Hér verður sýnt hvernig á að nálgast ný aðgangsorð:

 1. Til þess að fá ný aðgangsorð þarf að smella á Gleymd aðgangsorð undir innskráningarreitunum
  minarsidur gleymt1b
 2. Þá er hægt að velja hvort það vantar notandanafn, lykilorð eða bæði með því að haka í viðeigandi reiti
  minarsidur gleymt2
 3. Ef það vantar notandanafn þarf að skrá netfang og smella á Fá nýtt notandanafn.
  Athugið að þetta þarf að vera netfangið sem er skráð í persónuupplýsingarnar, öryggisins vegna.
  Þá verður notandanafnið sent í tölvupósti.
  minarsidur gleymt3
 4. Ef það vantar lykilorð þarf að skrá bæði notandanafn og netfang og smella á Fá nýtt lykilorð.
  Nýtt lykilorð verður þá sent í tölvupósti.
  minarsidur gleymt4
 5. Ef það vantar bæði notandanafn og lykilorð þarf að haka við bæði og sækja ný aðgangsorð í 2 skrefum.
  Fyrst þarf að skrá netfang og biðja um notandanafn.
  Þegar notandanafnið hefur skilað sér í tölvupósti, er það notað til að sækja nýtt lykilorð.
  minarsidur gleymt5

Allar fyrirspurnir sendist á vefstjori[@]fvb.is