Meðfylgjandi er frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og fleiri lögum í 113. greinum.
Með fumvarpinu er lagt til að skattumdæmum verði fækkað og þau sameinuð. Einnig að verkaskipting milli ríkisskattstjóra og skattstofa breytist.
Markmið breytinganna er að er að auka hagkvæmni og ná fram lækkun kostnaðar í rekstri skattkerfisins án þess að það bitni á þjónustu og afköstum skattyfirvalda.
Lagt til að landið verði gert að einu skattumdæmi undir yfirstjórn embættis ríkisskattstjóra.
Gert er ráð fyrir starfsemi á skattstofum. Ein af tillögunum er sú að á höfuðborgarsvæðinu muni ein skattstofa starfa og staðsett í Hafnarfirði.
Einnig að reknar verði skattstofur á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi undir yfirstjórn ríkisskattstjóra. Alls eru þetta því fimm útstöðvar frá embætti ríkisskattstjóra sem stýrt skal af forstöðumönnum. Verkefnum verði dreift með fjarvinnslu.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einungis verði eitt stjórnsýslustig og úrskurðir ríkisskattstjóra því endanlegir að því er varðar þær ákvarðanir sem hægt hefur verið að áfrýja frá skattstjórum til ríkisskattstjóra. Í frumvarpi þessu eru hins vegar ekki gerðar breytingar á hlutverki yfirskattanefndar
Samandregið má segja að meginefni frumvarpsins sé sú breyting að í stað níu skattstjóra og ríkisskattstjóra verði þessi embætti sameinuð í eitt embætti ríkisskattstjóra. Eru því felldar niður tilvísanir til embættis skattstjóra í hinum ýmsu lögum og hið sameinaða embætti sett inn í þess stað.