Search
Close this search box.

RSK – Lög um breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og fl.

Lög um breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum um tekjuskatt. —— Útborgun innstæðu séreignarsparnaðar 01.03.09 til 01.10.10. Iðgjaldsfrádráttur hækkar í 6% f o m

Meðfylgjandi eru óbirt og enn ónúmeruð lög um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 45/1987,um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum nr. 90/2003,um tekjuskatt, með síðari breytingum.

Sjá lög.


Þetta eru helstu atriði laganna:
1.
Samkvæmt lögunum er lífeyrissjóði og öðrum  vörsluaðila séreignarsparnaðar  heimilt, á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010, að greiða út séreignarsparnað sem myndast hefur af viðbótariðgjaldi til lífeyrissjóðs oþh.    
2.
  Heimilt er á þessu tímabili . að hefja útborgun innstæðu séreignarsparnaðar ásamt vöxtum, að fjárhæð sem við gildistöku laganna nemur samanlagt
 allt að 1.000.000 kr. Er þetta  óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila.
3.
Fjárhæðin skal greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, í níu mánuði frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram .
4.
Sótt er um til vörsluaðilans, þeas lífeyrissjóðs oþh..  
5.
Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar taki út séreignarsparnað sinn..
6.
er óheimilt að krefjast þess að skuldarar taki út séreignarsparnað sinn..
 Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með útgreiðslum séreignarsparnaðar samkvæmt lögunum.
7.

Setja má reglugerð m.a um  heimild vörsluaðila til innheimtu sérstaks gjalds vegna umsýslu við útgreiðsluna.
8.  

Útgreiðsla séreignarsparnaðar hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan ekki áhrif á greiðslu
húsaleigubóta, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta  og atvinnuleysisbóta.
9.
Gjalddagi greiðslu vegna skila á staðgreiðslu af þessari útborgun skal vera tveimur mánuðum síðar en almennt gerist.
10.
 Heimilt er að draga  frá tekjuskattsstofni allt að 6% frá af iðgjaldsstofni  vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010.
11.  
Lögin öðlast þegar gildi við birtingu þeirra..

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur