Search
Close this search box.

Frumvarp til laga umtekjuöflun ríkisins. Stóra haustfrumvarpið.

Meðfylgjandi er 40. lagagreina frumvarp um tekjuöflun ríkisins. Það var lagt fram aðfaranótt föstudags.

Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um tekjuskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og lögum um tryggingagjald,lögum um bindandi álit í skattamálum og lögum um skattlagningu kaupskipaútgerðar.

http://www.althingi.is/altext/138/s/0292.html

Eftirfarandi atriði er meðal annars að finna í frumvarpinu.

 1. Þrepaskiptur tekjuskattur og hækkun persónuafsláttar. Gert er ráð fyrir að skattþrepin hjá einstaklingum verði þrjú og skiptist þannig að af fyrstu 2,4 m.kr. tekjum einstaklings greiðist 24,1% tekjuskattur, 27%  af næstu 5,4 m.kr. og 33%  ef hærra en 7,8 m.kr. Þegar skattaðilar eru samskattaðir skal taka tillit til þess ef annar er undir 7,8 m.kr.Persónuafsláttur einstaklinga hækkar um 2.000 kr. og að ákvæði um að afslátturinn fylgi vísitölu neysluverðs falli niður.
2. Sjómannaafsláttur afnuminn .  Lagt til að sjómannaafsláttinn verði afnuminn á fjórum árum frá og með tekjuárinu 2011 um 25 % á ári.
3. Há arðsúthlutun skattlögð sem laun.  Settar verða skorður við að launatekjur séu færðar í búning fjármagnstekna með því að ákveða að ef arðsúthlutun fari umfram 20% ávöxtun á eigin fé hlutafélags skuli það sem úthlutað er umfram þau mörk skattlagt til helminga sem laun. Þetta á við þegar móttakanda arðsins  ber stöðu sinnar vegna að reikna sér endurgjald í samræmi við 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 58. gr. laganna. Þessi hluti arðs  myndar stofn til tryggingagjalds .
 4. Hátt lífeyrissjóðsframlag skattlagt sem laun.   Sett er 2 000 000 hámark á þá fjárhæð sem launagreiðandi getur greitt sem framlag í lífeyrissjóð fyrir launþega eða sjálfan sig án þess að það verði talið til launatekna hjá viðkomandi. Þó er tekið tillit til kjarasamninga.
 5. Arður sem fluttur er milli félaga. Söluhagnaður.   Ákvæði eru í frumvarpinu varðandi  skattfrelsi arðs á milli félaga og söluhagnaðar félaga. Reynt er að sporna við uppsöfnun á yfirfæranlegu tapi sem myndast við það að gjaldfæra má vaxtakostnað sem stofnað hefur verið til vegna kaupa á hlutabréfum þótt arður af þeim og söluhagnaður vegna þeirra myndi ekki skattskyldar tekjur.  Þannig að  til þess að arður og söluhagnaður sé frádráttarbær frá skattskyldum tekjum verði eignarhald á viðkomandi félagi að hafa verið a.m.k. 10% og að áður en það kemur til verði yfirfæranlegt tap að vera jafnað.

6. Afleiðusamningar. Allur ágóði vaxtatekjur.    Ávinningur af afleiðusamningum verður samkvæmt frumvarpinu  skattlagður sem vaxtatekjur án tillits til undirliggjandi verðmæta, t.d. hvort sem um hefur verið að ræða kaffi, gull eða gjaldmiðla. Talið er að meðferð afleiðusamninga eins og um hlutabréf sé að ræða hafi verið  úr takt við þetta og því er  breyting lögð til.
7. Veiðileyfatekjur verði atvinnurekstartekjur.  Lagt er til að horfið verði frá því fyrirkomulagi að tekjur úr veiðifélögum verði ávallt skattlagðar sem fjármagnstekjur utan rekstrar.
 8. Söluhagnaður bara til frádráttar ef eign er 10 % :   Lagt er til að bætt verði við skilyrði til frádráttar söluhagnaðar af hlutabréfum þannig að til að njóta frádráttar verði seljandi hlutabréfanna að hafa átt að minnsta kosti 10% hlut í viðkomandi lögaðila á söludegi.  Eru þetta  sams konar skilyrði og lögð voru til  fyrir frádrætti vegna söluhagnaðar hlutabréfa og arðsfrádráttar.
9. Vaxtafrádráttur í skuldsettum yfirtökum og öfugum samruna. Tekin af tvímæli.   Sett verður regla til að taka af allan vafa um að vaxtagjöld af skuldum sem færast yfir við samruna félaga þegar um er að ræða vexti af lánum í kjölfar þess að eignarhalds- eða fjárfestingarfélag kaupir meiri hluta hlutafjár í öðru félagi séu ekki frádráttabær. Sama eigi við um vaxtagjöld af lánum sem tekin eru vegna arðgreiðslna og  þegar um endurfjármögnun er að ræða.

