Áformuð lagasetning og þ.h. listi fjármálaráðuneytisins

Úr þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2009-2010 

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp sem unnið er að í fjármálaráðuneytinu og áformað er að flytja á 138. löggjafarþingi sem og tillögur til þingsályktunar sem ætlunin er að flytja.

Mál er varða verkefni fjármálaráðuneytisins:
"1.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Lagðar verða til ýmsar breytingar á tekjuskattskerfinu í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
2.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Lagðar verða til breytingar á þessum lögum í tengslum við breytingar á tekjuskattskerfinu í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
3.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
Lagðar verða til breytingar á þessum lögum í tengslum við breytingar á tekjuskattskerfinu í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
4.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Lagðar verða til ýmsar breytingar á virðisaukaskattskerfinu í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
5.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 97/1978, um vörugjald.
Lagðar verða til ýmsar breytingar á vörugjaldskerfinu í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
6.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki.
Lögð verður til hækkun á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
7.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald.
Lögð verður til hækkun á olíugjaldi og kílómetragjaldi í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
8.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
Lögð verður til hækkun á almennu og sérstöku bensíngjaldi í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
9.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 39/1998, um bifreiðagjald.
Lögð verður til hækkun á bifreiðagjaldi í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
10.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.
Lagðar verða til breytingar á tryggingagjaldi í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins og vegna Starfsendurhæfingarsjóðs og framlaga í hann. (Haust.)
11.        Frumvarp til laga um orku-, umhverfis- og auðlindagjald.
Lagt verður fram frumvarp um upptöku á orku-, umhverfis- og auðlindagjaldi í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
12.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Lagðar verða til breytingar á ýmsum viðmiðunarfjárhæðum laganna, einkum varðandi barnabætur og vaxtabætur, í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarpsins. (Haust.)
13.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um almennu lífeyrissjóðalögin.
Vegna Starfsendurhæfingarsjóðs, afnáms skattfrestunar o.fl. (Haust.)
14.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald.
Heildarendurskoðun. (Haust.)
15.        Frumvarp til laga um kolefnisskatt.
Breytingar á olíugjaldi, kílómetragjaldi og bensíngjaldi; skattlagning annarra orkugjafa s.s. kola, koks og rafskauta. (Haust.)
16.        Frumvarp til laga um stuðning vegna nýsköpunarfyrirtækja.
Hlutabréfaafsláttur o.fl. (Haust.)
17.        Frumvarp til laga um komu- og gistináttaskatt.
Sérstök gjaldskrá. (Haust.)
18.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
Vegna Starfsendurhæfingarsjóðs og framlaga í hann. (Haust.)
19.        Frumvarp til laga um fasteignir ríkissjóðs.
Í frumvarpinu verður lagt til að styrkari lagastoðum verði skotið undir umsýslu með fasteignum ríkisins. (Haust.)
20.        Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Lagðar verða til breytingar á skipulagi stofnana skattkerfisins með sameiningu embættis ríkisskattstjóra og skattstofa. (Haust.)
"

 

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur