Þskj. 876 — 591. mál. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.) I. KAFLI Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. 1. gr. Við 6. tölul. 4. gr. laganna bætist: og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar. 2. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 5. tölul. 28. gr. laganna: a. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: og lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. b. Á eftir orðunum „réttindi í séreign“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða réttindi til starfstengdra eftirlauna samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. c. Á eftir orðunum „réttinda í séreign“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða réttinda til starfstengdra eftirlauna samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. 3. gr. Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 1. mgr. 30. gr. laganna: a. 2. málsl. 4. tölul. orðast svo: Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. b. 2. málsl. 5. tölul. orðast svo: Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. 4. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 9. tölul. 31. gr. laganna: a. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um fjárhæð sem félög í sömu félagaformum sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu hafa fengið greidda í arð. 2 b. Við 2. málsl. bætist: enda sé arðurinn ekki undanþeginn skattskyldu samkvæmt tvísköttunarsamningi, sbr. 119. gr. c. Í stað orðanna „þessari málsgrein“ í 3. málsl. kemur: 3. málsl. 5. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 62. gr. laganna: a. 2. málsl. orðast svo: Með óvígðri sambúð er hér átt við sambúð karls og konu sem skráð er eða skrá má í þjóðskrá skv. 3. mgr. 7. gr. laga um lögheimili, enda eigi þau barn saman eða von á barni saman eða hafa verið samvistum í samfellt eitt ár hið skemmsta. b. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður er verður 3. málsl., svohljóðandi: Skattstjóra er heimilt að leita umsagnar Þjóðskrár þyki leika vafi á um að skráningarskilyrði séu uppfyllt. 6. gr. Í stað orðanna „og lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða“ í 1. tölul. 5. mgr. 71. gr. laganna kemur: lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar. II. KAFLI Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum. 7. gr. Við 3. mgr. 2. gr. laganna bætist: og starfstengdir eftirlaunasjóðir, sbr. lög um starfstengda eftirlaunasjóði. III. KAFLI Gildistaka. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1., 2., 3., 6. og 7. gr. koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með 1. júlí 2007 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. Ákvæði 4. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. Ákvæði 5. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2007. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Í frumvarpi þessu eru lagðar til þrjár breytingar á lögum um tekjuskatt og breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Sú fyrsta tengist frumvarpi sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi og gerir ráð fyrir innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/41/EB, um starfsemi og eftirlit með lögaðilum sem sjá um starfstengd eftirlaun. Er í frumvarpi þessu lagt til að starfstengdir eftirlaunasjóðir verði undanþegnir skattskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur á sama hátt og lífeyrissjóðir. Jafnframt er lagt til að í skattalegu tilliti verði farið með framlag launagreiðanda til starfstengdra eftirlaunasjóða og skattlagningu einstaklinga sem greiða í slíkan eftirlaunasjóð með sama hætti og gildir um greiðslur í lífeyrissjóði og til aðila sem hafa heimild til að taka á móti viðbótarlífeyrissparnaði samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Í öðru lagi er lagt til að arðgreiðslur til lögaðila sem 3 eru heimilisfastir á Evrópska efnahagssvæðinu og bera takmarkaða skattskyldu hér á landiverði skattlagðar með sama hætti og arðgreiðslur lögaðila sem bera fulla skattskyldu á Íslandi. Í þriðja lagi eru lagðar til breytingar á skilyrðum fyrir samsköttun sambúðarfólks. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Í 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er að finna upptalningu á þeim aðilum sem undanþegnir eru skattskyldu. Meðal þeirra eru lífeyrissjóðir sem starfa skv. III. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hér er lagt til að starfstengdir eftirlaunasjóðir sem settir eru á stofn á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/41/EB verði á sama hátt og gildir um lífeyrissjóði undanþegnir skattskyldu af hvers konar tekjum af starfsemi sem þeim heimilast samkvæmt lögum. Um 2. gr. Breyting sú sem hér er lögð til er til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi þessu og varða starfstengda eftirlaunasjóði. Samkvæmt greininni er gert ráð fyrir að framlag launagreiðanda til öflunar starfstengdra eftirlauna skuli almennt ekki teljast til tekna í skilningi tekjuskattslaga, að uppfylltum þeim skilyrðum sem koma fram í 5. tölul. 28. gr. laga um tekjuskatt. Um slíkt framlag fer því á sama hátt og um framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda í séreign. Með greininni er jafnframt kveðið á um mat á áunnum eftirlaunaréttindum og mat á framtíðarréttindum til starfstengdra eftirlauna en lagt er til að um þau atriði gildi sömu reglur og koma fram í 2. og 3. mgr. 5. tölul. 28. gr. laga um tekjuskatt. Um 3. gr. Með greininni er lagt til að mönnum verði heimilað að draga frá tekjuskattsstofni iðgjaldagreiðslur til starfstengdra eftirlaunasjóða með sama hætti og gildir um iðgjöld til aukningar lífeyrisréttinda og lífeyrissparnaðar skv. II. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hér er ekki um að ræða viðbót við 4% hámarkið sem kveðið er á um í 2. málsl. 4. og 5. tölul. A-liðar 30. gr., heldur er gert ráð fyrir að við nýtingu frádráttarheimildarinnar geti launþegar valið um hvort iðgjöld þeirra eru greidd til lífeyrissjóða eða annarra sem hafa heimild til að taka á móti viðbótarlífeyrissparnaði skv. 8. gr. laga nr. 129/1997 eða til starfstengdra eftirlaunasjóða sem fengið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. Um 4. gr. Í a-lið greinarinnar er lagt til að lögaðilum sem bera takmarkaða skattskyldu skv. 7. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt og eru heimilisfastir í einhverju aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins verði heimill frádráttur sem nemur skattskyldum arðstekjum með sama hætti og innlendum félögum. Breyting þessi hefur það í för með sér að lögaðilar með takmarkaðaskattskyldu á Íslandi verða skattlagðir með sambærilegum hætti og innlendir lögaðilar í sama félagaformi. Breyting þessi mun þannig hafa áhrif á skattskyldu allra arðgreiðslna frá innlendum hlutafélögum, til lögaðila í þeim félagaformum sem tilgreind eru í 1., 2. og 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna og hafa heimilisfesti á Evrópska efnahagssvæðinu, óháð gildanditvísköttunarsamningum við einstök aðildarríki innan EES. Réttur Íslands til þess að halda eftir tekjuskatti af arðgreiðslum til ríkja sem eru ekki aðilar að EES-samningnum mun hins 4 vegar standa óbreyttur. Breyting samkvæmt þessari grein er m.a. lögð til í framhaldi af dómi EFTA-dómstólsins í málinu E-1/04 (Fokus Bank) og dómi Evrópudómstólsins í málinu C170/ 05 (Denkavit). Í b-lið greinarinnar er ekki um efnisbreytingu að ræða, heldur eru hér tekin af tvímæli um að því aðeins er heimill frádráttur vegna arðgreiðslna frá erlendu félagi að arðurinn sæti skattlagningu hér á landi. Um 5. gr. Fyrir gildistöku 11. gr. laga nr. 65/2006, um breyting á lögum er varða réttarstöðu samkynhneigðra, var skráning í Þjóðskrá ekki skilyrði fyrir samsköttun. Karl og kona, sem bjuggu saman í óvígðri sambúð og áttu sameiginlegt lögheimili, áttu samkvæmt eldri lögum rétt á því að telja fram og vera skattlögð sem hjón, sem samvistum eru, ef þau höfðu átt barn saman eða konan var þunguð eða sambúðin hafði varað samfleytt í a.m.k. eitt ár, enda hefðu þau óskað þess bæði skriflega við skattyfirvöld. Forsendur samsköttunar hafa ætíð verið viss varanleiki óvígðrar sambúðar í tíma talið eða vegna sameiginlegrar forsjár og framfærslu barna sem sambúðarfólk ætti saman. Fyrrgreind breyting hafði það í för með sér að skráning óvígðrar sambúðar í Þjóðskrá varð fortakslaust skilyrði þess að samsköttun samkvæmt tekjuskattslögum væri heimil. Nú hefur komið í ljós að breytingin mun standa í vegi þess að fjöldi sambúðarfólks, sem samskattað hefur verið á liðnum árum en látið hjá líða að skrá sambúð sína í þjóðskrá á þeim tíma eða síðar, uppfylli nú skilyrði sem tekjuskattslögin áskilja fyrir heimild til samsköttunar. Jafnframt hefur skilgreining þessi, skv. 11. gr. laga nr. 65/2006, á óskráðri óvígðri sambúð áhrif á samspil 3. mgr. 62. gr. tekjuskattslaga við önnur ákvæði tekjuskattslaganna, þegar kemur að ákvörðun barna- og vaxtabóta. Þrátt fyrir að með breytingunni með 11. gr. laga nr. 65/2006 hafi verið lagður fastari grunnur að skilgreiningu á óvígðri sambúð og fyrir rétti til samsköttunar er lagt til að slakað verði á skilyrðinu um skráningu í Þjóðskrá í skattalegu tilliti, en jafnframt lögð áhersla á að þeir sem óska samsköttunar uppfylli engu að síður skilyrði 3. mgr. 7. gr. laga nr. 21/1990, um lögheimili. Skattstjórum verði jafnframt heimilt að leita umsagnar Þjóðskrár þyki vafi leika á því hvort m.a. skilyrði II. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993, eru uppfyllt. Um 6. gr. Í 1. tölul. 5. mgr. 71. gr. tekjuskattslaga eru tilgreindar stofnanir sem eru undanþegnar greiðslu fjármagnstekjuskatts. Meðal þeirra eru lífeyrissjóðir og stofnanir sem atvinnu hafa af útlánum og greiða skatt í samræmi við lög um tekjuskatt. Til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í 1. og 2. gr. frumvarpsins er hér lagt til að starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar verði undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts á sama hátt og gildir um lífeyrissjóði. Um 7. gr. Hér er lagt til að starfstengdir eftirlaunasjóðir verði undanþegnir staðgreiðslu skatts á vaxtatekjur og fjármagnstekjur samkvæmt lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur með sama hætti og gildir um lífeyrissjóði, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Um 8. gr. Greinin þarfnast ekki skýringa. 5 Fylgiskjal. Fjármálaráðuneyti, fjárlagaskrifstofa: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum. Í frumvarpinu eru lagðar til þrenns konar breytingar á lagaákvæðum um tekjuskatt ogfjármagnstekjuskatt. Í fyrsta lagi er ákvæði um að starfstengdir eftirlaunasjóðir verði undanþegnir tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti á sama hátt og aðrir lífeyrissjóðir hér á landi ogað sama eigi við um iðgjöld launagreiðenda og launþega. Í öðru lagi gerir frumvarpið ráðfyrir að lögaðilum sem eru með takmarkaða skattskyldu á Íslandi og eru heimilisfastir í aðildarríki EES verði heimilt að draga frá tekjuskatti arðgreiðslur með sama hætti og innlendumfélögum. Í þriðja lagi er lagt til að skráning óvígðrar sambúðar í þjóðskrá verði ekki skilyrði fyrir samsköttun sambúðarfólks en það skilyrði var í reynd sett með gildistöku laga um réttarstöðu samkynhneigðra, nr. 65/2006. Ekki er gert ráð fyrir að ákvæði frumvarpsins hafi umtalsverð áhrif á útgjöld ríkissjóðs verði það að lögum.