10.Ríkisskattstjóri setji reglur um reiknuð laun. Lagt er til að ríkisskattstjóri setji viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald sem fjármálaráðherra staðfesti. Þá er lagt til að tekinn verði af allur vafi um það að reiknað endurgjald  er miðað við almenn mánaðarlaun án hlunninda. Þannig skal t.d. tekjufæra bifreiðahlunnindi til viðbótar reiknuðu endurgjaldi. Er óheimilt er að lækka þær lágmarksfjárhæðir sem hlunnindunum nemur . Einnig er regla um að arðgreiðslur sem skuli  telja til launa lækki ekki  lágmarksviðmiðun reiknaðs endurgjalds. .
 11. Frestun tekjufærslu miðað við innborganir taki ekki lengur til þjónustu:  Heimilt hefur verið, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, að miða tekjuuppgjör við innborganir vegna seldrar þjónustu í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu. Einungis hefur verið miðað við selda þjónustu í þröngum skilningi.Er nú lagt til að umrædd heimild til tekjudreifingar verði felld niður.
12. Ívilnun vegna veikinda ofl.. Umorðun. Heimildarreglan um lækkun skattstofns vegna ákveðinna atvika er orðuð upp á nýtt.  Í stað þess að mælt sé fyrir um skyldu til þess að taka til greina umsókn manns um lækkun  verður kveðið á um að umsókn skuli tekin til afgreiðslu. Ríkisskattstjóri annast um afgreiðsluna. . Ákvörðun ríkisskattstjóra um ívilnun eða synjun er endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
13. Barnabætur og óskráð sambúð. Tekjutenging barnabóta.  Sett er fram regla um að skattstjóra verði heimilt á grundvelli fyrirliggjandi gagna að miða ákvörðun barnabóta til aðila  í óskráðri sambúð við stöðu framfæranda sem í sambúð væri. Auk þess er lagt til að tekjuskattsstofn til skerðingar tekjutengdum barnabótum verði samræmdur tekjuskattsstofni til skerðingar vaxtabótum. Vextir ásamt öðrum fjármagnstekjum teljist þannig til tekjuskattsstofns í þessu sambandi.
14. Takmörkuð skattskylda. Upptalning og uppsetning reglna bætt.    Lagt er til að ákvæði 70. gr. laga um tekjuskatt  verði algjörlega endurskoðað. Verði breytingin að lögum verður samræmi á milli skattskylduákvæða sem talin eru upp í níu töluliðum í 3. gr. laganna og töluliða í 70. gr. Á þannig að vera auðvelt að sjá hvaða skatthlutfall er í gildi fyrir þá aðila sem bera hér á landi takmarkaða skattskyldu.. Nokkrar breytingar sem lagðar eru til á skatthlutfalli og skattstofni  og  kveðið verður skýrar á um hvort skattur skuli reiknast af brúttó- eða nettótekjum.

15. Afgreiðsla skatterinda. Bundið við 6 ár og verulega hagsmuni . Áfram verði heimilt, þrátt fyrir kerfisbreytingu að taka upp álagningu að beiðni gjaldanda þegar almennur kærufrestur og kærufrestur til yfirskattanefndar er liðinn  Skilyrði er að enda sé það gert innan sex tekjuára aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram. Eru þetta  sömu tímamörk  og gilda um endurákvörðun til hækkunar .  Hafni ríkisskattstjóri slíku erindi  er sú ákvörðun endanleg. Breytingar sæta kæru til yfirskattanefndar .
16. Ríkisskattstjóri ákveði skattmat og gefi út bindandi álit.    Lagt er til að ríkisskattstjóri setji skattmatsreglur sem fjármálaráðherra staðfesti. Jafnframt mun ríkisskattstjóri alfarið sjá um útgáfu bindandi álita.
17.Ýmislegt ofl. :Aðrar breytingar frumvarpsins vegna tekjuskattsins  lúta að því að breyta ýmsum framkvæmdaratriðum tekjuskattslaganna. Einnig um að  gera þær breytingar á lögum um staðgreiðslu sem nauðsynlegar eru vegna breyttra skattareglna.
18. Eignarskattur 1,25 %. Með frumvarpinu er gerð sú tillaga að upp verði tekinn sérstakur auðlegðarskattur næstu þrjú ár að fjárhæð 1,25% á nettóeign umfram 90 millj. kr. hjá einhleypingum og umfram 120 millj. kr. hjá hjónum.   Gjaldstofn er allar framtalsskyldar eignir að frádregnum skuldum .Vikið verður frá  gildandi ákvæði  tekjuskattslaga um að  telja hlutabréf til eignar á nafnverði því er varðar ákvörðun auðlegðarskattsstofns þannig að tekið verður mið af raunverulegu verðmæti hlutabréfanna. Sé hlutabréfaeign í félagi sem skráð er í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal miða við markaðsverðmæti í lok viðmiðunarárs. Ef um er að ræða hlutabréfaeign í félagi sem ekki er skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal miða við hlutdeild í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags. Sitji eftirlifandi maki í óskiptu búi verða fjárhæðarmörk við útreikning  miðuð við hjón eða samskattað sambýlisfólk í allt að fimm ár frá andlátsári .

19. Innleystur gengishagnaður og ávinningur af hlutdeildarskírteinum.  Lagt er  til að með innleystan gengishagnað af innlánsreikningum verði farið eins og aðrar vaxtatekjur af innstæðum, þ.e. dregin verði staðgreiðsla af hagnaði við úttekt af gjaldeyrisreikningi á sama hátt og lagt er til með innleyst hlutdeildarskírteini. Eins er áréttað að ávinningur af hlutdeildarskírteinum verið skattlagður sem vaxtatekjur þ.e.a.s. mismunur  á kaup- og söluverði ,án tillits til undirliggjandi verðmæta
20. Hækkun fjármagnstekjuskatts og sett frítekjumark.   Tillaga er um að skattur á fjármagnstekjur hækki í 18% þó verði frítekjumark fyrir vaxtatekjur hjá einstaklingum  100.000 kr. þannig að ekki leggist skattur á þær vaxtatekjur. Auk þess er lagt til að 30% leigutekna manns af íbúðarhúsnæði verði undanþegin skattálagningu.
21. Hækkun á tekjuskatti félaga.   Tekjuskattur lögaðila, þ.e. hlutafélaga og einkahlutafélaga, hækkar úr 15% í 18%. Þá er lögð til samsvarandi hækkun á lögaðila í sameignar- og samlagsfélögum og verður tekjuskattur þessara aðila 32,7% í stað 23,5% eins og nú er.
22. Hækkun á tryggingagjaldi í 8,6 %    Lagt er til að  atvinnutryggingagjald hækki úr 2,21% í 3,81% eða um 1,6% og verði  tryggingagjaldið því samtals 8,6%.

GILDISTAKA:  Ákvæði frumvarpsins eiga almennt að taka gildi i 1. janúar 2010 og koma til framkvæmda við álagningu 2011 og á staðgreiðsluárinu 2010 eftir því sem við getur átt.
Þó taki ýmsar tænilegar leiðréttingar og orðalagsbreytingar þegar gildi.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur