Ráðstefna FVB 2019

Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 15. nóvember 2019 á Grand Hótel kl. 8:30 – 17:00

 

Skráning er hafin.

 

DAGSKRÁ

 

 

08:30 – 09:00 Morgunverður

09:00 – 10:00 Að vakna með ljótuna – Ingibjörg Gunnarsdóttir frá Þekkingarmiðlun

Fyrirlesturinn gefur okkur hugmyndir og tækni til að losna úr neikvæðu hringiðunni og breyta ferlinu okkur í hag.  Við notum skopskynið, jákvæðni og breytt hugarfar til að halda okkur á beinu brautinni.  Ingibjörg Gunnarsdóttir er með próf í mannauðsstjórnun frá Gautaborg og starfaði sem starfsmannastjóri um árabil, m.a. hjá Dominos. Hún er í dag fyrirlesari og ráðgjafi.

10:00 – 11:00 Sjóðstreymi – Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ

Fyrirlesturinn fjallar um yngsta og oft vanmetinn kafla ársreikningsins, sjóðstreymi. Sjóðstreymið skýrir frá breytingum á handbæru fé félagsins á meðan rekstrarreikningurinn greinir afkomuna á reikningstímabilinu.

11:00 – 12:00 Álag, streita, kulnun – Farðu vel með þig! – Steinunn Inga Stefánsdóttir frá Starfsleikni

Erindi um streitu, álag, kulnun og kulnunareinkenni. Steinunn Inga Stefánsdóttir er menntuð í sálfræði í grunninn og með tvær framhaldsgráður. Annars vegar á sviði leiðtogafræða og vinnusálfræði (viðskiptasálfræði MSc) og hins vegar á sviði heilsusálfræði (streitufræði MSc)

12:00 – 13:00 Hádegisverðahlaðborð með jólaívafi

13:00 – 14:00 Fjármál við starfslok – Björn Berg, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka

Farið verður m.a. yfir greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar, hvenær og hvernig hentar að taka út lífeyri og séreignarsparnað, skipting lífeyris milli maka og hvernig er best að undirbúa starfslokin. Björn Berg hefur sérhæft sig í fræðslu um fjármál við starfslok, hefur haldið yfir 100 fræðslufundi um efnið um allt land 

14:00 – 16:00 Lykilatriði árangursríkra samningaviðræðna – Aldís G. Sigurðardóttir Ph.D, lektor við tækniháskólann í Twente í Hollandi

15:00 – 15:15 Kaffi og konfekt

Á þessum fyrirlestri verður farið yfir grunnþætti sem og að skipta verðmætum og skapa verðmæti, farið vel yfir hvernig er best að undirbúa sig (do´s and don’ts), aðferðir um hvernig þú getur fengið meira af því sem þú vilt, farið yfir hvernig best sé að verðleggja vinnu sína og ná hærri launum (fer yfir mikilvægi verðlagningar, afhverju við eigum erfitt með að setja verðmiða á vinnu okkar og hvernig hægt sé að gera það með árangursríkari hætti). Aldís G. Sigurðardóttir hefur töluverða reynslu af kjarasamningum en hún hefur starfað fyrir ýmis fyrirtæki og stéttarfélög bæði sem ráðgjafi og sem formaður samninganefndar. Hún hefur einnig rannsakað hegðun samningamanna í fyrirtækjasamningum (B2B), kynjamun í launasamningum og verðlagningu, hegðunarmun á kaupendum og seljendum við samningaborðið og menningamun í millilandasamningum.

16:00 – 16:30 Gamanmál – Saga Garðarsdóttir, leikkona

Verð fyrir félagsmenn kr. 13.500,-, aðrir greiða 19.500,-

Innifalið er morgunverður, hádegisverður og kaffi

Ráðstefnan gefur 15 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB til og með 12. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur