Skattar og gjöld. Frávísun. Kæruheimild. 
(Mál nr. 9174/2017)
A leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir úrskurði ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti og skattskyldu hér á landi. Hann hafði kært úrskurðinn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins en ráðuneytið vísað kærunni frá. Byggðist frávísunin á því að samkvæmt lögum um tekjuskatt mætti skjóta úrskurði ríkisskattstjóra um heimilisfesti til dómstóla að stefndum ríkisskattstjóra vegna ráðherra. Ráðuneytið teldi að af lagaákvæðinu leiddi að úrskurðir ríkisskattstjóra um heimilisfesti væru hvorki kæranlegir til ráðuneytisins né yfirskattanefndar. Athugun umboðsmanns laut að því hvort frávísun ráðuneytisins á þessum grunni væri í samræmi við lög. 

Umboðsmaður taldi að þegar lagt væri mat á hvort lög eða venjur víki til hliðar almennri kæruheimild stjórnsýslulaga yrði að hafa í huga þau sjónarmið sem almennt koma til skoðunar þegar reynir á samspil stjórnsýslulaga og sérlaga. Gæta þyrfti varfærni við að túlka ákvæði sérlaga á þann veg að þau feli í sér frávik frá kröfum stjórnsýslulaga, borgurunum í óhag, ef ályktanir þess efnis verða ekki dregnar með nokkrum skýrum hætti af orðalagi þeirra eða lögskýringargögnum. Ekki yrði séð af orðalagi umrædds lagaákvæðis í tekjuskattslögum, forsögu þess og samanburði við orðalag annarra ákvæða á málefnasviðinu að skýrt væri að því væri ætlað að víkja til hliðar kærurétti samkvæmt stjórnsýslulögum. Fremur yrði ályktað að þýðing lagaákvæðisins í tekjuskattslögum væri að kveða á um fyrirsvar ríkisskattstjóra í dómsmálum um úrskurði hans um heimilisfesti. Niðurstaða umboðsmanns var því að frávísun ráðuneytisins á kæru A hefði ekki verið í samræmi við lög. 

Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk um það frá A, og leysa úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem kæmu fram í álitinu. Einnig beindi hann því til ráðuneytisins taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum

B_nr_666_2017
Veiðigjald
Sjá link:
Eyðublöð RSK 10.06 bráðabirgðaskil fiskvinnslu voru póstlögð í sl. viku og ættu því að vera að berast aðilum í pósti þessa dagana.     

Vinna við eyðublöðin  tafðist og eru þau því aðeins í seinna lagi þetta skiptið. 
Til félagsmanna í FLE FBO og FVB.

Til upplýsinga:

Heildarskil lögaðilaframtala er mun betri í ár en undanfarin ár. Einkum hafa skil stórra lögaðila verið góð. 

Allt að einu er þó hópur fagaðila sem ekki virðir margítrekuð tilmæli um að skila skattframtölum með jöfnum hætti. Eru það yfirleitt sömu fagaðilar ár eftir ár sem skila seint. 

Til þeirra verður send meðfylgjandi áskorun. 

Tölvupóstur verður sendur á hvern fagaðila fyrir sig þar sem tilgreind verður það hlutfall framtala sem skilað hefur verið. Pósturinn verður sendur út í dag og á morgun.


Ágæti viðtakandi

Með bréfi dagsettu 1. febrúar um skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2017 kemur fram í III. kafla lið 2 að skilum stærri lögaðila skuli vera lokið fyrir 31. maí og með jafnri dreifingu. Jafnframt kemur fram í sama bréfi kafla III. lið 3. að skil á minni lögaðilum skuli vera jöfn á tímabilinu frá 1. mars til 20. september og að hámarki 20% í ágúst og 20% í september.

Heimild fagaðila til skila eftir 31. maí ár hvert eru byggð á skilalistum sem þeir senda inn þar sem áskilin er jöfn dreifing.

Samkvæmt skrám ríkisskattstjóra hafa þér staðið skil á  XX,XX% framtala sem þér hafið tilkynnt um að þér hyggist standa skil á. Þau skil eru í engu samræmi við áskilnað ríkisskattstjóra um jöfn skil framtala lögaðila.

Sérstök athygli yðar er vakin á eftirfarandi kafla úr bréfi ríkisskattstjóra dags. 1. febrúar, 3. mgr. V. kafla þess þar sem segir:

Ríkisskattstjóri ítrekar þann fyrirvara að komi í ljós að einstakir endurskoðendur eða bókarar fylgi ekki framangreindum skilmálum, m.a. um jöfn skil með viðunandi hætti, þá verði framvegis ekki unnt að veita viðkomandi fagaðila framlengdan skilafrest. Á þetta sérstaklega við, þegar skil eru óveruleg fyrir 1. ágúst eða fara framúr 40% eftir 1. ágúst 2017.

Samkvæmt framansögðu er skorað á yður að ljúka skilum á því sem upp á vantar til að um jöfn skil verði að ræða og það þegar í stað. 

Að lokum er vakin athygli yðar á því að í tilvitnuðu bréfi er tekið fram að ekki verði unnt að veita þeim fagaðilum fresti umfram 31. maí 2018 vegna framtalsársins 2018, sem ekki virða áðurgreind fyrirmæli.

Ríkisskattstjóri 
Úrskurður nr. 110/2017 
Aðflutningsgjöld
Endursending vöru til landsinsLög nr. 88/2005, 6. gr. 1. mgr. 6. tölul.   Reglugerð nr. 630/2008, 54. gr.   
Kærandi, sem var verktakafyrirtæki, sendi ýmsan búnað frá Íslandi til Færeyja árið 2012 vegna byggingarverkefnis systurfélags kæranda þar í landi. Að loknum framkvæmdum á árinu 2016 flutti kærandi búnaðinn aftur hingað til lands. Í úrskurði yfirskattanefndar var gerð grein fyrir forsögu tollfrelsisákvæðis vegna vöru sem endursend væri hingað til lands og m.a. bent á að skilyrði um tímafrest til endursendingar vöru án greiðslu aðflutningsgjalda ætti sér langa sögu í tollalöggjöf. Var talið að málefnaleg rök byggju að baki ákvæði í reglugerð um tímafrest fyrir tollfrelsi og að það hefði verið innan valdheimilda ráðherra að setja reglugerðarákvæðið. Þá væri enginn greinarmunur gerður í reglugerðinni á vörum eftir því hvort þær væru forgengilegar eða þeim ætlaður langur notkunartími. Var talið að ákvæði reglugerðarinnar um ársfrest til endursendingar vöru yrði allt að því marklaust ef því yrði beitt með þeim hætti sem kærandi hélt fram. Var kröfum kæranda hafnað. 
1110 pdf
Dómur Artic Adventure 
Nýr skattabæklingur 2017