Kæru félagsmenn
Félag viðurkenndra bókara fagnar 10 ára afmæli
Félagið var stofnað 26. janúar 2002 og voru stofnfélagar 33. Í fyrstu stjórn sátu Már Jóhannsson, Rósa Ólafsdóttir, Gunnar Páll Ívarsson, Gísli J Grímsson og Anna Antonsdóttir.
Félagið hefur vaxið ört á þesssum 10 árum og er nokkuð ljóst að brýn þörf er á starfsemi þess. Í dag eru um 360 manns skráð í félagið, eða um það bil 75% allra útskrifaðra nemenda.
Því fleiri sem við erum, því öflugri er félagið og samstaðan sterkari. Markmiðið er að hámarka árangur og skilvirkni, tryggja velferð og viðhalda þekkingunni ásamt því að skapa varanlegt samkeppnisforskot. Forskotið er sérþekkingin sem við höfum og þurfum að viðhalda, óáþreifanleg eign sem er dýrmætasta auðlindin okkar.
Megi félagið vaxa og eflast í framtíðinni.
Að svo mæltu sendi ég ykkur mínar heillaóskir og þakka öllum fyrir mikilvægt framlag til félagsins, megi ykkur farnast vel í framtíðinni.
Fyrir hönd Félags viðurkenndra bókara
Júlía Björg Sigurbergsdóttir, formaður