Search
Close this search box.

Vel heppnaður aðalfundur FVB

Aðalfundur FVB var haldinn 6.nóvember sl. á Grand Hótel Reykjavík. 64 félagsmenn sátu fundinn og var fundarstjóri Guðmundur B. Ólafsson hrl.

Guðveig Jóna, formaður félagsins, las upp skýrslu stjórnar og fór yfir störf sl.árs (sjá skýrslu stjórnar). Þar kom m.a. fram að stjórnin hefði unnið breytingatillögur á lögum félagsins sem og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Félagið fékk einnig nokkur mál til umsagnar frá Alþingi og forsætisráðuneytinu. Eitt þeirra var tilkynning um breytingu á lögum um bókhald og ársreikninga og fóru tveir fulltrúar fyrir hönd félagsins á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fylgja eftir umsögn félagsins um þessar lagabreytingar.

Inga Jóna, formaður endurmenntunarnefndar, fór yfir störf nefndarinnar en nefndin sá um 9 viðburði á starfsárinu og þar á meðal voru örnámskeið sem var mjög vel tekið. Nefndin er með mörg járn í eldinum svo að við eigum skemmtilegt og fróðlegt ár í vændum (sjá skýrslu endurmenntunarnefndar).

Samskiptanefnd kynnti líka sína skýrslu og var það Barbara Wdowiak, formaður nefndarinnar, sem las hana upp. Samskiptanefndin tók að sér stórt verkefni að þessu sinni og var það að endurskoða samskiptareglur félagsins með dyggri aðstoð frá Guðmundi B. Ólafssyni hrl. og kann félagið honum bestu þakkir fyrir (sjá skýrslu samskiptanefndar).

Eftir að stjórn og nefndir höfðu farið yfir sín störf, kynnti Ásdís Björg Kristinsdóttir, bókari félagsins, ársreikning síðasta starfsárs (ársreikningur er væntanlegur). Engar umræður urðu og var í kjölfarið kynnt fjárhagsáætlun næsta starfsárs og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Ætlunin er að gera það að föstum lið.

Tillögur um breytingar á lögum og samskiptareglum félagsins voru kynntar af Guðveigu Jónu formanni og Barböru Wdowiak formanni samskiptanefndar. Umræður voru fjörugar og voru langflestar tillögurnar samþykktar. Núverandi lög og samskipta- og agareglur félagsins má finna undir Um Fvb á síðunni.

Því næst var kosið í stjórn og nefndir og var Guðveig Jóna endurkjörin sem formaður félagsins með lófaklappi. Nánar er farið yfir kosninguna í aðalfundargerðinni.

Eftir kosningarnar voru bornar upp tillögur um félagsgjald næsta árs sem og þóknun til stjórnar- og nefndarmanna. Ásta Lín gjaldkeri félagsins lagði til að félagsgjöld héldust óbreytt og var það samþykkt. Magdalena Lára Gestsdóttir lagði fram að stjórnar- og nefndarmenn fengju sama fjölda endurmenntunarpunkta og í fyrra fyrir störf sín og var það einnig samþykkt.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum voru tveir félagsmenn verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu í endurmenntun. Halla Auðunardóttir hafði safnað 124,5 endurmenntunareiningum sl.12 mánuði og Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir 110,5. Félagið óskar þeim kærlega til hamingju með árangurinn.
Að lokum var fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum afhent blóm með þökkum fyrir gott starf.

Aðalfundargerðina má finna í heild sinni undir Faglegt efni í notandavalmyndinni.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur