Námskeið FVB 8. des “Rafræn vinnustofa í Excel”

Aukanámskeið vegna fjölda áskorana.

Rafrænt Námskeið „Vinnustofa í Excel“ hjá fræðslunefnd FVB

Við höfum ákveðið að bæta við einu morgunnámskeiði þar sem morgunhópurinn fylltist mjög fljótt og færri komust að en vildu.

ATHUGIÐ: NÁMSKEIÐIÐ VERÐUR HALDIÐ EF NÆG ÞÁTTTAKA NÆST

„Rafræn vinnustofa í Excel ath þetta eru 2 dagar. Fyrri dagur 8. Desember frá kl. 9.00 til 12.00 og síðari dagur er 12. Janúar kl. 9.00 til 12.00.

Um námskeiðið:

2ja daga fjarnámskeið í Excel fyrir Viðurkennda bókara

· Námskeið 3. Morgunhópur. Dagur 1. Þriðjudagur 8. desember kl 9-12

· Námskeið 3. Morgunhópur. Dagur 2 . þriðjudagur 12. janúar kl 9-12

Milli tíma munu þátttakendur hafa aðgang að svæði með yfir 30 kennslumyndböndum á íslensku í Excel fyrir vana notendur. Þar eru meðal annars tekin fyrir ýmis almenn atriði sem gagnast vönum notendum, uppflettingar og tilvísanir í Excel, skilyrðis og rökföll, fjármálaföll og útreikningar, tíma og dagaútreikningar í Excel og Pivot töflur ofl.

Þessi atriði verða einnig tekin fyrir í tímum. Þátttakendur fá Excel skjal með verkefnum sem við vinnum með og tengist einnig verkefnum myndbandanna.

Einnig verður fókusað á ýmis atriði sem flýta fyrir allri vinnslu, „tips & tricks“ ásamt helstu flýtiskipunum og fleira skv. óskum þátttakenda eftir því sem tími leyfir.

Kennt verður beint í gegnum fjarfundabúnað og fá þátttakendur sendan tengil í fundinn og öll gögn sem fylgja með námskeiðinu

ATH. Fyrirlestrinum verður sendur út í streymi. Linkur til að taka þátt í fyrirlestrinum verður sendur á alla þátttakendur daginn áður.

ATH. Aðeins 25 nemendur í hverjum hóp/námskeiði.

Kennari á þessu Excel námskeiði er Sigurður Friðriksson sem við höfum oft áður fengið til að kenna Excel hjá okkur við mjög góðar undirtektir og ánægju.

Verð fyrir félagsmenn kr. 9.900. – Fyrir fólk utan félags kr. 13.900.- Innifalið 2 dagar Excel námskeið, öll gögn, ca 30 kennslumyndbönd og eftirfylgni.

ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.

Námskeiðið gefur 9 endurmenntunarpunkta

Skráning er á vef FVB til og með sunnudagsins 6. Desember

ATH. Aðeins 25 sæti í boði á hvort námskeið.

Fræðslunefndin

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur