Þann 25. janúar eru 5 ár liðin síðan félagið var stofnað, stofnfélagar voru 33 en félagar eru nú orðnir nálægt 170. Má sjá að félagið vex og dafnar með hverju árinu: á árinu 2006 gengu um 30 manns í félagið og nú í janúar höfðu tæplega 40 bæst í hópinn.
Í lok næsta mánaðar mun því 50. stjórnarfundur félagsins verða haldin..
Voru það rúmlega 70 aðilar sem settust á skólabekk í haust með það að leiðarljósi að þreyta réttindaprófin 2006. Þessu lauk með veglegri útskrift sl. miðvikudag í þjóðmenningarhúsinu þar sem 42 voru útskrifaðir sem viðurkenndir bókarar.
Hafa þá yfir 200 einstaklingar útskrifast og hlotið starfsréttindi frá ráðuneytinu.