Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum, og ýmsum öðrum lögum varðandi endurskoðendur og skoðunarmenn.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem leiðir af lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur. Samkvæmt þeim lögum geta ekki aðrir en þeir sem fá löggildingu ráðherra endurskoðað reikningsskil og áritað þau í samræmi við endurskoðunina. Er lögð til breyting á núverandi lögum þannig að leggja störf endurskoðenda og skoðunarmanna að jöfnu. Einnig verður að fylgja þeirri breytingu eftir með breytingum á l lögum um hlutafélög, einkahlutafélög og fleiri lögum, sem gera kröfu um kosningu endurskoðenda eða skoðunarmanna og framlagningu endurskoðaðra ársreikninga. Einnig eru lögð til ákvæði til skýringar á starfrækslugjaldmiðli og lagt er til að komi til framkvæmda hér á landi þættir tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins Frumvarp þetta var lagt fram áður á þingi en var ekki afgreitt úr nefnd fyrir þinglok. Frumvarpið er því nú lagt fram að nýju lítillega breytt með hliðsjón af athugasemdum frá hagsmunaaðilum.