Nefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun reglna við samruna og skiptingu). Aðgengi skattyfirvalda að samrunaskýrslu.

Í meðfylgjandi  tillögum  við frumvarp til laga um breytingu á lögum  um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög  sem varðar EES reglur um einföldun reglna við samruna og skiptingu félaga , eru lagðar til breytingar frá upphaflegri gerð þess.
Nefndinni var bent á að ef  upphaflega  frumvarpið yrði óbreytt að lögum myndi það valda því að skattyfirvöldum yrði gert erfiðara fyrir en ella við skatteftirlit. Einnig komu  fram atriði sem varða  öryggi lánardrottna félaganna

Leggur því efnahags - og viðskiptanefndin nú til  að gerð verði sú breyting á frumvarpinu að þrátt fyrir samþykki allra hluthafa um að falla frá gerð samrunaskýrslu skuli engu að síður lögð fram yfirlýsing frá endurskoðanda um að hve miklu leyti samruninn kunni að rýra möguleika lánardrottna á fullnustu í einstökum félögum.

Sjá nefndarálit

Sjá breytingartillögur

LÖG nr 21,23.mars 2009 um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum . (ÍSAT 2008 gildi við ákvörðun á gjaldskyldu.)

Sjá lög

 

Lögum breytingu á lögum  um málefni aldraðra. Hækkun gjalds í framkvæmdarsjóð við álagningu 2009.

Sjá lög

Meðfylgjandi er frumvarp til laga um nýja ríkisstofnun, Íslandsstofu.
 Markmið frumvarpsins er að setja í lög ákvæði sem ætlað er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum, og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

Sjá frumvarp

Meðfylgjandi lög um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl.,nr. 21 26. mars 1991 varða greiðsluaðlögun voru samþykkt á Alþingi 30. mars 2009.
Þau hafa enn ekki verið birt eða fengið laganúmer.

Sjá lög.

Meðfylgjandi er frumvarp sem þingnefnd semur og flytur. Varðar það greiðsluaðlögun þeirra sem skulda lán tryggð í íbúðum sínum .
Frumvarpið kveður á um að greiðsluaðlögun geti aðeins varðað fasteign þar sem skuldarinn heldur heimili og hefur skráð lögheimili, enda sé um að ræða hóflegt húsnæði miðað við þarfir skuldara og fjölskyldu hans sem ætlað er til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda. Sé fasteignin í sameign er nægilegt  að einn eigenda eigi þar heimili .
Um er að ræða  sérstakt úrræði fyrir einstaklinga sem glíma við verulegan fjárhagsvanda og eiga á hættu af þeim sökum að fasteignir þeirra verði seldar nauðungarsölu.
Slíkir geta þá  leitað  tímabundinnar greiðsluaðlögunar vegna fasteignaveðkrafnanna í þeim tilgangi að endurskipuleggja fjárhag sinn.
Þetta úrræði getur farið saman með annars kona greiðsluaðlögum, sbr. frv þar um. 

Sjá frumvarp

Meðfylgjandi eru nýsamþykkt en enn óbirt og ónúmeruð lög.

 Með þessari lagasetningu  eru gerðar  breytingar á þrennum lögum sem ætlað er að bæta stöðu skuldara við gjaldþrotaskipti og frestun á nauðungarsölu svo skuldari fái tækifæri til að endurskipuleggja fjármál sín.
Ákvæði laganna geta varðað innheimtu  opinberra gjalda.

Sjá lög.

 Af fréttavef Norrænu ráðherranefndarinnar í 25.03.09:


"25-03-2009

Norðurlöndin og Bresku Jómfrúareyjarnar samþykkja að undirrita samninga um upplýsingaskipti

 

Nefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l.um tekjuskatt. Hækkun vaxtabóta . Hámarksbætur hækki um 5%. Viðmiðunarhlutfall vaxtagjalda til skerðingar verði 7,5% í stað 6%.

Samkvæmt meðfylgjndi þingskjali leggur efnahags-og skattanefnd til að upphaflegu frumvarpi til lagabreytingar um hækkun vaxtabóta verði breytt.
Um er að ræða ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna og eigna á árinu 2008.
    

   Nefndin leggur eftirfarandi til:

1.  Að viðmiðunarhlutfall þeirrar fjárhæðar sem draga skal frá vaxtagjöldum af samanlögðum tekjuskattsstofni hækki úr 6% í 7,5%.
2.  Að hámarksbætur hækki um 55% í stað 25% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.

 Hámarksupphæð greiddra vaxta helst óbreytt í lögum um tekjuskatt

Sjá nefndarálit.