Excel fyrir skrifstofufólk
Námskeiðið er fyrir þá sem vinna mikið með Excel og langar að geta nýtt sér möguleika þess enn betur. Á námskeiðinu verður farið yfir þær reikniaðgerðir og formúlur sem hvað mest eru notaðar í almennri Excel-vinnslu. Hver reikniaðgerð er útskýrð og farið yfir hvernig hægt er að hámarka notkunargildi hverrar formúlu.
Námskeiðið jafngildir hraðari yfirferð yfir Excel I námskeiðið, auk þess sem farið er yfir viðbótaratriði sem snúa að aðgerðum í Excel, svo sem hvernig á að fjarlægja endurtekningar í reitum, hvernig á að verja skrár með lykilorðum, búa til valmyndir, farið yfir valkvæða útlitshönnun (e. conditional formatting) og pivot töflur ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum, flýtilyklum og formúlum sem sparað geta mikinn tíma.
Að loknu námskeiði fá nemendur lausnarskjal þar sem hægt er að rifja upp allt sem fór fram í námskeiðinu ásamt fjölda annarra aðgerða sem ekki var farið yfir.
Kennari: Bjarni Eyfjörð Friðriksson, sérfræðingur á sviði áætlunargerðar og líkanasmíði hjá KPMG. Bjarni er með BSc. og MSc. gráður í fjármálaverkfræði. Hann hefur unnið með fjölbreyttri flóru fyrirtækja við uppsetningu á áætlunarlíkönum og öðrum líkönum sem skerpa á sýn stjórnenda á hefðbundnum rekstri. Tími: Fim. 19. nóv. kl. 9-16. Verð: 21.000 kr.
Skráning héreða með því að svara þessum pósti
|