Viltu stofna fyrirtæki?

Maí námskeið hjá fræðslunefnd FVB 2019

„Viltu stofna fyrirtæki?”

Við erum alveg ótrúlega spennt að vera komin í samstarf við Önnu Lindu Bjarnadóttur lögmann hjá Lexista með þetta námskeið „Viltu stofna fyrirtæki“ sem hún hefur haldið undanfarin ár við góðan orðstír.

Vegna samninga við hana getum við boðið félagsmönnum okkar þetta frábæra námskeið á alveg ótrúlegu verði 13.900 í staðin fyrir að kostar venjulega kr. 45.000

ATH. námskeiðið verður sent út með Skype eins og áður fyrir landsbyggðina. Námsefni verður sent rafrænt til nemenda.

Námskeiðið verður haldið hjá Framvegis Skeifunni 11b, 3hæð Mánudaginn 13. mai, miðvikudaginn 15. mai og fimmtudaginn 16. mai frá kl. 8.30-11.30. ATH. hægt er að velja um allt námskeiðið 3 dagar x 3 klst eða daga 1 og 2 og sleppa 3 deginum.

Kennari:

Anna Linda Bjarnadóttir, lögmaður, LL.M og eigandi Lexista.

Uppbygginga námskeiðsins

Dagur 1 =  Farið yfir helstu félagaform, sem rekstrarmönnum á Íslandi standa til boða.  Þau borin saman með tilliti til stofnunar, stofnframlags, kostnaðar, ábyrgð, úttekta, skattlagningar o.fl.  Mest áhersla er þó lögð á einkahlutafélög. (3 klst.)

Dagur 2 =  Frádráttarbær rekstrarkostnaður; fjöldi úrskurða yfirskattanefndar reifaðir auk dóma (3 klst.)

Dagur 3 =  Ábyrgð stjórnenda (þar á meðal vegna gjaldþrota), útgáfa reikninga og tekjuskráning (lauslega), heimildaöflun og upplýsingaleit, raunhæft verkefni. (3 klst.)

ATH: dagur 3 er valkvæður.

Verð fyrir félagsmenn 3 dagar AÐEINS kr. 13.900 2 dagar kr. 10.900 – Fyrir fólk utan félags 3 dagar kr. 19.900 og 2 dagar kr. 16.900.

ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.

Námskeiðið gefur 13,5 endurmenntunarpunkta (3 dagar)

Skráning er á vef FVB til og með 10. maí nk. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.

Fræðslunefndin

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur