Search
Close this search box.

Umfrádrátt frá skattskyldum tekjum. Frumvarp. Hvað ekki telst frádráttarbært.

Umfrádrátt frá skattskyldum  tekjum. Frumvarp.  Hvað ekki telst frádráttarbært. Tilkynning rsk vegna frétta þar um.

Eftirfarandi er að finna á vef ríkisskattstjóra  varðandi frádráttarbærni vaxtagjalda í tilefni af nýju lagafrumvarpi:
________________________________________

Tilkynning frá ríkisskattstjóra
________________________________________

Af gefnu tilefni vegna umfjöllunar í Skattatíðindum KPMG, tölublaði 42 frá desember 2009, vill ríkisskattstjóri koma eftirfarandi á framfæri:
1.        Það er grundvallarregla tekjuskattslaga að á móti skattskyldum rekstrartekjum megi færa kostnað sem gengið hefur til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. Þessi regla gildir jafnt um vaxtagjöld eins og annan kostnað. Þess háttar kostnaður þarf því að vera af skuldum sem tengjast rekstrinum til að geta verið frádráttarbær. Í 50. gr. tekjuskattslaga er kveðið á um takmarkanir á frádráttarbærni rekstrarkostnaðar. Nánar er einnig fjallað um frádráttarbæran rekstrarkostnað í reglugerð nr. 483/1994, sbr. 5. gr. að því er varðar vaxtagjöld.
2.        Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi (Þskj. 292  —  256. mál) og vísað er til í Skattatíðindum KPMG er lagt til í 8. gr. að 3. tölul. 50. gr. tekjuskattslaga., sem fjallar um að ekki megi telja til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar arð eða vexti af framlögðu fé manns til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi, verði breytt. Við bætist ákvæði sem áréttar að vaxtagjöld af skuldum sem færast yfir við samruna þegar um er að ræða vexti af lánum í kjölfar þess að eignarhalds- eða fjárfestingarfélag kaupir meiri hluta hlutafjár í öðru félagi séu ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður. Sama eigi við um vaxtagjöld af lánum sem tekin eru vegna arðgreiðslna.
3.        Í athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins kemur fram að afstaða skattyfirvalda hafi verið sú að vextir af skuldum sem stofnað hafi verið til í þeim tilgangi að yfirtaka fyrirtæki á þann hátt að fyrirtækin sjálf fjármagni kaup hluthafanna, eða beinar úttektir þeirra úr fyrirtækjunum, séu ekki frádráttarbærir frá tekjum þar sem ekki séu uppfyllt grundvallarskilyrði fyrir frádráttarbærni. Því hafi á hinn bóginn oft verið haldið fram að það sem ekki sé beinlínis bannað með beinum lagaákvæðum hljóti að vera heimilt. Í ljósi þessa þyki rétt að taka af öll tvímæli um að annars vegar sé hlutafélagi ekki heimilt að draga frá skattskyldum tekjum kostnað við að kaupa félagið sjálft og hins vegar verði ekki dreginn frá skattskyldum tekjum kostnaður sem falli til vegna ófrádráttarbærra greiðslna, eins og vaxtagjöld af lánum sem stofnað sé til við úthlutun arðs.
4.        Það er því mikill misskilningur hjá Skattatíðindum KPMG að með umræddu frumvarpi sé lögð til efnisbreyting varðandi frádráttarbærni vaxtagjalda. Einungis er verið að útfæra nánar þá grundvallareglu sem við líði hefur verið áratugum saman. Fullyrðing um afturvirka skattlagningu er því algjörlega úr lausu lofti gripin. Samkvæmt núgildandi tekjuskattslögum er heimilt að endurákvarða skatt vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram, að uppfylltum formskilyrðum laganna. Í greindu frumvarpi er engin breyting lögð til að því er þetta varðar.

Reykjavík 4. desember 2009
Ríkisskattstjóri

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur