Dómur Landsréttar - Handlagning
Dómur Landsréttar - Handlanging fjár
Frétt af vef Hæstaréttar:
Dómur um skaðabótaskyldu stjórnarmanna einkahlutafélags
15.02.2018Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem þrír stjórnarmenn einkahlutafélags voru taldir hafa bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart hluthafa í félaginu vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar helsta eign félagsins var seld á undirverði til félags í eigu eins stjórnarmannsins. Var talið að hluthafinn ætti rétt til skaðabóta sem svaraði til þeirrar fjárhæðar sem hann hefði mátti vænta við sölu á hlut sínum í félaginu samkvæmt niðurstöðu yfirmatsgerðar um verðmæti eignarinnar á því tímamarki sem hún var seld. 

https://yskn.is/urskurdir/#5905

Úrskurður nr. 19/2018 
Álag
ArðstekjurKröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vanframtalinnar arðgreiðslu frá X ehf. var hafnað.


Úrskurður nr. 20/2018 
Skattrannsókn 
Meðlag 
Málsmeðferð

Í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum kæranda vegna áranna 2013 og 2014, sem einkum laut að erlendum innborgunum á bankareikninga kæranda, færði ríkisskattstjóri kæranda til skattskyldra tekna greiðslur frá B, barnsföður kæranda, umrædd ár. Taldi ríkisskattstjóri að greiðslurnar væru skattskyldar að því leyti sem þær voru umfram fjárhæð tvöfalds barnalífeyris, sbr. 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var kærandi ekki talin hafa sýnt fram á að virða bæri greiðslur frá B að neinu leyti sem lán, en að öðru leyti þóttu skýringar hennar á eðli greiðslnanna frekast bera með sér að um væri að ræða barnsmeðlög eða framfærslulífeyri í skilningi 2. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Á hinn bóginn var ríkisskattstjóri talinn hafa ofákvarðað vantaldar tekjur kæranda miðað við þær fjárhæðir greiðslna frá B sem efnislega var byggt á í úrskurði ríkisskattstjóra. Var tekjuviðbót ríkisskattstjóra því lækkuð, en að öðru leyti var kröfum kæranda hafnað. 


Úrskurður nr. 21/2018 
Félagsslit
Arðstekjur
ÁlagMeð úrskurði yfirskattanefndar í máli þessu var staðfest sú ákvörðun ríkisskattstjóra að færa kæranda til skattskyldra arðstekna í skattframtali árið 2012 úthlutun fjármuna til kæranda við slit B Corp., félags í eigu kæranda sem skráð var í Panama, á árinu 2011. Fyrir lá að kærandi hafði tekið við umræddri greiðslu frá félaginu og var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á með gögnum að um væri að ræða endurgreiðslu á meintri skuld B Corp. við hann. Þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra, að færa kæranda til skattskyldra arðstekna meinta úthlutun vegna kröfu B Corp. á hendur Y ehf., einkahlutafélags í eigu kæranda, sem ríkisskattstjóri taldi að kærandi hefði eignast við slit B Corp., var á hinn bóginn hnekkt þar sem talið var að ríkisskattstjóri hefði ekki skotið nægjanlegum stoðum undir hana. Var m.a. bent á í því sambandi að gögn málsins bentu ekki til þess að fjármunir hefðu runnið frá B Corp. til Y ehf. eða frá Y ehf. til kæranda og að framlögð yfirlit yfir eignir B Corp. bæru ekki með sér að félagið hefði verið í stakk búið fjárhagslega til að veita slíkt lán. Kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vantalinna arðstekna var hafnað.


Úrskurður nr. 22/2018 
Rekstrartap, frádráttarbærni 
Tímamörk endurákvörðunar 
Málsmeðferð

Þeim breytingum ríkisskattstjóra á skattframtölum kæranda, sem var einkahlutafélag, árin 2014, 2015 og 2016, að fella niður ónotuð rekstrartöp vegna eldri ára, var hnekkt með úrskurði yfirskattanefndar. Var bent á að kærandi hefði gert grein fyrir rekstrartapinu og eftirstöðvum þess í skattskilum viðkomandi ára og væri þar um ákvarðaða stærð að ræða sem flyttist sjálfkrafa milli ára, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands frá 27. október 2016 í máli nr. 845/2015. Þar sem tapinu hefði ekki verið hnekkt af ríkisskattstjóra með endurákvörðun opinberra gjalda viðkomandi ára fengi ekki staðist að fella það niður í skattskilum kæranda vegna seinni ára.
Bréf v/skilalista 2018
Úrskurður nr. 15/2018 
Teknategund 
Húsaleigutekjur 
Álag 


Í máli þessu var deilt um það hvort telja bæri tekjur kæranda af útleigu hluta íbúðarhúsnæðis síns til ferðamanna árin 2014 og 2015 til tekna af atvinnurekstri, svo sem ríkisskattstjóri taldi, eða til fjármagnstekna (eignatekna) utan rekstrar, eins og kærandi hélt fram. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að þágildandi ákvæði 3. málsl. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 væri fortakslaust um það að útleiga manns á íbúðarhúsnæði teldist ekki atvinnurekstur nema heildarfyrningargrunnur húsnæðisins næði þargreindum mörkum. Með vísan til þess og þar sem leggja yrði til grundvallar úrlausn málsins að heildarfyrningargrunnur íbúðarhúsnæðis í eigu kæranda væri undir fjárhæðarmörkum ákvæðisins var fallist á kröfu kæranda um að tekjurnar yrðu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Var m.a. tekið fram, vegna sjónarmiða í úrskurði ríkisskattstjóra, að athugasemdir um skattalega meðferð leigutekna í frumvarpi til laga nr. 125/2015, en þau lög öðluðust gildi eftir að atvik málsins áttu sér stað, hefðu ekki þýðingu í ljósi afdráttarlauss orðalags 3. málsl. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003. Voru hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra felldar úr gildi, þar með talið ákvarðanir hans er lutu að reiknuðu endurgjaldi, virðisaukaskatti og gistináttaskatti. Á hinn bóginn var kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags vegna vantalinna leigutekna hafnað. 

https://yskn.is/urskurdir/#5901Álagning opinberra gjalda v/2018