna söluhagnaðar af hlutabréfum sem hafði verið frestað

Sjá svar.

Í meðfylgjandi dómsmáli var iðnaðarfyrirtæki  dæmt til að greiða endurskoðunarskrifstofu eftirstöðvar reiknings vegna vinnu.
Dómurinn hafnaði afslætti frá reikningnum vegna síðbúinna skila til skattyfirvalda eða sex mánuðum eftir að álagningu lauk .

Sjá dóm

 

Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar um ný skattþrep í tekjuskatti einstaklinga.


    

LEIÐRÉTTING !!!!  ATH. VAXTASKATTUR ERLENDRA SKV. FRV. SLEGINN AF:::::: Framhaldsnefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um tekjuskatt, og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.Styrkari skattframkvæmd og hömlur gegn skattundansko

Rétt skal vera rétt.
Misskilnings gætti (! ) í fyrri skrifum eins og sást ef frv. er lesið. 

"Nefndin ræddi hvort fresta ætti gildistöku greinarinnar eða fella hana brott. Nefndin telur í ljósi núverandi efnahagaðstæðna að fyrrnefndi kosturinn geti raskað möguleikum íslenskra fyrirtækja til fjármögnunar og leggur því til að 1. gr. falli brott ásamt tengdum greinum."


Þetta er gildandi texti minn:
----
Framhaldsnefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum ásamt breytingartillögun nefndarinnar er hér með.

Niðurstaða nefndarinnar var sú að hætta við skattlagningu vaxtatekna erlendra aðila með hliðsjón af efnahagsástandinu. Þar með féll einnig út staðgreiðsluhluti frumvarpsins.

Ákvæði  frumvarpsins um vaxtaskatt erlendra  skulu því  ekki koma til framkvæmda ef eftir nefndartillögunni verður farið. 

Sjá framhaldsnefndarálit

Framhaldsnefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um tekjuskatt, og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.Styrkari skattframkvæmd og hömlur gegn skattundanskoti.  Stóra vorfrumvarpið.

Framhaldsnefndarálit um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum ásamt breytingartillögun nefndarinnar er hér með.
Niðurstaða nefndarinnar var sú að fresta skattlagningu vaxtatekna erlendra aðila með hliðsjón af efnahagsástandinu. Þar með féll einnig út styaðgreiðsluhluti frumvarpsins.

Ákvæði  frumvarpsins um vaxtaskatt erlendra  skulu því  koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2011 vegna tekna ársins 2010 og eigna í lok þess árs.Sjá framhaldsnefndarálit.

Frétt fjmrn: Gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar 2009. Frestur til 14.apríl.

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti 

6.4.2009

Fréttatilkynning nr. 23/2009

Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er 6. apríl 2009 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar 2009.

 

Frumvarp til lagafrá efnahags- og skattanefnd.um breytingu á lögum  um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.---Ákvæði um hönnuði og eftirlitsaðila í nýjum lögum færð til fyrra horfs.

Þingnefnd sá ástæðu til að hverfa í einu atriði frá þeirri skipan sem nýlega samþykkt  lög um setningu bráðabirgðaákvæða við lög um virðisaukaskatt höfðu á um endurgreiðslur til húsbyggjenda, sveitarfélaga oþh.
Í meðfylgjandi frumvarpi eru felld brott ákvæði um endurgreiðsluhæfi vegna reikninga „hönnuða og eftirlitsaðila sem löggildingu hafa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum“. forsendan er sú að innan nefndarinnar hafa komið fram þau sjónarmið að umrætt skilyrði sé ekki í samræmi við þann raunveruleika sem starfsstéttir sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum búa við. Það sé og  til þess fallið að raska samkeppni þeirra á milli.

Nefndin leggur því til að orðalagið falli brott  og að gildistaka brottfellingar verði 1. mars 2009 eins og í hinum nýlega samþykktu lögum  nr. 10/2009.

Sjá frumvarp.

Meðfylgjandi dómur varðar meint mannréttindabrot skattyfirvalda í sambandi við framlagningu álagningarskrár. 

 Gjaldandi r stefndi er skattstjóranum í Reykjavík og  krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að skattstjóranum væri óheimilt, þrátt fyrir ákvæði  laga  um tekjuskatt, að leggja fram til sýnis álagningarskrá þar sem tilgreindir eru þeir skattar sem lagðir hafa verið á gjaldendur.   

 

Lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar. Tekjutenging. Skuldajöfnun ofgreiddra fjármuna.

Meðfylgjandi lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar voru samþykkt á Alþingi í gær en hafa enn ekki verið birt eða fengið laganúmer.

Lögin kveða á um að  líffæragjafar sem eru launamenn eða sjálfstætt starfandi  á innlendum vinnumarkaði og verða óvinnufærir vegna líffæragjafar til líffæraþega geti átt rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði með vissum skilyrðum.


Ýmis skilyrðanna varða skattstofna og skattalega stöðu viðkomandi.

Í lögunum er meðal annars ákvæði um að ef  líffæragjafi hafi fengið hærri greiðslur en honum bar , sé heimilt að skuldajafna ofgreiddum greiðslum á móti inneign líffæragjafans vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta og skuli fjármálaráðherra skal setja í reglugerð nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð og fari að öðru leyti um innheimtu slíks fjár eftir lögum um tekjuskatt. (Félags- og tryggingamálaráðherra getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu ).
Lögin öðlast gildi 1. janúar 2010 og eiga  við um líffæragjafa sem verða óvinnufærir vegna líffæragjafar eftir gildistöku laganna.
 

Sjá lög

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 2. apríl 2009

Upplýsingaskiptasamningur við Cayman-eyjar 

2.4.2009

Í gær var undirritaður í Stokkhólmi samningur milli Íslands og Cayman- eyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Á sama tíma undirrituðu hin Norðurlöndin samhljóða samning við Cayman-eyjar. Af hálfu Íslands undirritaði Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra samninginn en fyrir hönd Cayman-eyja Alden McLaughlin, ráðherra alþjóðlegra fjármálaviðskipta.

Jafnframt hefur verið unnið að gerð þriggja samninga er varða skattlagningu tekna á afmörkuðum sviðum, þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja.

Þessir þrír samningar verða undirritaðir í París í sumar. Stefnt er að fullgildingu allra samninganna á þessu ári og munu þeir koma til framkvæmda um næstu áramót.

Sjá samning