Search
Close this search box.

Frumvarp til laga umráðstafanir í skattamálum (virðisaukask.,aukatekjur ríkissjóðs,bifreiðagj. og f

Meðfylgjandi er margliðað frumvarp til laga um ráðstafanir í skattamálum. Er það sett fram í samræmi við áform fjárlagafrumvarpsins.

Meðal annars er tillaga um að  almenna þrepið í virðisaukaskatti fari úr 24,5% í 25% og að í VSK-lögin bætist nýtt þrep fyrir vissar  vörur og þjónustu eða 14% virðisaukaskatt. Er lagt til að sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu falli í þetta þrep. Einnig er l að sykraðar vörur og drykkjarvörur, þó ekki áfengi, beri 14% virðisaukaskatt. Þessar vörur eru meðal annars sykur, sætindi, kökur og kex. Í viðauka við er tilgreint hvaða tollskrárnúmer falla undirmatvöru sem beri  7% virðisaukaskatt. Önnur matvæli en þar eru talin  bæru þá 14% virðisaukaskatt.

Í frumvarpinu eru og  lagðar til breytingar á  mörgum  lagabálkum til að auka tekjur ríkissjóðs.og  er  gert ráð fyrir því að þær  aukist á árinu 2010 um 13,9 milljarða kr.
Meðal annars er nú áformuð hækkun tekna af aukatekjum ríkissjóðs og auknum skatttekjum af útgreiðslum á séreignarsparnaði sem ekki var gert ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga næsta árs.

Fram kemur í athugasemdum að  vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar séu  á virðisaukaskattskerfinu þurfi aðlögun á  tölvukerfum og kerfishlutum skattsins, og að  útbúa þurfi ný framtalseyðublöð. Einnig að leggja þurfi í  auglýsinga- og kynningarkostnað við kerfisbreytinguna.
Bent er á skattkerfið verði nokkuð flóknara eftir breytinguna en nú og að vinna við skattframkvæmd og eftirlit verði eitthvað umfangsmeiri en nú er.

Sjá frumvarp

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur