Search
Close this search box.

Dómur. Gaumur ehf.

Meðfylgjandi er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2009 í málinu Fjárfestingastingafélagið Gaumur ehf.gegn íslenska ríkinu. 

Dómurinn varðar skattrannsóknarmál sem úrskurðað var af ríkisskattstjóra og gekk síðan til yfirskattanefndar. Það hafði orðið niðurstaða nefndarinnar að  Gaumur, eignarhaldsfélag  hefði haft skattskyldan hagnað af  viðskiptum með hluti í verslunarkeðjunni Arcadia. Vegna þessa hefði  félagið átt að tekjufæra nærri 1.230 milljónir króna og greiða tekjuskatt, ríflega 200 milljónir.

Því var haldið fram í málinu af hálfu Gaums að eigandi bréfanna hefði aldrei verið íslenska Gaumsfélagið heldur Gaumur Holding, eignarhaldsfélag í  Lúxemborg. 

Héraðsdómur féllst ekki á þetta og staðfesti að Gaumur hér heima ætti að færa þessa fjárhæð sem tekjur.

Einnig varðaði málið viðskipti í makaskiptum með hlut í Hagkaupum og Bónus. Yfirskattanefnd taldi að þar hefði Gaumur átt að færa sér til tekna sem söluhagnað 670 milljónir króna. Til grundvallar lá að ekki hefði verið lagt rétt mat á verðgildi hlutanna í Hagkaupum í makaskiptunum. Bent var á að  í sama mánuði hefði verið greitt hátt í sexfalt hærra verð fyrir Hagkaupshluti.

Niðurstaða dómsins varðandi þennan þátt  var að fallast ekki á kröfu ríkisins. Aftur á móti var Gaumi gert að færa til tekna sem söluhagnað 175 milljónir vegna þessara viðskipta.

Tekið skal fram að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ákært í sakamáli vegna þessara viðskipta með Hagkaupsbréfin

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur