Search
Close this search box.

144. löggjafarþing 2014–2015. Þingskjal 1031 — 540. mál.

144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1031  —  540. mál.

Svarfjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni
um stjórnir opinberra hlutafélaga.


    1.     Hversu margir eru í stjórnum opinberra hlutafélaga, og hvaða hlutafélög eru það? 

    Opinbert hlutafélag (skammstafað ohf.) er afbrigði af hlutafélagi sem innleitt var í íslensk lög 2006. Opinber hlutafélög, að hluta eða öllu í eigu ríkisins eða ríkis og sveitarfélags, eru samtals níu talsins og er fjöldi stjórnarmanna í þeim eftirfarandi:
    –        Isavia ohf., fimm aðalmenn og fimm varamenn.
    –        Íslandspóstur ohf., fimm aðalmenn og fimm varamenn.
    –        Orkubú Vestfjarða ohf., fimm aðalmenn og einn varamaður.
    –        Nýr Landspítali ohf., þrír aðalmenn og þrír varamenn.
    –        Neyðarlínan ohf., fjórir aðalmenn og einn varamaður.
    –        Ríkisútvarpið ohf., níu aðalmenn og níu varamenn.
    –        Rarik ohf., fimm aðalmenn og tveir varamenn.
    –        Matís ohf., sjö aðalmenn.
    –        Harpa ohf., fimm aðalmenn.

    2.     Hversu há eru stjórnarlaunin í þessum félögum? 
    Laun stjórnarmanna í umræddum hlutafélögum hafa á síðustu aðalfundum verið ákvörðuð með eftirfarandi hætti:
    –        Isavia ohf. Aðalmenn 137 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð. Varamenn 65 þús. kr. fyrir hvern fund.
    –        Íslandspóstur ohf. Aðalmenn 100 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð.
    –        Orkubú Vestfjarða ohf. Aðalmenn 95 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð. Varamenn 40 þús. kr. fyrir hvern fund.
    –        Nýr Landspítali ohf. Aðalmenn 50 þús. kr. á mánuði. Varamenn 10 þús. kr. fyrir hvern fund.
    –        Neyðarlínan ohf. Aðalmenn 70 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð. Varamaður sömu stjórnarlaun og aðalmenn.
    –        Ríkisútvarpið ohf. Aðalmenn 85 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð. Varamenn 21 þús. kr. fyrir hvern fund.
    –        Rarik ohf. Aðalmenn 115 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð.
    –        Matís ohf. Aðalmenn 77 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð.
    –        Harpa ohf. Aðalmenn 93 þús. kr. á mánuði, formaður tvöfalda þá fjárhæð.

Loading…

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur