Félag viðurkenndra bókara var stofnað 26. janúar 2002, stofnfélagar voru 33.
Tilgangur félagsins er m.a.
- Að viðhalda og auka faglega þekkingu félagsmanna.
- Að vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og aðra er byggja á störfum þeirra.
- Að vinna að kynningu á starfssviði félagsmanna.
- Að vera vettvangur fyrir gagnkvæm kynni félagsmanna.
Samkvæmt 43. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald er þeim einum heimilt að kalla sig Viðurkenndan bókara sem staðist hefur próf í bókfærslu, helstu atriðum reikningsskila og lögum og reglum um skattskil.