Search
Close this search box.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald nr. 145/1994, með síðari breytingum

Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum.
Frumvarpið er flutt samhliða lagafrumvarpi til breytinga á lögum um ársreikninga.

 Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem leiðir af lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur.  Meginbreytingarnar eru í samræmi við breytingar í frumvarpi til breytinga á lögum um ársreikninga varðandi hlutverk endurskoðenda annars vegar og skoðunarmanna hins vegar.
Einnig er lagt til að heimild félaganna til að hafa texta bókhaldsbóka og ársreikninga á dönsku eða ensku í stað íslensku verði víkkuð út til annarra félaga en þeirra sem hafa heimild til að hafa reikningsskilin í erlendum gjaldmiðli, svo og ákvæði varðandi geymslu bókhaldsgagna erlendis í allt að sex mánuði.
 Þá eru loks lagðar til breytingar á ákvæðum  er snúa að prófagjöldum fyrir þá einstaklinga sem vilja fá viðurkenningu sem bókarar að því leyti að ekki verði lengur innheimt bæði námskeiða- og prófagjöld heldur verði eingöngu innheimt prófagjöld.. Breyting þessi gerir r ráð fyrir því að viðkomandi verði heimilt að fara í próf án þess að sækja námskeið, hafi sá hinn sami unnið við bókhald í mörg ár, og að fleiri skólum en nú verði heimilt að bjóða upp á námskeið sem gefi möguleika á að taka próf til viðurkenningar.

Frumvarp þetta var áður lagt fram en ekki afgreitt. Frumvarpið er nú lagt fram að nýju lítillega breytt með hliðsjón af þeim athugasemdum sem efnahags- og skattanefnd bárust frá hagsmunaaðilum.

Sjá frumvarp

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur